Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1972, Qupperneq 15

Jökull - 01.12.1972, Qupperneq 15
og lýsingu mína á hrauninu, að verulegu leyti á amerísku flugmyndunum af þessu hrauni. En erfitt getur verið að ákvarða jaðra einstakra hrauna á slíkum myndum, einkum er hraunin hafa runnið með hvíldum. Mun ónákvæmni á korti mínu helzt vera að finna um miðbik Tröllagígaraðarinnar og í norðausturhluta Tröllahrauns. SAMTÍMA FRÁSAGNIR AF GOSINU Mánudaginn 30. júní 1862 hófst eldgos, sem talið var í austurjöklum eða norðan þeirra. I Þjóðólfi (30. júlí 1862, bls. 127-129) segir hér um m. a.: „Mánudaginn 30. f. m. og þriðjudaginn 1. þ. mán. sást úr bygð í sveitunum milli Kúðafljóts og Brunasands, að mikinn reykjarmökk lagði hátt á lopt1) upp norðr af bygðinni, var hann að sjd nálœgt í hánorðr af Síðunni og úr Meðal- landinu rétt vestanvert við fjallið Karlbak,2) sem er hæsta fjallið framarlega (sunnarlega) og austantil á Síðumannaafrétti, en einmitt í þessa stefnu, þar úr bygðinni, eru eldsupptökin 1783. .......En úr Skaptártúngu að sjá, bar mökk- inn í landnorðr ......... þessvegna sannfærð- ust menn brátt um það, að eldsupptök þessi, er mökkinn lagði upp af, væri ekki nálægt þeim stöðvum, þar sem hinn mikli jarðeldr 1783 kom upp, heldur hlyti þau að vera að norðanverðu við jökulinn eðr að minsta kosti fyrir norðan fjallgarð þann, er liggr fast frá út- suðrhorni jökulsins vestr með Skaptá fyrst og vestr til Uxatinda og þaðan vestrí Torfajökul. Þetta hefr nú ítarlegar staðfeszt, er nokkrir Síðumenn undir forstöðu Bjarna hreppstjóra Bjarnasonar á Keldunúpi fóru undir miðbik þ. m. þar norðr undir jökulinn og gengu þeir úr skugga um, að eldsupptökin væri ekki þeim megin jökulsins"...... í sama blaði segir, að hvergi hafi orðið vart við eldgosið í Múlasýslum, Þingeyjar- og Eyja- fjarðarsýslu, hvorki við mökk né öskufall, en þess beri að gæta, að þar gekk „stöðug norðan- og landnorðanátt gjörvallan þenna mánuð“. Síðan segir: „Vér gátum þess frá upphafi, hve- nær eldmökkrinn sást fyrst 1 Skaptafellssýslu, 1) í samtíma lýsingum er stafsetningu dag- blaðanna fylgt. 2) Skáletranir hér og síðar eru mínar. og var það um sama leyti og einkum miðviku- daginn 2. og fimtud. 3. þ. mán. að mökkrinn sást glöggt úr Rangárvalla- og Arnessýslu, eink- um af Eyrarbakka; hér sunnanfjalls sást aldrei mökkrinn sjálfr, en allt austrlandnorðrloptið var um þá daga þakið eldmistri héðan að sjá, og það optast daglega fram til 16. þ. mán., helzt á morgnana og framan af degi, en veðr- staðan hefir og verið hér heldr á utan eðr út- nyrt. Dagana 2.-5 þ. mán. og jafnvel optar sást eldlitr á sól um sólsetr. Oðruhverju hafa heyrzt dunur og dynkir í Skaptafellssýslu fyrir austan Mýrdalssand, var það mest miðvikudaginn 2. þ. m„ og svo öðru hverju fram til 15. eðr 16. þ. mán., þá heyrðust enn 2 eða 3 dunur í norðri, austr á Síðu. Mökkr sást þar síðast 17. þ. mán.| og ætlum vér, að það væri þann sama dag eðr daginn fyrir að hér sæist síðast mistr á austr- lopti. Það er sagt eptir þeim Bjarna á Keldunúpi, er gengu norðr á Síðumannaafrétt, að þeir hafi glögglega séð 3 mekkina og bil á milli þeirra að neðan. Eigi þykir nein vissa fyrir því að öskufall hafi komið neinsstaðar íiema þann eina dag 2. þ. m., er mökkrinn stóð mestr og svartastr af norðri landnorðri fram af Síðu- heiðunum; veðr var þá heiðskírt að öðru, en varð svo myrkt af mekkinum og öskufallinu, að eigi sást til Holtsborgar sunnan úr Landbroti ofanverðu. Öskufall þetta gekk yfir allar utan- verðar Síðuheiðarnar og bygðina, sem þar er fyrir vestan Kirkjubæjarkl., ytri liluta Land- brots og yfir Meðallandið að utanverðu. Það er merkilegt við öskufall þetta, að þess sá eng- in merki norðantil á Síðumannaafrétti, eptir því sem haft er eptir þeim Bjarna, en aðeins um fremri hlutann og lieiðarnar (búfjárhaganaj þar suðraf; mætti af því ætla í fljótu máli, að eldsupptökin væri þar á afréttinni og eigi allnorðarlega, en það er ekki; önnur vindstaða hefir sjálfsagt klofið mökkinn þar norðrfrá, og staðið af Torfajökli austr með Uxatindum." í sama blaði er birtur kafli úr bréfi frá Magnúsi hreppstjóra Magnússyni í Sandaseli í Meðallandi til Magnúsar justizráðs Stephensens í Vatnsdal, dags. 9. júlí 1862. Þar segir: „Ekkert get ég greinilega skrifað yðr hér um eldinn, en hreint er mér óskiljanlegt, eptir kortinu, að hann geti í Kröblu verið, þar mökk- inn leggr í hreinni norðanátt þvert fram yfir Karlbak...... JÖKULL 22. ÁR 1 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.