Jökull


Jökull - 01.12.1972, Síða 81

Jökull - 01.12.1972, Síða 81
Hlaupið í Teigadalsjökli í Svarfaðardal 1971 HELGI H ALLGRÍ MSSON , NÁTTURUGRIPASAFNIÐ Á AKUREYRI ABSTRACT Late May 1971 a small valley glacier, Teiga- dalsjökull, in Svarfadardalm, Northern-Iceland bursted and rushed 100 to 150 m forward. The glacier is 1 km long, 500 m wide and extends from the bottom of Teigadalur at 900 m alti- tude doiun to 740 m a. s. I. The article de- scribes the glacier two months after the burst, which seems to have taken place very suddenly, possibly lasting only several minutcs. Svo má segja, að jöklar í fjallgarðinum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar séu óteljandi, þótt flestir séu þeir smávaxnir miðað við hina stóru bræður í suðri. Á utanverðum Tröllaskaga má finna smájökla í flestum dalbotnum og skál- um, ef botn þeirra liggur um eða yfir 800 m hæð. Sumir þessara jökla eru þaktir grjóturð og mjög grjótblandaðir og eru því sannkallaðir grjótjöklar (rock glaciers). Eru þeir að sjálf- sögðu lítt áberandi í landslaginu, og oft erfitt að greina þá frá gömlum jökullegum, enda eru þeir yfirleitt ekki merktir á kortum. í öllum dalskorunum, sem ganga suður úr Svarfaðardal innanverðum, má finna dálitla jökla innst í dalbotnunum. Þessi jökulkríli láta að öllum jafnaði lítið yfir sér og eru naumast þekkjanleg frá fönnunum umhverfis, enda hef- ur hinum dönsku herforingjum ekki dottið í hug að setja þá á kort. Það vakti því töluverða athygli, þegar það fréttist snemma á síðastliðnu sumri, að einn þessara smájökla, jökullinn í Teigadal, hefði hlaupið, enda fylgdi það sög- unni, að jökulstykkin væru fyllilega á borð við það, sem gerist í meðalstóru Skeiðarárhlaupi. Rétt fyrir hvítasunnuna, þann 28. (eða 29.) maímánaðar 1971, tók fólkið á bæjunum Mel- um og Urðum eftir óvenjulegum lit á vatninu í Teigaránni, en vatni er veitt úr á þessari í heimarafstöð á Melum, og fellur það í stokkum í gegnum túnið rétt við bæinn. Vatnið í Teig- aránni var allt í einu orðið rauðgult á litinn og ákaflega leirblandið, en vöxtur var þó ekki mikill í ánni fram yfir það, sem venjulegt er í vorhlákum. Undanfarna daga hafði verið fremur svalt í veðri, þótt maímánuður væri annars hlýr. Dag- ana 25.-26. var slydduhríð og töluverð úrkoma. Þann 28. snérist til sunnanáttar og hlýnaði og Myncl 1. Þverskurðarmynd af Teigadalsjökli. Hugsanleg lögun jökulsins fyrir hlaup- ið er sýnd með brotinni línu. Jökullinn er um 1 km á lengd og um 500 m á breidd. Fig. 1. A schematic tran- section of Teigadalsjökull. The probable position of the glacier before the surge is indicated by a broken line. The glacier is about 1 km long and about 500 m wide. JÖKULL 22. ÁR 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.