Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 44

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 44
Múlaþing endurteknir á tákrænan hátt annars staðar á myndinni, bæði á krónum og blöðum stóm himnesku blómanna og líka á jarðbundnum smáblómum sem umlykja dönsku höfuð- borgina. Listamaðurinn hefur rammað inn frönsku stríðshetjuna og sigurvegarann með blómaminnum. Þótt þau séu ekki eins stilfærð minna þau á blómin hjá Sölva Helgasyni (1820-1895), sem var þónokkmm áratugum á eftir með myndir sínar. Pétur hefur stillt saman alþekktum grískum akantusblöðum og sinni eigin hugmynd um skáldleg blóm af skoskum þistli (O. acanthium), ef til vill að einhverju leyti að danskri fyrirmynd, fremur en að nota lárvið (L. nobilis) sem betur hefði hæft og búast hefði mátt við að keisara hefði hlotnast. Sjálfstætt ísland, óháð Dönum, kann að hafa búið listamanninum í hug, það kynni að hafa ýtt undir hugrenningar þar um þegar Friðrik VI lét Noreg af hendi við Svía eftir að hann gekk í hð með Napóleon í kjölfar þess að Bretar eyddu danska flotanum 1807. Kannski hefur lrka þistillinn, sem var táknrænn og fólk á miðöldum taldi gæddan töframætti, fengið inni á myndinni til stuðnings þeim háleitu vonum sem listamaðurinn gerði sér um ættland sitt. Strlfærður ljóðtextinn á dönsku, sem beint er til lesandans í tilfmningaþrungnum ræðu- stíl, hefði jöfnum höndum, ef ekki sér- staklega, getað verið ætlaður dönskum eymm og átt þannig, auk persónulegs skjalls, að vera áhrifamikill pólitískur ræðustúfur. Hafði Pétur Pétursson, sem fann týndu leiðina, áður verið að leita annarrar leiðar í þágu þess málstaðar sem hafði að takmarki að losa íslendinga undan danskri stjóm? Átti sá Napóleon, sem myndin var af, að vera vegvísir á leiðinni að því langþráða marki? Hvaða hagnýtan eða pólitískan tilgang sem þetta verk kann að hafa haft þegar það var gert, má spyrja hvort það eigi erindi til okkar í dag, sem lifum á kaldranalegum og lítt viðkvæmum tímum andhetjunnar. Órafjarri sögulegum vettvangi myndarinnar, á bæ langt í burtu í einni afskekktustu sveit á íslandi á 19. öld, löngu fyrir tíma Veraldarvefjarins, sat maður einn með sjálfum sér, hljóður og hugsi yfir pappírsörk, eins og svo oft hafði áður gerst. Jafnframt því sem hann braut heilann um það sem var eins fjarri, ferðaðist um enn fjarlægari lendur síns eigin hugarheims og sinnar innstu þrár, festi hann á blað með penna, bursta og lit lofgerð sína um útlent átrúnaðargoð sem verið getur að hafi á táknrænan hátt falið í sér vonir um framtíð fósturjarðar hans. En ekki nóg með það, heldur hefur Pétur Pétursson frá Hákonar- stöðum fengið okkur í arf það sem jafnan er einna fágætast, afar innblásið og einlægt verk sem tjáir innstu og persónulegustu hræringar mannshugans, sem í rauninni er, ef svo má segja, jafn einstakt og fátítt nú á dögum og sauðfjárstofn Jökuldælinga og hreinræktaður íslenskur hundur var fyrrum. Heimildaskrá Ari Trausti Guðmundsson 1996. Volcanoes in Iceland, bls. 101. Benedikt Gíslason frá Hofteigi 1974. Skinnastaðamenn og Hákonarstaðabók, Múlaþing 7. hefti, bls. 6-45. Páll Eggert Ólafsson 1951. Pétur (Jökull) Pétursson og Pétur Pétursson yngri, íslenskar Æviskrár, IV b. Sigurður Kristinsson 1985. Lítil samantekt um Vatnajökulsleið, Múlaþing, 14. hefti, bls. 34 -52. Pétur Pétursson 1846. Hákonarstaðabók, - afrit af Skinnastaðabók, LBS, B, J.S. 248 4bl. br. Þorvaldur Thoroddsen 1919-1935. Lýsing íslands, III b„ bls. 305-311, IV b„ bls. 73-84. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.