Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 137

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 137
Skákmolar frá Eskifirði Jón Torfason Gögn taflfélaga á Eskifirði frá fyrri árum munu hafa glatast að miklu leyti. Hér skulu þó dregin saman fáein minningaleiftur frá skáklífinu þar á kieppuárunum. Skáklíf á Eskifirði reis upp fyrir fram- göngu einstakra manna og dalaði síðan aftur eins og oft vill gerast á tiltölulega fámennum stöðum. Ein ástæðan fyrir rysjóttu gengi skáklistarinnar var sú að verkfærir karlmenn fóm yfirleitt í burtu á vetrarvertíð þegar helst er tóm til skákiðkunar. Þeir fóru flestir til Homafjarðar eða Vestmannaeyja og komu ekki heim aftur fyiT en eftir sumarmál. Meðal forgöngumanna skákfélagsins voru: Einar Ástráðsson læknir, afi Sigurðar Sveinssonar handboltaskyttu, og Lárus Stefánsson, bróðir Halldórs rithöfundar. Þá má nefna þá bræður Ásgeir Júlíusson, sem var lengi sýsluskrifari á Eskifirði, og Kristin bankastjóra á Eskifirði og síðar á Selfossi, látinn fyrir nokkrum árum, en hann var lengi mikilvægur í skáklífi á Austfjörðum. Þar koma einnig við sögu Sveinn Guðnason ljósmyndari og Ingvar Jóhannsson, svo nokkrir séu nefndir. Eskifirðingar gengust fyrir útisamkomu við Bleiksárgil 17. júní 1925. Meðal atriða var kapptefli með lifandi skákmönnum. Taflið var undirbúið af kostgæfni og vakti talsverða athygli á staðnum. Valin var slétt gmnd innan við gilið, torfur stungnar upp og þeim snúið við til að fá svörtu reitina. Þeir sem tefldu vom Ingvar Jóhannsson og Lárus Stefánsson. Þeir sátu til hliðar við hið lifandi tafl og tefldu á venjulegu taflborði. Var svo mönnunum stýrt eftir leikjum þeirra. Sigfríð Sigurjónsdóttir Einarssonar, systir Einars í Zeuthenshúsi, var í flokki taflmann- anna, var peð. Hún minntist þess að þennan dag var afar gott veður og mikill hiti. Taflið gekk vel. Það sem helst var áfátt um var það að bömin, sem táknuðu peðin, vom nokkuð óþolinmóð og gekk illa að fá þau til að standa kyrr á sínum reitum. Fólkið sem lék tafl- mennina var ekki í sérstökum búningum heldur bai' húfur úr pappa og framan á þær voru límdar myndir af þeim taflmanni sem viðkomandi átti að tákna. Myndirnar, sem táknuðu hvítu mennina, voru rauðar en svartar þær sem táknuðu svörtu mennina. Meðal taflmannanna vai Amór Jóhannesson og var hann riddari. Hann féll í valinn snemma tafls og lagðist þá til hliðar við taflborðið stóra. Þegar aðrir menn féllu voru húfumar teknar af þeim og gerðu menn sér það til gamans að hlaða öllum búningunum ofan á Amór. Taflið stóð í um klukkutíma en ekki er kunnugt um úrslit skákarinnar. Þau skipta í sjálfu sér heldur ekki máli því svona skrautsýningar em fyrst og fremst til gamans gerðar. 135
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.