Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 65
Gangnakofar
Gamli Fjallaskarðskofinn með hesthúsi að baki, 1986.
Ljósm.: Skarphéðinn G. Þórisson.
dal, milli Hölknár og Eyvindarár. Mun
hann taka nafn af rananum milli
Eyvindarár og Jöklu sem nú kallast
Ranasporður. Austurmörk gangnasvæðis-
ins eru fyrst um Eyvindará, en síðan
landamerki Skriðuklausturs og Stuðla-
foss (Fossgerðis) austur á Miðheiðarháls,
síðan eftir honum og Þórisstaðakvísl
(Eyvindarár), inn undir Sauðafell (eða
Nálhúshnjúka). Að vestan fylgja mörkin
Hölknánni alla leið.
Raninn hefur verið ein af afréttum
Fljótsdalshrepps a.m.k. síðan um 1860.
Neðsti eða ytsti hluti Ranans er talinn
vera eign Skriðuklausturs. I þeim hluta
Ranans hafa tvö býli, Brattagerði og
Þorskagerði, verið í byggð af og til, og
tilheyrðu ekki afréttinni. Á Brattagerði
var búið fram yfir öskufallið 1875.
Tveir gangnakofar hafa verið í Rana í
seinni tíð, annar á Brattagerði, en hinn í
Fjallaskarði.
10. Ranakofi
(Fjallaskarðskofi /Fjallaskarð)
Eyvindarfjöll eru aflangur fjallshrygg-
ur (850-890 m y.s.), sem liggur frá SV til
NA um það bil í miðjum Rana, klofinn
þvert af djúpu skarði sem heitir Fjalla-
skarð, er skiptir hryggnum í Ytra- og
Fremra-Eyvindarfjall. Eyvindará rennur
meðfram fjallgarðinum að austan. Austan
í ytra fjallinu er talið að Eyvindartorfa
hafi verið, þar sem þeir börðust Hrafnkell
Freysgoði og Eyvindur Bjarnason, og sá
síðarnefndi féll, en við hann eiga öll
Eyvindarörnefnin þarna að vera kennd.
Austan við Fjallaskarð og suðaustan
undir Ytra-Eyvindarfjalli er Ranakofi svo
nefndur, því hann var lengi vel eini
kofinn í Rana, en er nú oftast nefndur
Fjallaskarðskofi, til aðgreiningar frá
Brattagerðiskofa.
Pétur Sveinsson á Bessastöðum getur
um „göngukofann í Fjallaskarðinu“ í
sambandi við hrakninga og útilegu nokk-
63