Jökull


Jökull - 01.12.1972, Blaðsíða 96

Jökull - 01.12.1972, Blaðsíða 96
svo stórar, ai$ þær sáust úr byggð, sbr. blaða- fréttir við júlílok það ár.“ T ungnaárjökull Frá því að mælingar hófust á Tungnaárjökli hjá Jökulheimum hefur hann hopað röska 80 metra að meðaltali á ári, þar til nú í ár að- eins 4 metra. Tungnaárjökull er ógreiðfærari yfirferðar en hann hefur verið undanfarin ár, eða svo, að snjóbílaleiðangur bormanna hvarf að því ráði, að halda norður af jökli og niður Dyngjujökul. Bendir þetta hvort tveggja til þess, að hann sé kominn að því að hlaupa fram. Sí- vott og sólarlítið sumar með hæga jöklaleysing hleypti jöklinum ekki í karga. Erfið yfirferð var ekki karga um að kenna heldur sprungum. Helgi Björnsson annaðist mælinguna fyrir Carl J. Eiríksson. Mikið og snöggt jökulhlaup hófst í Skaftá 20. júlí 72. Jökulhlaup var í Köldukvísl 1.—3. ágúst 72. Hvorugt þessara hlaupa náði til Tungnaár hjá Jökulheimum. Skeiðarárjökull Það telst til helztu tíðinda, að jöklamælinga- maðurinn Eyjólfur Hannesson á Niipsstað fór nú í fyrsta sinn á brú yfir Núpsvötn og Súlu, er hann mældi við jökulmerkið á vestanverð- um Skeiðarárjökli. Hér naut hann bráðabirgða- brúar Vegagerðarinnar. Brúin var sett á Núps- vötn í september. Grímsvatnahlaup var dagana 1. marz til 6. apríl 72. Það var í hámarki 23. marz. Grein verður um það í næsta hefti Jökuls. I bréfi með mælingaskýrslunni segir Ragnar Stefánsson, Skaftafelli, þetta m. a.: „Við vestri merkin hefur jökullinn skriðið lítið eitt fram, sennilega hefur hann byrjað það undir haust- ið. . . Hækkun jökulsins, sem ber við héðan frá bænum séð, nokkru framan (sunnan) við Lóma- gnúp, á mið, sem ég hef vestur í Síðufjöllum (Fossnúpi norðanverðum), er það mikil, nú á rúmu ári eða frá því, að ég varð hennar fyrst var, að ég verð að hækka mig um 54 m hér á túninu til að sjá sömu mið. Mér virðist séð héðan að austan, að á svæð- inu frá Háöldukvísl og austur fyrir sæluhús hafi jökullinn gengið töluvert fram á þessu ári. En þarna á móts við hefur jökullinn farið ört hækkandi frá því í des. s.l., að hann fór að hækka 94 JÖKULL 22. ÁR þar fyrir alvöru, jafnt og þétt. Þarna hækkar jökullinn alllangt norðureftir, eða héðan séð allt frá jökuljaðrinum og svo langt norður sem héðan frá bænum séð ber við Lómagnúp. Við Hvirfilsdalsskarð eða héðan séð í norður- enda Gnúpsins hefur jökullinn heldur lækkað nú eftir hlaupið, en fer nú í þetta sinn mjög hægt að því. í stefnu á Súlutinda (Súlu) sé ég enga breytingu og eigi heldur við Færines- tinda.“ Um Skeiðará segir Ragnar: „Farvegur Skeið- arár hélzt á sömu stöðum og áður. Hún kemur úr jökli í einu útfalli við Jökulfell. Mikið af vatni hennar fellur til sjávar á austanverðri Skaftafellsfjöru, eins og verið hefur síðan um 1950, en töluvert Skeiðarárvatn fellur í Svína- fellsós á Svínafellsfjöru, það er öllu meira en undanfarin ár og hefur breytingin orðið í s.l. hlaupi. Mér finnst að vatn í Skeiðará hafi verið óvenjulítið í allt sumar, ég held næstum, að ég hafi aldrei séð hana svona litla jafnaðarlega í heilt sumar.“ Virkisjökull Guðlaugur Gunnarsson í Svínafelli tekur fram, að jökuljaðar sé mjög sandorpinn og ógreinilegur. Kvíárjökull í bréfi til mín með mælingaskýrslunni segir Flosi Björnsson á Kvískerjum: ,,Nú sem stend- ur mun jaðar Kvíárjökuls kyrrstæður, og norð- an mælingastaðarins virðist hann ekki hafa skriðið fram s.l. ár. Innarlega við Vatnafjöll virðist hann fremur hafa lækkað í sumar. En framarlega er jökullinn þó hærri og ójafnari að sjá en verið hefur allflest hin síðari ár.“ Breiðaonerkurjökull Um Breiðamerkurjökul segir Flosi Björnsson: „Nokkru meira mun bera á sprungum í jaðri Breiðamerkurjökuls frá Eyjafjallarönd nærri vestur að Mávabyggðarönd heldur en í fyrra haust, en nokkrar sprungur sáust þó þá, sem ekki voru neitt verulega áberandi fyrri hluta sumarsins. Ljóst er, að dálítil hreyfing er þarna í jöklinum, þó ekki sé beinlínis að sjá áberandi umrót.“ Varðandi austurhluta Breiðamerkurjökuls segir Þorsteinn Guðmundsson frá Reynivöllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.