Jökull


Jökull - 01.12.1972, Side 23

Jökull - 01.12.1972, Side 23
5. mynd. Örlítil gígaröð (H), nefnd Blöðrur, á Tröllagígaröðinni. Til vinstri við gígana ein af hinum mörgu misgengjum á þessurn slóðum. Fig. 5. A tiny crater row (H), named Blödrur, in the Tröllagígar series of crater rows. To the left of it is one of the many fault scarps in this area. Photo: Inga Kaldal. eru tveir gígar og sá suðvestari stærri miklu, opinn til austurs, og myndarleg hrauntröð út frá honum. Freistandi væri að álykta, að þessir gígar hefðu myndazt í öðru gosi en gígaröðin A—J, en þótt ég sæi þessa gíga aðeins tilsýndar, var sú athugun og athugun á flugmyndum næg til að sannfæra mig um, að þeir eru myndaðir í sama gosi. Hraunið úr þeim, sem er um 1.3 km2 að flatarmáli, virðist liggja ofan á hraun- unt úr gígaröðinni I, og má því telja líklegt, að sprungan, sem þessir tveir gígar eru á, hafi opnazt annaðhvort 1863 eða 1864. Eins og sjá má á kortinu, eru margir aðrir gígar á þessum slóðum. Haraldur Mattliíasson, menntaskólakennari, hefur kannað Bárðargötu hina fornu af miklum dugnaði, ásamt konu sinni (Matthiasson 1963). Hann hefur gefið ýmsum eldvörpum á þeirri leið nöfn og fengið þau viðurkennd af Örnefnanefnd. Einnig lief- ur hann fengið ýmis önnur örnefni viður- kennd og er árnafnið Sylgja meðal þeirra, en af árnafninu hefur Sylgjujökull sitt nafn. Vel líka mér mörg nöfn Haraldar Matthíasson- ar, en ég tel það rangt frá örnefnafræðilegu sjónarmiði, að flytja svæðisbundin örnefni út fyrir það svæði, sem þau hafa verið bundin við, svo sem hann hefur gert með því að nefna gíga í Vonarskarði Kúlur. Óráð væri t. d. að skíra móbergshryggi norður í Ódáðahrauni Bjalla. En þetta var útúrdúr. Gígana á slétt- lendinu norður af Sylgju nefnir Haraldur Aska og segir bæði þá og Bryðju vera meðal upptakagíga Tröllahrauns, en svo er ekki, og hraun það við norðurjaðar Sylgjujökuls, sem sést á 31. mynd í Árbók F.I. 1963 og þar er nefnt Tröllahraun, er eldra, enda allsandborið. Askar eru myndarlegir gígar og sumir þeirra fagurskapaðir og syðsta röð þeirra a. m. k. svo JÖKULL 22. ÁR 21

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.