Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 143

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 143
Hrafnkell A. Jónsson Hamra-Setta Hamra-Setta, Sesselja Loftsdóttir er hulin dulúð. Nokkrar heimildir eru til um hana og eins eru skráðar um hana þjóðsögur. Þjóðsagan hefur skilað okkur sinni mynd. Hamra-Setta myrti bónda sinn flúði til fjalla með friðli sínum, bjó þar í helli þar sem hún ól börn og drekkti þeim jafnharðan í stöðuvatni sem var í hellinum. Síðar náði hún sáttum við veraldleg og andleg yfir- völd, hún settist að í byggð, giftist og átti börn og buru og þótti alla tíð hin mesta ágætis manneskja. Það er eins með þjóð- söguna og heimildirnar að þar rekur sig hvað á annars horn. Ýmsir hafa ritað um Hamra-Settu og reynt að ráða í lífshlaup hennar. Margeir Jónsson fræðimaður ritaði ítarlega um hana í þjóðsagnasafnið Grímu. Benedikt Gísla- son frá Hofteigi skrifaði í Múlaþing 2. hefti 1967 þáttinn „Frá höfuðbóli til hellisvistar.“ Ég mun nú leitast við að fjalla á nýjan leik um sögu Sesselju Loftsdóttur og styðst við það sem þeir Margeir og Benedikt hafa áður ritað um málið án þess að vitna til þeirra beint. Heimildir Fyrst rek ég þá atburðarás sem kemur fram í skjölum og öðrum heimildum sem til eru um málið auk eignarheimilda á Egils- stöðum á Völlum en þeir virðast skipta meginmáli í öllu sem til er um málið. Eignarhalds Egilsstaða á Völlum getur fyrst þegar Þorvarður Guðmundsson gefur Sigurði Finnbogasyni og Margrétu Þorvarð- ardóttur konu hans próventu sína og konu sinnar Guðlaugar Tómasdöttur. Bréf um gjöfina er ritað í Reykjahlíð við Mývatn 12. júní 1517.1 Bréfið er frumrit á skinni með innsiglum hangandi fyrir. Þann 1. júlí 1519 er á Öxarárþingi dómur sex manna útnefndur af Vigfúsi Erlendssyni lögmanni yfir allt Island um kæru Brands Guðmundssonar til Sigurðar Finnbogasonar um hald á jörðinni Egilsstöðum á Völlum. Er Brandi dæmd xviii hndr. í jörðinni til eignar sem erfingja, þar sem Þorvarður gaf alla eigu sína, en mátti samkvæmt lögum aðeins ráðstafa fjórðungi eigna sinna undan erfingjum.2 Brandur Guðmundsson var hálfbróðir Þorvarðar samfeðra.3 Bréfið er afrit eftir fúnu og stórskemmdu frumriti. Fyllt er í eyður eftir eftirriti sem bar saman við frumritið eins og það náði til. Þann 18. mars 1540 selur Sesselja Lofts- dóttir Birni Jónssyni bónda á Eyvindará jörðina Egilsstaði „með öllum þeim gögn- um og gæðum sem greindri jörð fylgja og fylgt hafa að fornu og nýju og hún var fremst eigandi að orðin. Hér í mót gaf oft nefndur Björn nefndri Sesselju jörðina Hólaland er 14!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.