Jökull


Jökull - 01.12.1972, Blaðsíða 19

Jökull - 01.12.1972, Blaðsíða 19
eða gígaröðina. Hefði verið betra að fara nær nafngift de Fontenays og nefna hraunið Norna- hraun, því það hefur næsta annarlegt yfirbragð. De Fontenay og félagar hans komu einnig að gígum þeim, skammt norðaustur af Dór, sem síðar verður að vikið, en móbergsdrangurinn Dór er norðaustast í Gjáfjöllum. De Fontenay (1936, bls. 116) segir um Heljargjá, þar sem hann kom að henni, að hún hafi verið „full af bik- svörtu, úfnu apalhrauni, alveg mosalausu og sandlausu“, en suðaustur af gjánni segir hann vera „grátt hraun og gróðurlaust, að mestu hellu- og apalhraun" (bls. 119). Pálmi Hannesson komst að þessu hrauni 20. ágúst 1927, á svipuðum stað og de Fontenay, enda um svipaða leið, frá Ulugaveri. Með Pálma voru þeir Steinþór Sigurðsson, stud. scient., og dr. Niels Nielsen og gerði Steinþór tópógrafískt kort af þessum slóðum, en Niel sen skematískt jarðfræðikort. í dagbók sína 20. ágúst hefur Pálmi skrifað m. a.: „Svartur hraunstraumur lá frá hlíðum þeim, sem ganga norður frá Kerlingum, allt suður í Heljargjá: Galdrahraun.Var hann mjór að sjá, en næsta úfinn og ófrýnn. Við héldum niður brattar hlíðarnar og að hrauninu. Var það ungt, ekkert sandborið, nokkuð gróið grárri skóf, apalhraun allt og ákaflega úfið, algerlega ófært hverju kvikindi. Neðan til, þar sem það steypist í svörtum, niðvana fossi niður í endann á Heljargjá, er það mjótt, 100 metr- ar, breikkar nokkuð ofan til. I rönd hraunsins er hár kambur. Hefur hraunflóðið runnið í stórri pípu fram, en þakið brotnað niður síð- an og lá í þúsund molum, en ýmsum allvæn- um, austan kambsins. Hraunið er svart og stökkt. Það hefur komið úr gígum, sem liggja í krikanum milli „Min Fjallgarður“1) og undir- hlíða Hamarsins, en sumpart uppi í hlíðum. Þessir gígar voru nokkrir talsins. Hraunið et tvímælalaust hið ljótasta, senr ég hefi séð. .. . .... Hraunið mun vera 50—200 ára gamalt.“ (Hannesson 1958). — Pálmi sagði mér, að þessi aldurságizkun, sem er rétt, svo langt sem hún nær, væri byggð á samanburði við útlit ann- arra ungra hrauna, svo sem Öskjuhrauna og yngstu Hekluhrauna. 1) „Min Fjallgarður" er nafngift úr áður- nefndri ritgerð de Fontenay’s og er hér átt við Bláfjöll. í riti sínu Contributions to the physiography of Iceland, sem kom út 1933, lýsir Niels Nielsen Heljargjá allítarlega og bendir réttilega á að hún sé aðeins hluti af miklu sprungukerfi, er nái allt frá Vatnajökli suðvestur fyrir Þóris- vatn. Hann víkur einnig nokkuð að Trölla- hrauni. (Nielsen 1933). Þetta rit á skilið að því sé meiri gaumur gefinn en gert er. Að mínu viti er það um ýmislegt markverðasta framlagið til landfræðilegrar lýsingar á miðhálendi ís- lands síðan Þorvald Thoroddsen leið. TRÖLLAGÍGAR Þess skal nú freistað, að lýsa að nokkru Tröllahrauni og þeirri gígaröð, sem myndaði það hraun. Er sú lýsing að verulegu leyti byggð á flugmyndum. Skv. jarðfræðikortinu Miðsuðurland kemur Tröllahraun einvörðungu úr gígum við liálsa- rætur og á sléttunni norðvestur af Sylgjujökli. En skv. flugmyndum og athugunum okkar Guðnrundar E. Sigvaldasonar kemur það úr gígaröð, sem nær frá miðsvæði Mókolia næst- um suðvestur að Dór. Fjarlægðin milli norð- austur og suðvesturenda þessarar gígaraðar er röskir 16 km, en hún er sundurslitin af níu gígvana köflum, sumum þeirra mjög löngum, aðallega móbergshæðum, og er samanlögð lengd gígaraða röskir 6 km. Mjög eru þessir gígaraðastúfar mislangir og mismiklir um hæð og breidd. A meðfylgjandi korti (1. mynd) eru þeir merktir A—J. Gigaröð A er 1 km á lengd og skiptist raunar í tvo næstum jafnlanga hluta. í þeim suðvest- ari eru a. m. k. sjö aðskildir gígmunnar og er aðalgígurinn hlaðinn upp kringum tvo af þeim. 1 norðaustari hlutanum eru einnig sjö gíg- munnar. Þarna er að finna einna myndarleg- ustu og fagursköpuðustu gígana á allri Trölla- gígaröðinni og minna þeir nokkuð á Þrengsla- borgir við Mývatn, lilaðnir úr hraunkleprum. Gígarnir eru 15—25 m háir og falleg hraun- tröð gengur norðvestur úr suðvestasta og stærsta gígnum. Gjóskuskafla frá þessum gígum er að finna í hlíðinni suðaustur af þeim, auðsæilega myndaða af eldstrókum (lava fountains), en yfirleitt virðist gjóskumyndun hafa verið lítil í gosinu 1862—64. Miðja vega milli gíga A og B er mjög fallegur kleprastrompur (hornito, 4. mynd). JÖKULL 22. ÁR 1 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.