Jökull


Jökull - 01.12.1972, Blaðsíða 14

Jökull - 01.12.1972, Blaðsíða 14
Tröllagígar og Tröllahraim A. Gosið í Tröllagígum 1862—1864 SIGURÐUR ÞÓRARI NSSON, RAUNVÍSINDASTOFNUN HASKOLANS, REYKJAVÍK INNGANGSORÐ ÁSur en Þorvaldur Thoroddsen fékk slag og lagSist banaleguna, 3. des. 1920, hafði hann fullbúið til prentunar ritgerð, sem hann nefndi Eldgos í Vatnajökli. Kafla um eldgos í Vatna- jökli, hliðstæða þessari ritgerð, er að finna í hinni klassísku eldfjallasögu Þorvalds, Die Ge- schichte der islándischen Vulkane! sem mun hafa verið fullsamin 1912, þótt ekki kæmi hún á prent fyrr en 1925, að honum látnum. Is- lenzka ritgerðin er þó mun ítarlegri en kaflinn í eldfjallasögunni. Hún nær fram til Skeiðarár- hlaupsins 1913. Þessa ritgerð birti Bogi Th. Melsted, ásamt þremur öðrum ritgerðum eftir Þorvald, undir samheitinu Fjórar ritgjörðir (Thoroddsen 1924). Meðal þeirra eldgosa, sem 'ritgerð Þorvalds fjallar um, er gos, sem hófst mánudaginn 30. júní 1862 og lauk, að öllum líkindum, ekki fyrr en síðla hausts 1864. Er það þá þriðja lengsta eldgos, sem vitað er um, að orðið hafi á Islandi síðan sögur hófust. Aðeins Mývatnseldar og Surtseyjargosið stóðu lengur. Þorvaldur segir í íslenzku ritgerðinni (bls. 17) gos þetta hafa verið „í Vatnajökli, einhvers stað- ar upp af Síðujökli, þó norðar en vanalegar eldstöðvar við Grímsvötn". í eldfjallasögunni stendur (bls. 88), að það hafi verið „im Vatna- jökull, vermutlich irgendwo im Sídujökull, aber wahrscheinlich nördlicher als Grímsvötn". Veturinn 1945/46 vann ég nokkuð að saman- tekt um gos í Vatnajökli. Var þetta verk unnið að tilmælum Steinþórs Sigurðssonar, er þá var framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins, og var að undirbúa þann leiðangur til Gríms- vatna, sem farið var í undir hans stjórn sum- arið 1946, en ég var einn þátttakenda í þess- um leiðangri. Er ég fór að lesa mér til um 1 2 JÖKULL 22. ÁR gosið 1862—64, komst ég brátt að þeirri niður- stöðu, að þetta gos hefði alls ekki verið í Vatnajökli, heldur vestan hans, og að í því gosi hefði brunnið það hraun, er nú nefnist Trölla- hraun. Síðan hefur mér leikið hugur á að kom- ast að þessu hrauni, en ekki hefur orðið af því fyrr en undir ágústlok 1971, er ég skrapp þang- að ásamt Guðmundi E. Sigvaldasyni, jarðefna- fræðingi, Flalldóri Olafssyni, rennismið og jöklamanni, og Níels Óskarssyni, aðstoðar- manni á Jarðvísindastofu Raunvísindastofnun- ar. í þessari ferð ókum við að hrauninu rétt norðaustur af drang þeim, er ber við loft frá Jökulheimum séð, og nefnist Dór. Við könnuð- um gígaröð þá, sem þar er, og gengum yfir Tröllahraun skammt þar suðvestur af er það fellur niður í Heljargjá. Við komumst að þeirri niðurstöðu, að útbreiðsla þessa hrauns og upp- tök rnyndu vera nokkuð önnur en sýnt er á jarðfræðikortinu Miðsuðurland. Aftur skruppum við Guðmunclur að þessu hrauni 18. september 1971, í sambandi við haustferð Jöklarannsóknafélagsins til Jökul- heima. Var þá ekið með Guðmundi Jónassyni um 25 km leið til norðausturs frá Jökulheim- um, vestan þess langa bögglabergshryggs, er Fr. le Sage de Fontenay nefndi Jökulgrindur. Kom- ið var að Tröllahrauni norðvestur af skriðjökli þeim, er fellur fram norðan Kerlinga og nefna mætti Sylgjujökul. Aðalerindið í þessari ferð var að reyna að átta sig á því, hver eða hverjar þeirra gígaraða, sem þarna eru, hefðu átt þátt í myndun Tröllahrauns. Þrátt fyrir þessar tvær skyndiferðir hef ég aðeins kynnzt nokkrum hluta þessa langa hrauns og gígaraða þess af eigin sjón og hef ég því orðið að byggja kort það, sem hér fylgir, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.