Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 33

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 33
Finnur N. Karlsson Hreiðarsstaðaundrin 1875 Sá sem flettir Þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar kemst ekki hjá því að taka eftir þeirri einlægu trú sem Sigfús hefur á þau fyrirbæri sem hann lýsir, hvort heldur það eru tröll, útlegumenn, skrímsli, draugar, svipir eða afturgengið fólk. Hann taldi t.d. að tröll hefðu einfald- lega dáið út, væntanlega með svipuðum hætti og risaeðlurnar. Þegar hann var spurður hvers vegna menn gengju ekki fram á bein úr þessum framliðnum skessum og þursum svaraði hann því til að svo stór bein hafi án efa verið geysilega frauðmikil og þess vegna fljót að morkna.1 Samt kemur fyrir að Sigfús virðist á báðum áttum hverju trúa skuli. Þetta er ekki oft en í lok sagnabálksins um skrímslin í Lagarfljóti er hann fremur tvístígandi. Hann segir að vísu að margar sagnirnar um orminn séu „áreiðanlega sannar“. Samt treystir hann sér ekki almennilega til að vísa fullkomlega á bug hugmyndum Olafs Davíðssonar í þá veru að Lagarfljótsundrin eigi rætur að rekja til gasmyndana í botnlögunum. Sigfús segir þessar hug- myndir „líklegar en samt mjög ófull- nægjandi“ (bls. 160). Efasemdakafla sínum •ýkur hann með þessum orðum: „En hvað sem líður sannindum sögunnar um orminn og skrímslin í Lagarfljóti þá er og verður sagan um orminn einkennileg og stórkost- leg og að vissu leyti ef til vill skáldlegt einkenni fyrir þetta hérað.“ Undir þetta geta víst flestir tekið. Áðurnefndar efasemdir Sigfúsar koma í beinu framhaldi af frásögn hans af Hreiðarsstaðaundrunum 1875 og þar er hann í varnarstöðu. Honum segist svo frá: „Dyngjufjallagosið 1875 bindur að heita má enda á uppivöðslu þessara skrímsla í Lagarfljóti, því þá bárust forógnin öll með vötnum, fyrir utan það sem féll og fauk í fljótið, af ösku. Halda menn að það hafi fælt burtu ókindur þessar, allténd sumt af þeirn, enda þóttust margir, og það vel skyn- bærir menn, sjá mörgu kynlegu bregða fyrir, þegar fljótið losnaði um vorið. Sýndisl sumum, t.d. frá Hreiðarsstöðum, dýr sem bátar á hvolfi og svo í öðrum margslags myndum, synda hart á móti vindi og bylta sér á allar hliðar. Þeir sem vantrúaðir voru sögðu að þetta hefðu aðeins verið jakar með ösku á, er reistust á rönd og féllu svo niður. Oddur bóndi, sonur Jóns, sonar Odds á Skeggjastöðum, lýsti því einna greinilegast, og var hann eigi þekktur í Þessa sögu heyrði ég Óskar heitinn Halldórsson segja oftar en einu sinni. Vel má vera að hún finnist einhvers staðar prentuð. 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.