Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 140
Múlaþing
Taflborð Sveins Guðnasonar. (Sbr. Eskju V bls. 13]).
ráðinu, og Þórunn Eyjólfsdóttir Jónssonar
prests í Amesi á Ströndum. Marinó var bróð-
ir Hannesar fyrsta ráðherra Islands og mun
Hannes Þórður heita í höfuð á þessum
föðurbróður sínum. Hannes smitaðist af
berkfum á unga aldri og var langdvölum á
berklahæli síðan. Hann gekk ekki í skóla
vegna veikindanna en var sjálfmenntaður og
áhugamaður um margt, var latínumaður og
esperantisti og skrifaðist á við menn út um
allan heim á því máli. Hannes lærði á orgel af
sjálfum sér og spilaði við útfarir á
berklahælinu á Vífilsstöðum en berklamir
drógu hann til dauða árið 1933, aðeins 25 ára
að aldri. Hannes tók þátt í ýmsum skákmótum
á þriðja áratugnum, yfirleitt með ágætum
árangri og varð Islandsmeistari í skák árið
1930. Hannes var einnig mikilvirkur
skákdæmahöfundur. Mörg dæma hans birtust
í blöðum, flest árin 1928 til 1929 sem virðast
hafa verið honum mjög frjó ár við
skákþrautagerðina. Jón Guð-
mundsson skákmeistari í
Reykjavík gekk frá dæmasafni
Hannesar af mikilli ræktarsemi
og kom þeim fyrir á Hand-
ritadeild Landsbókasafnsins þar
sem þau eru nú aðgengileg.
Dvöl Hannesar á Eskifirði þegar
skákborðsmyndin var gerð
hefur lMega stafað af kunnings-
skap hans við Einar lækni og
Döddu. Hann hafði aðsetur í
Skálholti sem er næsta hús við
læknishúsið. Hann var heldur
veiklulegur útlits en samt var
mikill spenningur í unglingun-
um á staðnum að fylgjast með
þessum glæsilega aðkomu-
manni. Hann tók þátt nokkum í
skákstarfsemi, sagði m.a. eitt-
hvað til um skák í skólanum, og
Eskfirðingar geyma minningu
hans í taflborðinu sérkennilega.
Teitur Hartmann skáld dvaldist um árbil á
Eskifirði og Norðfirði en lést á ísafirði 1947.
Hann lét mjög til sín taka í starfi taflfélaganna
á þessum stöðum og sláum við botninn í þetta
rabb með vísu sem Teitur kvað eitt sinn til
Einars Ástráðssonar læknis þegar Einar hafði
fómað manni og síðan tapað skákinni:
Þig hefur offrun þessi blekkt,
það verð ég að segja.
En skiatti var það læknislegt
að láta manninn deyja.
Heimildir eru fengnar úr Eskju, skák-
blöðum og dagblöðum frá þessum ámm og
Árna Helgasyni, Einari Braga, Hilmari
Bjamasyni og Sigfrfð Sigurjónsdóttur.
138