Jökull


Jökull - 01.12.1972, Blaðsíða 97

Jökull - 01.12.1972, Blaðsíða 97
í bréfi dags. 12. nóv. ’72: „Eins og skýrslan ber með sér, hefur jökullinn hopað á árinu og ekki sjáanleg ókyrrð í honum á mælistöðunum. Jökullinn lágur og sléttur langt inn eftir. Aftur á móti er greinileg ókyrrð á honum ofan við Jökulsárlónið fyrir austan miðju á því, og hefur svo verið síðan í fyrra. Lónið alltaf troðfullt af stórum borgarís og tunga gengur fram úr jöklinum fram í lónið, en hefur alltaf brotnað jafnharðan. Sjá má það líka, að jökull- inn er mjög sprunginn þvers og langs þar upp af og æði langt inneftir, ósléttur eins og hrun- jökull. Hvað lengi lónið getur tekið við þessu get ég ekki sagt eða vil ekki um spá. Annars held ég, að jökullinn haldi áfram að lækka jafnt og stöðugt." Eyjabakkajökull Gunnsteinn Stefánsson á Egilsstöðum hefur sent mér eftirfarandi skýrslu um framhlaup Eyjabakkajökuls: „Hinn 25. ágúst ’72 varð Jökulsá í Fljótsdal óvenju skollituð. Mikill jökulkorgur var í vatninu, að öðru leyti var rennslið með eðlilegum hætti. Um 20. september sáu gangnamenn úr Fljóts- dal, að Eyjabakkajökull var mikið sprunginn og hlaupinn fram. Áætluðu þeir framhlaupið um 800—1000 metra. Laugardaginn 7. október setur Völundur Jó- liannesson, Egilsstöðum, niður jökulmerki og mælir inn stöðu jökultungunnar. Laugardaginn 21. október mældu Gunnsteinn og Viilundur framhlaupið frá 7. október, sem reyndist vera 370 metrar eða röskir 26 metrar á sólarhring að meðaltali. Ain var kornlítil og kom í smáum gusum út úr jöklinum með nokkurra mínútna millibili. Jökullinn skreið fram yfir ógróið land og var að nálgast smá- jökullón.” Blinda í fé af völdum Skeiðarárhlaups Skeiðarárhlaupinu árið 1948 fylgdi mjög sterk lykt, og gætti hennar sérstaklega einn dag, sem líklega hefur stafað af því, að þann dag var vestanvindur og belgdi hlaupvatnið þá austur með sveitinni. Ekki er nú vitað, hvaða dag þetta var, en mun þó hafa verið nokkru áður en hlaupið náði hámarki, sem var 23. febrúar. Þennan dag veitti Bjarni Sigurðsson bóndi á Hofsnesi því athygli, þegar hann lét inn fé, sem verið hafði á beit á sléttlendinu neðan við bæinn, að það var blautt neðan við augun og sumar kindurnar jafnvel sjóndaprar, en ekki varð vart við neitt óvenjulegt á þeim kindum, sem reknar höfðu verið upp fyrir bæinn. Dag- inn eftir var enn rennsli af augum ánna og sumar ærnar virtust blindar, en á þriðja degi voru þó flestar orðnar það góðar í augunum, að fært þótti að lileypa þeim á haga. Nokkrar varð þó að hafa inni í viku. Sömu einkenna varð vart á fé, sem hleypt var niður á sléttlendið á Fagurhólsmýri, en mun hafa verið í minna mæli. A Hofi varð þessara einkenna ekki vart í heimafénu, en mikið bar á sauðunt, sem voru við beitarhús á svonefndum Kotum og voru þennan dag nálægt lilaupvatninu, og urðu Hofs- menn af þeim sökum að taka allmarga sauði heirn og hafa þá inni nokkra daga. Þar sem ekki varð vart við blindu í öðru fé en því, sem þenn- an dag var nærri vatnsborði hlaupvatnsins eða litlu hærra, var álitið, að hún stafaði frá Skeið- arárhlaupinu, en ekki er vitað um, að önnur Skeiðarárhlaup hafi valdið blindu í sauðfé. — Engin vissa er þó fyrir, að þetta hafi ekki kom- ið fyrir áður, því ekkert hefur verið um þetta skrifað, og örfáir menn muna nú eftir blind- unni í sauðfénu í febrúar árið 1948. Kvískerjum, 10. apríl 1972. Sigurður Björnsson. Heimildarmenn: Bjarni Sigurðsson, Hofsnesi. Magnús Þorsteinsson, Hofi. Bergur Þorsteinsson, Hofi. JÖKULL 22. ÁR 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.