Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 100
Múlaþing
kistulausu úr heiðnum sið. Það virðist þó
ekki hafa verið raunin, því margar af kistu-
lausu gröfunum í grafreitnum á Þórarins-
stöðum bera vott um kristna greftrun enda
algengt allt fram á okkar daga að jarðsetja
látna án kistna. Það virðist því heldur ekki
vera hægt að halda því fram að kistulausu
grafirnar kiistnu tilheyri fyrra byggingar-
stigi kirkjunnar, fremur en því eldra. Grafir
51, 52 og 56, sem allar innihéldu kistur,
tilheyra greinilega fyrra byggingarstigi
kirkjunnar því þær fundust undir uppfyll-
ingunni sem gerð var við endurbyggingu
hennar. Aftur á móti virðist sem grafir 16 og
17, sem fundust í grunni kirkjunnar, svo og
gröf 31, tilheyri yngra byggingarstigi
hennar vegna staðsetninga þeirra miðað við
byggingarlag kirkjunnar. í þessum gröfum
fundust greinilegar leifar kistna.
Grafir barna og fullorðinna
Það vakti nokkra furðu að engar barns-
grafir skyldu finnast í grafreitnum á Þórar-
insstöðum við uppgröftinn þar sumarið
1998 en þá var grafinn upp stór hluti
grafreitsins sunnan og vestan við kirkju-
granninn. Sumarið 1999 voru ný svæði
austan og norðan við kirkjugranninn grafin
upp en jafnframt lokið við gröft á þeim
svæðum sem þegar vora opin. Þá fyrst komu
barnagrafirnar í ljós, samtals sjö, allar
staðsettar í austur og norðurhluta grafreits-
ins, nærri kór kirkjunnar.
Staðsetning bamagrafanna í reitnum á
Þórarinsstöðum kemur í raun ekki á óvart,
þegar litið er til annarra sambærilegra
grafreita á Norðurlöndum. Börn virðast
almennt hafa verið jarðsett nærri kór kirkna
á upphafs- og mótunarárum kristinnar trúar á
þessum slóðum. Fornleifarannsóknir á
norrænum grafreitum tímasettum til fram-
kristni sýna jafnframt fram á að böm hafa
sjaldan verið jarðsett með fullorðnum, eins
og tíðkaðist síðar meir og er gert enn þann
dag í dag.
Greining á kyni og aldri þeirra jarðsettu í
grafreitnum á Þórarinsstöðum var fram-
kvæmd af Guðnýju Zoéga réttarmann-
fræðingi skömmu eftir að uppgreftri lauk á
staðnum. Greiningamar sýndu fram á að
konur höfðu í flestum tilfellum verið jarð-
settar í nyrðri hluta grafreitsins, þ.e. norðan
megin við kirkjuna. Ein grafanna, sem
staðsett var í syðri hluta reitsins, innihélt þó
bein konu en einmitt sú gröf virðist vera úr
heiðnum sið. Þessi dreifing eftir kynjum er
vel þekkt úr sambærilegum kirkjugörðum
miðalda í N.-Evrópu.10 I grafreit, sem rann-
sakaður var með fomleifagreftri á bænum
Skeljastöðum í Þjórsárdal árið 1939, kom
þessi dreifing berlega í ljós. Jafnframt mátti
greina að í eldri hluta kirkjugarðsins á
Skeljastöðum voru börnin jarðsett með
konunum norðan kirkjustæðisins en í yngri
hluta hans voru bömin einnig jarðsett í þeim
eystri þar sem engar konur lágu.* 11
Sænski fomleifafræðingurinn Bertil Nils-
son hefur sett fram þá kenningu að siðurinn
að grafa böm með konum hafi eingöngu
verið tíðkaður í skamman tíma í upphafi
kristni en hann síðan aftekinn. Nilsson
byggir sínar kenningar á Skeljastaða-
rannsókninni, svo og fjölmörgum öðrum
rannsóknum í skandinavísku löndunum.12
Inni í kirkjugranni síðara byggingarstigs
kirkjunnar fundust 4 grafir, þar af ein
bamsgröf. Tvær þessara fjögurra grafa, nr.
27 og 28, lenda utan við nyrðri vegg eldri
kirkjunnar, sé miðað við fyrra byggingarstig
10Nilsson 1994:79-87.
11 Matlhías Þórðarson 1943:134, Nilsson 1994: 84.
12Nilsson 1994:84.
98