Jökull - 01.12.1972, Blaðsíða 62
Tvennt hlífir jöklinum frá allri þessari geisl-
un. I fyrsta lagi hallar Bægisárjökull mót norðri
(sjá Mynd 4), og um mitt sumar fær hann að-
eins 84% af þeirri sólargeislun, sem fellur á
láréttan flöt. I öðru lagi endurkastast mikill
hluti sólargeislunar frá yfirborði jökulsins. Að-
eins 30—45% af geislun á láréttan flöt nær
niður í jökulinn. Langbylgjugeislun út frá
bráðnandi jökli er fasti, og geislun, sem jökull
fær frá skýjum, var fundin með hjálp reynslu-
bundins samhengis við skvjamagn (3. líkingu
að framan).
Varmastreymi i lofti
Lofthiti yfir bráðnandi jökli er meiri en fast
við jökulyfirborð og varmaorka berst niður að
jökli, en hraði þessa orkustreymis er háður hita-
stigli og vindhraða. An vinds, sem þyrlar lofti
eftir yfirborði jökuls, verður engin bráðnun,
eins og ekkert rof er í lygnu vatni. A sama hátt
er þrýstingur vatnseims í lofti yfir jökli oftast
meiri en við jökulyfirborð, vatnseimur berst
niður að jökli, þéttist, þéttivarminn leysist úr
læðingi og bræðir jökulísinn. Uppgufun er
sjaldgæf frá bráðnandi jökli, því að loft er
sjaldan svo þurrt, að eimþrýstingur minnki upp
frá jökulísnum. Til þess að geta reiknað þessa
orkuþætti þarf að mæla lofthita, loftraka og
vindhraða í nokkrum hæðum yfir jökli. Siðan
má finna heildarleysinguna, sem orkuþættirnir
valda, og bera niðurstöður saman við mælda
leysingu á jöklinum. Ekki er unnt að mæla
leysingu nákvæmlega yfir skamman tíma og því
verður að gera slíkan samanburð yfir nokkra
daga.
Hinn fræðilegi hluti greinarinnar að framan
skýrir frá kenningum um fyrrgreinda orkuþætti
og ræðir, hvernig beri að haga mælingum,
svo að fræðilíkön komi að notum við útreikn-
inga á orkustraumunum. Hér er notað líkan
Monins og Obukhovs (1954), sem liefur ekki
verið almennt notað við orkustraumsmælingar
á jöklum. Líkanið liefur þann kost að taka
tillit til þess, hvernig eðli vindróts breytist með
stöðugleika lofts og áhrif þess á varmastreymi.
Á miklum ísbreiðum má finna aðstæður,
sem fullnægja kröfum, sem slík líkön eru reist
á, en aðstæður eru ekki svo einfaldar á Bægis-
árjökli. Þrátt fyrir þessa annmarka má draga
þá ályktun, að niðurstöður af líkani Monins og
60 JÖKULL 22. ÁR
Obukhovs hafi verið nær réttu lagi en fengj-
ust frá öðrum einfaldari líkönum.
Niðurstöður
Meginniðurstöður eru birtar í Mynd 5, 6, 7
og Töflu 1. Ekki er unnt að leggja strangt mat
á niðurstöður einstakra daga, heldur ber að líta
á hina stóru drætti. Á Mynd 5 og 6 sést, að
dregur úr sólargeislun, þegar líður á sumar, en
á móti því vegur, að endurkast minnkar. Auk
þess vex skýjamagn fram eftir sumri og afkoma
langbylgjugeislunar batnar. Heildarafkoma geisl-
unar er því nokkuð jöfn allt sumarið. Sveiflur
í sumarleysingu frá degi til dags stafa því að
mestu leyti af sveiflum í varmastreymi frá lofti.
Varmastreymið vex, er líður á sumarið, sam-
tímis því að vindhraði, liitastig og loftraki vaxa;
einkum er greinileg fylgnin við vindhraða. Á
Mynd 7 og Töflu 1 má sjá, að hlutur varma-
streymis í leysingu vex, er líður á sumar, og í
lok athugunartíma sést, að reiknuð leysing
breytist næstum í öfugu hlutfalli við afkomu
geislunar. Sérstök athygli skal vakin á því, að
dagana 2.-5. júlí 1968 var hæð yfir íslandi og
sólgeislun mikil, en hlutur varmastreymis
óvenju hár eftir árstíma. Átt var suðvestlæg og
hlý.
Sumarið 1968 var afkoma geislunar nokkuð
betri en árið áður (Mynd 5), vegna þess að
meðalendurkast jökuls var minna (0.54) en
sumarið 1967 (0.63). Orsakir þess má rekja til
ólíkrar lofthringrásar þessi tvö sumur. Fyrra
sumarið var norðanátt algeng og fylgdi henni
oft snjókoma, sem jók endurkast jökulsins. Hins
vegar dró norðanáttin einnig úr varmastreymi,
svo að allt sumarið olli geislun mestri leysingu
Jjrátt fyrir verri afkomu geislunar en sumarið
1968. 1 sunnanátt vex hlutur varmastreymis og
nær yfirhönd yfir geislun, er líður á sumar.
Almennt má segja, að geislun er mikilvægari
þáttur í sumarleysingu norðan lands en sunn-
an. Stefna jöklanna og allar breytingar á endur-
kasti vegna sumarsnjókomu eða sandfoks eru
því mikilvægari Jiar en sunnan lands. Jöklar
nyrðra hafa hreiðrað um sig í dalbotnum, vita
flestir norður og skýla sér fyrir sól. Norðanátt
ber þeim ákomu að vetri, snjó sem eykur end-
urkast að sumri og hafáttin dregur tir varma-
streymi frá lofti. Sandfok og öskufall gætu orð-
ið norðurlandsjöklum skeinuhættari en suður-
jöklum. Sunnanátt ber töluverða ákomu, en