Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 45

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 45
Hrakningur Einars Eftirfarandi þáttur er úr handritasafni Halldórs Pálssonar, Nesi í Loðmundarfirði, sem safnaði og gafút frásagnir í ritaröðinni Skaðaveður. Stór hluti þess sem hann viðaði að sér hefur aldrei verið birtur og er hugmyndin að bœta úrþví að einhverju leyti íMúlaþingi, þótt í smáu verði. Það var sonur Halldórs, Björn gullsmiður í Reykjavík, sem setidi þennan þátt til birtingar. Engu er breyttfrá því sem stendur í handritinu, að frátöldum þremur tilvikum og er þess getið neðanmáls. Þá hefur verið örlítið átt við greinamerkja- setningu. Ritstj. Einar var unglingspiltur sunnlenskur er var til starfa, er saga þessi gerðist árið 1913, hjá Hjálmari Guðjónssyni bónda á Klippstað í Loðmundarfirði. Einar var sendur þremur eða fjórum dögum fyrir jólaföstukomu upp í Hérað til þess að sækja þangað kindur er heima áttu í Loðmundar- firði. Einar lagði af stað frá Brennistöðum eða Gilsárteigi með kindumar yfir fjallveginn Tó til Loðmundarfjarðar föstudaginn næsta fyrir fyrsta sunnudag í jólaföstu í ágætu veðri og góðu gangfæri. Fjallvegur þessi er um það að vera 60 metra hár og 16 kílómetrar væru á milli Brennistaða í Héraði og Bárðarstaða í Loð- mundarfirði, væri leiðin bein og lárétt en hún er bogin upp í loftið eins og hæð fjallsins bendir til og þess utan töluvert krókótt. Ur Héraði er jafn og ekki erfiður halli upp á Tó en niður í Loðmundarfjörðinn er mjög bratt og ekki hættulaust í hjarnfæri eins og þá var fyrir broddalausan mann. Einar var broddalaus með stafprik er ekki mátti treysta á hættustað. Hann naut sín því ekki til fulls við kindumar þar sem heiðin var bröttust Loðmundarfjarðarmegin. Þá er það að kindurnar fara að verja sig í kringum stóran stein, er stóð þar upp úr gaddinum, svo að Einar varð að fara kindalaus niður í Bárðarstaði, næsta bæ við heiðina. Með því að dagur var að kvöldi kominn baðst Einar gistingar sem velkomin var á Bárðarstöðum. Árla morguns, daginn eftir, laugardag fyrir jólaföstukomu, gekk Einar til heiðarinnar með brodda og sterkan broddstaf og hugðist nú eiga í fullu tré við kindumar hjá stóra steininum í heiðarbrekkunni. Þessa umræddu nótt var annar nætur- gestur á Bárðarstöðum. Það var Jóhann Þórarinsson á Brennistöðum. Hann ætlaði yfir Tó heim til sín daginn eftir. Jóhanni var um kvöldið tíðrætt við Einar um þá ómynd hans að ná ekki kindunum frá steininum sem þær vörðu sig við og koma því kindalaus niður til bæjar. Morguninn eftir rann upp. Veðrið var stillt en nokkuð þungbúið. Fyrstur fór Einar frá heimilinu að ná til kinda sinna við steininn inni í heiðarbrekkunni. Þá fóru þeir Jóhann á Brennistöðum, sem ætlaði yfir Tó til Héraðs þennan dag með kindur er hann var að sækja, 43
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.