Jökull


Jökull - 01.12.1972, Blaðsíða 16

Jökull - 01.12.1972, Blaðsíða 16
.... Miðvikudaginn þann 2. þ. m. lagði mökkinn hér fram yfir með svo miklum reyk og bláma, að varla sást bæja á milli, og brenni- steins saft svo, að alt það fínasta í túnum og útvallendi alhvítnaði upp og alt gras visnaði liérumbil til þriðjúngs, að undan tekinni elt- ing, sem ekkert sér á. Sagt er, að ljár muni ekki verða borinn að túnum á út-Síðunni og öll jörð er þar yfir að líta hvít, þegar á hana blasir héðan. Allr fénaðr fyllir sig hér á mýrunum, samt hefir málnytupeníngr mist nyt hérumbil til þriðjúngs og smjör svo þurt sem á vetrardag. Það er ímyndun okkar, að eldrinn sé í rénun.“ Því er bætt við í Þjóðólfi, að yngri fregnir staðfesti aðalatriðin í bréfi þessu, en þann 24. liafi jörð „verið farin að lifna við aptr, að minstakosti yfirlits, og málnyta búin að ná sér aptr að mestu, enda hafi og verið kuldakast þá dagana er öskufallið kom“. í íslendingi segir svo 18. júlí 1862, bls. 56: „Eldur uppi í óbyggðum. Skaptfellingar og Rangæingar hafa flutt þá fregn suður hingað, að síðan mánudag, 30. f. m., hafi reykjarmökk- ur geysi mikill sjest norður f Skaptárjökli, inn í óbyggðum. Þeir fullyrða, að ekki sje hann í Skaptárjökli sjálfum, heldur lengra norður, t. a. m. í Odáðahrauni eða Trölladyngju eða einhversstaðar þar um svæði. Vjer vitum ekki meir um það. En víst er loptið undarlegt þessa daga og veðurlagið fremur undarlegt og eldgos- legt. Það er einhver dumbungur, einhver molla yfir öllu. Það er eins og byggðirnar leggi við eyrun og sje að hlusta á hvað gerist þar inn frá, en engum hugsast að forvitnast um hvar eldurinn er, eða livernig hann hagar sér. Það er enda líklegt, að gos þetta, hvort það er mikið eða lítið, verði í haust kunnugra í Edínborg og London, en í Reykjavík eða á Akureyri." Síðar er þess getið (31. júlí, bls. 57), að vart hafi „orðið við öskuryk, einkurn í Skaptafells- og Rangárvallasýslu og úti í Vestmannaeyjum. Ein fregn sagði, að eldur væri uppi á tveim stöðum, og mundi annar vera í Dyngjuf jöllum hinum syðri, en annar í Trölladyngju". í Norðanfara Nr. 13—14, júlí 1862, bls. 54 er skrifað um gosið: .... „Nokkrir lialda að það hafi upptök sín í Skaptár- eða Síðujökli eða fyrir ofan svo nefnd Skaptárgljúfur. Aðrir halda það hafi upptök sín norðan Vatnajökuls í Trölla- 1 4 JÖKULL 22. ÁR dyngjum eða þar í öræfum. Svo er sandfallið sagt mikið á Síðunni, að hætt væri að verja tún, og málnyta svo rír, að úr 70 ásauðum fengust aðeins 6 merkur mjólkur í mál. Einnig hefir svo verið skýrt frá af mönnum úr Skaga- firði, er fóru til fiskkaupa á Suðurland, að svo hafi móðan og mistrið verið þar mikið um há dag og í heiðskíru veðri, að ekkert sást til bæja fjórðung mílu í burtu. Vegna norðanátt- arinnar hefir lítið borið á því hjer, nerna það viljað til dag og dag.“ Síðar er sagt í sama blaði (bls. 63), að þess sé helzt getið til, að gosið muni vera „einhversstaðar sunnanvert 1 Vatnajökli“. Vitað er (sjá bls. 16), að enn var eldur uppi í eldstöðvunum framan af ágústmánuði 1862, en engar fregnir eru af gosinu síðar á árinu. Eldar virðast þó liafa vakað þarna fram á næsta ár og jafnvel fram á árið 1864. í bréfi til Þjóð- ólfs austan úr Meðallandi, dags. 18. maí 1863, birt 10. júní, bls. 131, segir: „Hér er sumstaðar ótukt í gemsum; þeir fá hnúta um hnjáliði og skjökta í hnjánum; þó kveðr meira að því á úng-nautkindum, vetr- úngum helzt og kálfum; líka fær margr (maðr?)1) fætlu og hnúta um liðamót, svo það keyrir venju fremur úr hófi. Mun víst mega fullyrða, að það sé eptirstöðvar af eldi þeim í fyrra. Það hafa hér sumir fyrir satt, að lifa muni enn þá eldr þar sem hann var í fyrra, því menn þykjast hafa séð það víst um nætr. Ekki hefi ég séð það fyrir víst, en óvenjulega skýbólstra hefi ég séð í sania stað.“ 29. júlí s. á. segir í Þjóðólfi, bls. 157: „Þess var getið í Þjóðólfi í vor, að í næstu sveitunum fyrir austan Mýrdalssand hefði sézt reykjar- mökkr í óbygðum, um sömu stöðvar, eins og í fyrra, þ. e. borið í fjallið Kaklbak, sunnan úr Meðallandi. Allan f. m. mun samt lítið eða alls ekki hafa borið á þessu; en þegar rignínga- tíðinni linti, sem gekk allan fyrri hluta þ. m. fram til kvölds 13. þ. m., þá var það þegar hinn næsta morgun, að um upp komu sólar var hún rauð sem blóð, og eins að sólarlagi um kvöldið. Bæði þann dag og alla dagana fram 1) Orðið innan sviga og með spurningar- rnerki hefur annaðhvort staðið óskýrt í bréfinu eða þá að ritstjórinn liefur gizkað á, að þarna sé átt við menn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.