Jökull - 01.12.1972, Blaðsíða 24
6. mynd. Nærmynd af einni
af „blöðrunum".
Fig. 6. A close up view of
one of the Blödrur craters.
Photo: fnga Kaldal.
ungleg, að hún er nær örugglega mynduð eftir
að land byggðist.
TRÖLLAHRAUN
Flatarmál Tröllahrauns í heild er 28 km2. Er
það þriðja mesta hraun að flatarmáli, sem
myndazt hefur hérlendis eftir Skaftárelda.
Hekluhraunin frá 1845 og 1947 eru bæði stærri.
Rúmmál Tröllahrauns er erfitt að áætla, þar
eð engar mælingar hafa verið gerðar á þykkt
þess. Þetta hefur verið þunnfljótandi hraun,
enda basískt, eins og efnagreining þess sýnir.
Jaðrar þess eru sums staðar mjög þunnir (8.
mynd). En á köflum er þykkt þess allmikil,
svo sem í Heljargjá, og á þeim svæðum norð-
austantil, þar sem hver hraunbreiðan hefur
lagzt ofan á aðra, svo sem verða vill í löngum
gosum með hléum. Ætla ég, að meðalþykktin
sé einhvers staðar milli 10 og 12 metra, líklega
nær hærri tölunni, og því ekki fjarri réttu, að
heildarrúmmál þess sé nálægt 300 milljónum
m3 (0.3 km3). Það mun því að rúmmáli fjórða
mesta hraunið hér á landi eftir að Skaftárelda-
hraun brann.
Tröllahrauni hefur hingað til verið lýst sem
hreinu apalhrauni. Það er þó í eðli sínu nær
helluhrauni og í því eru helluhraunaflákar hér
7. mynd. Suðvestasti gígur-
inn í gígaröð I og hraun-
tröðin norðvestur úr honum.
I bakgrunni þeir gígar, sem
nefndir hafa verið Askar.
Fig. 7. The southwestern-
most crater in craíer roiv I
and the lava channel runn-
ing from it towards NW. In
the background the craters
named Askar.
Photo: Inga Kaldal.
22 JÖKULL 22. ÁR