Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 36
Múlaþing
Sveinsson, Oddur Jónsson o. fl. sáu „kvik-
indið“ vorið 1875. Þá datt mér í hug að
gera tilraun. Eg ók inn í Hreiðarsstaði og
sótti mér vænan skammt af Öskjuvikri sem
þar liggur í þykkum lögum í jarðvegi.
Síðan fór ég heim og hellti vikrinum í
íshrönglað vatn úr Fljótinu og varð heldur
betur undrandi yfir útkomunni. Vikurinn
sem féll á Hreiðarsstöðum vorið 1875, og
er að stórum hluta glerkenndur og frekar
fínkorna, sökk samstundis til botns. Raunar
gildir það sama um allan vikur sem féll í
Öskjugosinu, þ.e. þegar hann er kominn
niður fyrir ákveðna kornastærð og orðinn
gegnsósa af vatni. Vikursins sem barst í
Fljótið 1875 er því hvergi að leita annars
staðar en á botni þess, ef frá er talið það
grófasta sem borist hefur með straumi á haf
út.
Við Hreiðarsstaði eru þekktar gaslindir
sem halda opnum vökum á Fljótinu þegar
það fer undir ís. Ekki er ósennilegt að þar
séu, eða a.m.k. hafi verið, gasgildrur einnig.
Ef undan er skilinn efsti hluti Fljótsins
hefur væntanlega hvergi borist önnur eins
ókjör af vikri í vatnið eins og úti fyrir
Hreiðarsstöðum. Eitthvað hefur legið á
ísnum en mest hefur munað um Grímsá sem
borið hefur firn af vikri ofan úr Skriðdal og
af Austur-Völlum og dælt honum í flóann
við Hreiðarsstaði. A leiðinn hefur hann
blandast mold og öðrum jarðefnum sem enn
frekar hafa dregið úr flotþoli hans auk þess
sem ár og lækir hafa malað stærstu kornin.
Smærri ár á þessu svæði hafa einnig haft sitt
að segja, t.d. Höfðaá, sem getur orðið
gríðarleg í vorleysingum.
Ef litið er á dýptarkort af Fljótinu kemur
í ljós að úti fyrir Hreiðarsstöðum er geil í
Fljótsbotninn sem afmarkast af tveimur
höftum. Það fyrra er milli Rauðalækjar og
Vallanessins en hið ytra byrjar við Freys-
nes. Þessi geil er um það bil 10-20 metrum
dýpri en höftin fyrir innan og utan. í þessa
geil hefur vikurinn frá 1875 safnast og
hefur hún án efa verið mun dýpri áður en
askan settist þar um kyrrt. Það mikla farg
sem myndast hefur í geilinni gæti hafa þrýst
gasi úr gildrum í botnlögunum hennar
þannig að mikil ólga hafi orðið á
yfirborðinu, jakar endastungist en einnig er
ekki ósennilegt að gasið hafi rifið upp með
sér gróðurflykki sem siglt hafi gegn straumi
meðan gasið streymdi úr þeim og síðan
sokkið. Fyrirbæri sem þannig liggur
beinast við að útskýra hafa oft sést í
Fljótinu5 en einnig á Suldalsvatni í Noregi
og e.t.v. víðar.6 Ekki er víst að það hafi
aðeins verið eitt „kvikindi“ sem Pétur o.fl.
sáu við Arnheiðarstaði enda er annað að
skilja á Sigfúsi Sigfússyni. Það gætu hafa
verið fleiri gróðurtorfur sem höguðu sér
eins og þess vegna hafa einhverjir af þeim
sem á horfðu talið þetta eitt og sama
kvikindið. Sama er að segja um flykkið
sem Pétur og Einar á Arnheiðarstöðum sáu
milli Þolleifarár og Ormarsstaðaár. Þar
gæti önnur torfa hafa verið á siglingu en sú
5Fyrir nokkrum vikum kom ég í Hof í Fellum og þá sagði Gylfi Bjömsson, bóndi þar, mér sögu af því þegar hann sá „orminn". Þetta
var í febrúar 1978. Hofsbændur voru að byggja útihús sem standa norðaustan við bæinn. Klakaskæni var komið á Fljótið en ísinn
ekki orðinn heldur. Sjá þeir þá hvar svört bunga hefur brotið sér leið upp í gegnum ísinn nokkurn veginn í beinni stefnu á Strönd, sem
er austan við vatnið. Fyrirbærið var líklega nálægt miðju Fljóti. Þeir fóru og náðu sér í kíki en þá var flykkið horfið en greinilega sást
klakaröst í kringum vökina sem það hafði myndað. Um stærðina sagði hann erfitt að segja, nokkrir metrar alla vega. Gylfi segir að
Fljótið sé mjög djúpt á þessum slóðum og telur að grjót eða eitthvað annað hafi hrapað niður í gjá undir vatnsborðinu og því hafi
flykkið skotist upp á yfirborðið. Hann talaði um gas í þessu sambandi.
^Sjá um þetta grein Ólafs Davíðssonar: „íslenskar kynjaverur í sjó og vötnum.“ Tímarit Hins íslenzka bókmenntafélagsins, 21:159-
188; 22:127-176; 23: 29-47. Kbn. 1900-1903.
34