Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 33
Finnur N. Karlsson
Hreiðarsstaðaundrin
1875
Sá sem flettir Þjóðsögum Sigfúsar
Sigfússonar kemst ekki hjá því að
taka eftir þeirri einlægu trú sem
Sigfús hefur á þau fyrirbæri sem hann lýsir,
hvort heldur það eru tröll, útlegumenn,
skrímsli, draugar, svipir eða afturgengið
fólk. Hann taldi t.d. að tröll hefðu einfald-
lega dáið út, væntanlega með svipuðum
hætti og risaeðlurnar. Þegar hann var
spurður hvers vegna menn gengju ekki fram
á bein úr þessum framliðnum skessum og
þursum svaraði hann því til að svo stór bein
hafi án efa verið geysilega frauðmikil og
þess vegna fljót að morkna.1
Samt kemur fyrir að Sigfús virðist á
báðum áttum hverju trúa skuli. Þetta er
ekki oft en í lok sagnabálksins um skrímslin
í Lagarfljóti er hann fremur tvístígandi.
Hann segir að vísu að margar sagnirnar um
orminn séu „áreiðanlega sannar“. Samt
treystir hann sér ekki almennilega til að vísa
fullkomlega á bug hugmyndum Olafs
Davíðssonar í þá veru að Lagarfljótsundrin
eigi rætur að rekja til gasmyndana í
botnlögunum. Sigfús segir þessar hug-
myndir „líklegar en samt mjög ófull-
nægjandi“ (bls. 160). Efasemdakafla sínum
•ýkur hann með þessum orðum: „En hvað
sem líður sannindum sögunnar um orminn
og skrímslin í Lagarfljóti þá er og verður
sagan um orminn einkennileg og stórkost-
leg og að vissu leyti ef til vill skáldlegt
einkenni fyrir þetta hérað.“ Undir þetta
geta víst flestir tekið.
Áðurnefndar efasemdir Sigfúsar koma í
beinu framhaldi af frásögn hans af
Hreiðarsstaðaundrunum 1875 og þar er
hann í varnarstöðu. Honum segist svo frá:
„Dyngjufjallagosið 1875 bindur að heita
má enda á uppivöðslu þessara skrímsla í
Lagarfljóti, því þá bárust forógnin öll með
vötnum, fyrir utan það sem féll og fauk í
fljótið, af ösku. Halda menn að það hafi
fælt burtu ókindur þessar, allténd sumt af
þeirn, enda þóttust margir, og það vel skyn-
bærir menn, sjá mörgu kynlegu bregða
fyrir, þegar fljótið losnaði um vorið.
Sýndisl sumum, t.d. frá Hreiðarsstöðum,
dýr sem bátar á hvolfi og svo í öðrum
margslags myndum, synda hart á móti vindi
og bylta sér á allar hliðar. Þeir sem
vantrúaðir voru sögðu að þetta hefðu aðeins
verið jakar með ösku á, er reistust á rönd og
féllu svo niður. Oddur bóndi, sonur Jóns,
sonar Odds á Skeggjastöðum, lýsti því
einna greinilegast, og var hann eigi þekktur
í
Þessa sögu heyrði ég Óskar heitinn Halldórsson segja oftar en einu sinni. Vel má vera að hún finnist einhvers staðar prentuð.
31