Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 150

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 150
Múlaþing það var ekki fyrr en eftir dauða hans sem Margrét flutti í Eiða en þar bjó hún með seinni manni sínum Magnúsi Arnasyni frá Holti í Fljótum. Þorsteinn Finnbogason var sýslumaður í Þingeyjarþingi og einn helsti valdamaður landins urn áratugabil. Sýsluvöld hafði hann í á milli fjörtíu og fimmtíu ár. Kona hans var Sesselja dóttir Torfa sýslumanns í Klofa og voru þeir Brandur Guðmundsson á Leirá svilar. Tengdasonur Þorsteins og Sesselju var Bjarni sýslumaður Erlendsson á Ketilsstöðum. Bjarni Erlendsson á Ketilsstöðum Bjarni var sonur Erlendar sýslumanns Bjarnasonar á Ketilsstöðum og Vilborgar Loftsdóttur. Foreldrar Bjarna koma lítið við skjöl. Þó er vitað að Erlendur gaf kirkjunni á Ketilsstöðum reka 23. ágúst 1500 en þá gerir Stefán Skálholtsbiskup Jónsson bréf um hálfkirkjuskyld á Ketilsstöðum.33 Ketilsstaðir höfðu verið í eigu Páls sýslu- manns Brandssonar en hann gaf hinu ný- stofnaða klaustri á Skriðu jörðina á dánar- dægri.34 Testamentisbréf Páls er ódag- og ársett en hann hefur dáið í síðari plágunni og er bréfið talið frá 1494 í Fornbréfa- safninu. Erlendur Bjarnason hefur keypt Ketilsstaði af klaustrinu á Skriðu á árunum 1495-1500. Það eru nokkur líkindi fyrir því að Erlendur hafi haft sýsluvöld um tíma og eftir lát hans er Bjarni að gera upp skuldir föður síns við kirkju.35 Þjóðsaga um aldurtila Erlendar á að mínum dómi ekki við hann heldur Erlend sýslumann Magnús- son sem hélt Skriðuklaustur í lok 16 aldar. Ég tel að Erlendur hafi lifað lengi við vanheilsu eða örkuml og á þessum seinni hluta æfi hans hafi konu hans Vilborgu hent það að taka framhjá honum. Bjarni gerir upp þessa sök móður sinnar 1527.36 Kona Bjarna Erlendssonar var Guðríður dóttir Þorsteins Finnbogasonar. Björn Jónsson Eyvindará Líklega er það Björn á Eyvindará sem er staddur á Svalbarði 18. nóvember 1522. Björns á Eyvindará getur fyrst á Austur- landi 29. desember 1525, þá er hann á Eiðum og vitnar um yfirreið Ögmundar biskups Pálssonar um Austfjörðu árið 1523.37 Leikmennirnir sem viðstaddir eru þennan gerning eru Loftur Eyjólfsson, og Birnir tveir Jónssynir, annar er líklega Björn „skafinn“ tengdasonur Þorvarðar á Eiðum og hinn væntanlega bóndinn á Eyvindará, þá rúmlega tvítugur og að líkindum nýlega orðinn bóndi á Eyvindará. Uppruni Björns á Eyvindará er í nokkurri óvissu. Móðir hans var Þuríður Jónsdóttir, dóttir Jóns langs Finnbogasonar bónda í Hafrafellstungu.38 Þuríðar er getið í ómagadómi sem gekk á Ljósavatni 17. júní 1564, þar er ómaginn Ásmundur Þorvarðsson dæmdur á Arnfinn Jónsson bónda í Austfjörðum. Þar er Þuríður nefnd Þuríður Langsdóttir.39 Þetta er örugglega sami Arnfinnur Jónsson og sá sem 1551 gerir jarðakaup við bróður sinn Björn Jónsson.40 Föðurætt Björns er óþekkt, en ýmsar tilgátur eru uppi um hana. Ég mun gera hér í stuttu máli grein fyrir mínum hugmyndum. Björn býr á Eyvindará 1540 þegar hann kaupir Egilsstaði af Sesselju Loftsdóttur.41 Eftir þetta getur Bjöms alloft á Eyvindará og er líklegt að hann hafi búið þar og átt jörðina. Næsti eigandi að Eyvindará á undan Birni var Þorvarður Bjarnason á Eiðum. Þorvarður keypti Eyvindará og Mýnes í Útmannasveit ásamt fleiri jörðum af Þorvarði prior á Skriðuklaustri. Bréf um 148
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.