Jökull


Jökull - 01.12.1972, Blaðsíða 95

Jökull - 01.12.1972, Blaðsíða 95
inn á jökulsporðinn. Sumir steinarnir eru allt að 2 X 2 metrar. Jökullinn er lítið sprunginn. Skaflar í námunda við jökulinn hafa rýrnað verulega, en þó er æði mikið eftir. Nýsnævi féll á jökulinn í septemberlok." Gljúfurárjökull Vignir Sveinsson frá Þverá segir í bréfi 12. sept. með mælingaskýrslunni: „ . .. svo virðist sem stór sprunga sé komin þvert yfir jökulinn ofanverðan, þó aðeins öðru megin við stóran klettahaus, Blekkil, sem rís upp úr miðjum jöklinum. Þessi sprunga hefur ekki sézt fyrr en í sumar, og þegar horft er á þetta héðan frá Þverá í Skíðadal, mætti álíta, að jökullinn hafi sprungið frá fjallinu og lækkað um nokkra metra, en jaðar jökulsins er óhreyfður. Engar sprungur eru í jöklinum neðan til, en ein- hvern tíma á miðju sumri hefur mikið vatn runnið ofan af jöklinum og grafið 1,5 metra djúpan farveg meðfram jökulröndinni. Enginn nýr snjór er á jöklinum, enda snjór til fjalla með minnsta móti.“ Hálsjökull í SvarfaÖardal Helgi Hallgrímsson, náttúrufræðingur, Akur- eyri, setti upp jöklamerki (nr. 188) við jökul- röndina 3. okt. 72. í bréfi til mín tekur Helgi fram m. a.: „... ef dæma skal eftir nýlegum mórenum, sem eru mjög greinilegar, virðist jökullinn hafa dregizt saman um 500—600 m frá síðustu aldamótum. Eldri mórenur, um 150 —200 m utar í dalnum, gætu verið frá því um 1800. Nú 3. okt. var snælínan í urn 900 m hæð á jöklinum." Langjökull Framhlaup Vestari-Hagafellsjökuls hófst síðla árs 1971, og því lauk um mánaðamótin maí— júní 1972. Áður en vor- og sumarleysing hófst náði jökullinn nokkrum metrum lengra fram en í ágústmánuði. Aksel Piihl tekur fram á mælingaskýrslunni, að jökuljaðar sé ósléttur og brattur, og alófær gangandi manni. Eystri-Hagafellsjökull er þunnur og sléttur. Hann virðist ekki hafa hreyfzt um árabil. Hofsjökull í mælingaskýrslunni tekur Halldór Ólafsson fram, að engar meiri háttar breytingar sjáist á Nauthagajökli. Hann er sléttur og brattur sem fyrr. Bunga, sem sást ofarlega upp úr jöklinum í fyrra haust (71), virðist lítið sem ekkert hafa breytzt. Litla lónið er óbreytt á sínum stað aust- an við mælilínuna uppi við jökuljaðar. Vesturjaðar Múlajökuls er úfinn og sprung- inn. Stál jökuljaðars er 10—12 m hátt. Á kafl- anum milli mælistaða Múlajökuls eru víða djúpar gjár, sem ná frá jaðri og langt inn í jökulinn. Virtist sem jökullinn hefði rifnað til botns út við jaðarinn og svo langt inn sem kom- izt varð með góðu móti eftir þessum gjám. Skýrsla Halldórs Ólafssonar haustið 1971 sýndi ótvírætt, að framhlaup var þá að hefjast í Múlajökli. Á milli mælinga 1971 og 1972 hef- ur sunnanverður Múlajökull lilaupið fram um 363 metra. Gangur var i Múlajökli fram á vor 1972, en í september, þegar Halldór mældi, virtist honum jökullinn kominn í kyrrstöðu. Halldór lýsir honum svo: „Jökullinn er ferlega sprunginn, og sundurrifinn langt upp eftir. Við jökulröndina er 10 m hátt stál. Jökullinn hefur gengið yfir lónið, sem komið var í fyrra (71) við jökuljaðar. Nú er ekkert lón í mælilínunni.“ Sólheimajökull Valur Jóhannesson tekur fram í mælinga- skýrslunni, að aurborni jökulbunkinn, sem hann hefur getið um áður, skagi nú 25 metra fram úr Vesturtungunni. Áin kemur undan jökli fast uppi við hlíðina að vestan. Jökullinn er þykkari en í fyrra haust. Þótt jökullinn hafi hopað við Jöliulhaus um 1 m, lieldur hann samt áfram að hækka. Sprungur hafa aukizt við Jökulhaus. Þrátt fyrir 9 m hop á árinu hefur Austurtungan hækkað verulega. Valur tekur ár- lega myndir af jökuljaðrinum, þær eru varð- veittar með mælingaskýrslunni. Oldufellsjökull 1 bréfi til mín með mælingaskýrslunni segir Kjartan Jóhannesson m. a.: „Öldufellsjökull hefur stytzt um 219 m, síðan ég setti þar niður merki 30. ágúst 1966. Samtímis hefur jökullinn orðið brattari frá ári til árs, a. m. k. neðan til. Hann hefur þvi varla minnkað jafnmikið og styttingin gefur til kynna." Enn heldur Kjart- an áfram að rekja þróunarsögu Öldufellsjökuls hinna síðari ára, og kemst að þeirri niðurstöðu, að hann muni hafa hlaupið fram 1964. „Það ár mynduðust sprungur norðan í Norður-Hnjúk upp af Öldufellsjökli og voru þær sprungur JÖKULL 22. ÁR 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.