Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 81

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 81
Timburskipið á Húseyjarsandi Eftir að veðrið versnaði um morguninn var útséð að við myndum ekki ná í land vírnum af trukkspilinu sem festur var í mastrið á skipinu en Steinþóri fannst það ekki ná nokkurri átt að skilja líka eftir blökkina sem fest var í skipið. Hann hafði því ákveðið að losa hana og láta okkur draga hana í land á lausu blökkinni. Þegar við Pétur vorum komnir í land klifraði hann upp á smáþrep á mastrinu þar sem blökkin var fest, losaði hana og festi við dráttartógið, sem hann hafði losað frá lausu blökkinni og við drógum draslið í land. Síðan festi hann stroffu í lausu blökkina, settist í hana og lét sig vaða fram af syllunni. Vírinn var festur það hátt uppi í mastrinu að hann hallaði verulega niður framan af leiðinni til lands og Steinþór rauk því af stað eins og ör af boga en síðasta spölinn varð hann að draga sig áfram eftir vírnum. Við önduðum stórum léttara þegar við höfðum hann upp á þurru landi en honum fannst þetta stórgaman allt sarnan. Steinþór var í eðli sínu mikill æfintýramaður og var fyrst í essi sínu ef hann þurfti að fást við eitthvað verulega glæfralegt og tvísýnt og virtist þá gjörsamlega óttalaus. Við tókum svo saman pjönkur okkar og héldum heim á leið. Það efni sem við öfluð- um okkur þarna með ærinni fyrirhöfn þætti lélegur fengur í dag og færi áreiðanlega beint á brotajárnshaugana. En á sínum tíma var þetta happafengur og kom allt að góðum notum. Auk þess var þetta hálfgert ævintýri og ágæt tilbreyting frá daglega amstrinu. A leiðinni heim yfir sandinn lentum við Pétur í dálítið spaugilegum kringumstæðum. Trukkurinn, og með honum Steinþór og Vignir, fór nokkru á undan okkur og við þræddum síðan slóð þeirra eftir sandinum. Trukkurinn var þunghlaðinn af járnadrasli og gerði djúpa slóð í sandinn. Guddan okkar var líka vel hlaðin og þræddi af sjálfu sér slóðina löturhægt á fyrsta gír. Nú er það svo að sjórinn ber margt forvitnilegt upp á sandana og við Pétur stóðumst ekki alla þá dýrgripi sem við þóttumst sjá í kringum okkur. Við stukkum báðir út og létum Gudduna um að rölta áfram, en hlupum sjálfir út á sand í fjársjóðsleit. Þurr sandur er afar þungfær farartækjum á hjólum en blautur sandur aftur á móti býsna fastur fyrir og langt um léttari yfirferðar. Og allt í einu varð fyrir Guddunni blautur og fastur sandkafli og hún tók á sprett eins og kálfur á vordegi. Við tókum auðvitað sprettinn á eftir henni en við vorum ærið þungfærir, mikið klæddir og í klofstígvélum. Það mátti hreint ekki tæpara standa. Þegar við loksins náðum bflskömminni vorum við svo gjörsamlega úttaugaðir að við gátum rétt skriðið upp í sætið stynjandi og bölvandi. A eftir var þetta reyndar ágætur lokahnykkur á skemmtilegu ævintýri." [Eftir áður óbirtu handriti Astvaldar A. Kristóferssonar] En ekki var endalaust hægt að „bjarga“ úr Richard Bland. Smásaman grófst hann í sand. Ekki er heldur vitað til að hinir svokölluðu eigendur farmsins hafi gert út leiðangra til að hirða „eign“ sína. Aftur á móti munu þeir hafa skattlagt þá sem „björguðu“ timbri. Húseyjarbændur munu þó hafa fengið björgunarlaun af því timbri sem rak upp á þeirra land. Það mun svo hafa verið á haust- mánuðum 1962 sem skipið hvarf sjónum 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.