Jökull - 01.12.1972, Blaðsíða 63
henni fylgja hlýindi og heiðríkjur, en hún eyk-
ur einkum varmastreymi frá lofti til jökuls.
Vatnafrœði
Með hjálp mælinga á orkustreymi frá lofti til
jökla má reikna magn bræðsluvatns, sem hrip-
ar niður í jökulinn. A Mynd 8 sést rennsli Bæg-
isár, mæld úrkoma og reiknað leysingarvatn.
Greinilegt er, að rennslið er mun meira en
summan af úrkomu og leysingu. Rýrnun jökuls-
ins væri því ofmetin, ef hún hefði verið reikn-
uð út frá mælingum á rennsli og úrkomu.
Þetta ósamræmi stafar að nokkru leyti af því,
að úrkoman var vanmetin. Auk þess eru leidd-
ar líkur að jrví, að hluti rennslisins sé leysing
frá því fyrr um sumarið. Slíkt grunnvatns-
rennsli í jiiklum er enn lítt kannað. Annað,
sem vekur athygli, er, að eftir 15. júlí er mun
betri fylgni rennslis við leysingu og regn en
frant að því. A fyrra tímabilinu drekkur jökull-
inn í sig leysingu og regn líkt og þurr svamp-
ur. A hinu síðara er hann orðinn mettaður
vatni, og þá fyrst má vænta þess að reikna megi
rennsli jökla með mælingum á orkuþáttum eða
veðurathugunum eingöngu. Shkir útreikningar
verða þó ekki einhlítir, fyrr en aukin vitneskja
fæst um grunnvatnsrennsli í jöklum, t. d. með
borunum.
Jónas Magnússon
IN MEMORIAM
Þ. 12. nóv. 1972 andaðist að Hrafnistu Jónas
Magnússon, rafvirkjameistari, 77 ára að aldri.
Jónas, sem var fæddur og uppalinn á Aust-
fjörðum, nam rafvirkjun í höfuðstaðnum undir
lok fyrstu heimsstyrjaldarinnar og stundaði þá
iðn til æviloka. Hann vann að rafvæðingu
víða um land, svo sem á Akranesi, Eyrarbakka,
Siglufirði, Akureyri og á Austfjörðum, en bjó
í Reykjavík frá 1937 og stofnsetti og rak raf-
tækjaverzlunina Ljós Sc Hiti.
Jónas var mikill náttúruunnandi og áhuga-
samur ferðamaður, og einkum voru ferðir unt
fjöll og firnindi honum að skapi. Vatnajökli
kynntist hann fyrst fyrir alvöru, er hann komst
í Vatnajökulsferð vorið 1959. Þótti honum það
eitt hið mesta ævintýri lífs síns að skoða Gríms-
vötn og komast á Hvannadalshnjúk í dásam-
legu veðri. Hann tók mikilli tryggð við Jökla-
rannsóknafélagið og sýndi það í mörgu, og þó
rausnarlegast er hann gaf Iclaginu 20 þúsund
krónur fyrir nokkrum árum. Þeir félagsmenn,
er kynntust Jónasi Magnússyni, varðveita minn-
inguna um svipmikinn dánu- og drengskapar-
mann.
Sigurður Þórarinsson.
JÖKULL 22. ÁR 61