Jökull - 01.12.1972, Blaðsíða 90
Mynd 8. Sunnan við Syðri-Hágöngu. Horft til
austurs. Kaldakvísl og grjótstíflan.
Fig. 8. South of Southern Háganga. Vieic to-
tuards east on the Kaldakvisl-river and the na-
tural rock dam.
Photo S. Freysteinsson, Aug. 14, 1970.
Ekki verður séð, hvort stíflan fyllir upp í djúpt
gil, en klöppin er allavega ekki hátt yfir venju-
legu vatnsborði. Þarna munar litlu, að Kalda-
kvísl falli til Þjórsár, enda hefur hún vafalaust
gert það, eftir að hraunið brann (og áður?),
en síðar skorið sig gegnum áðurnefndan hraun-
kamb. Vera má, að þetta hafi gerzt í einu stór-
flóði. A. m. k. verður stíflan varla skýrð öðru
vísi. Grjótdreif á hrauninu neðan við hraun-
kambinn austan Köldukvíslar og á stallinum
meðfram Hágöngunni bendir einnig til þessa.
Þar sem áin hefur skorið sig gegnum hraun-
kambinn, er farvegurinn aðeins urn 30 m breið-
ur. Mikið fali er þar fyrir neðan, en samt sem
áður getur verið, að hún flæði yfir stífluna í
flóðum.
VIÐAUKI
Síðastliðið sumar, nánar tiltekið 1. til 3. ágúst
1972, varð jökulhlaup í Köldukvísl. Þetta hlaup
var miklu meira en þau, sem sýnd eru á
mynd 5, rúmtak hlaupvatnsins er talið hafa
verið rúmlega 20 Gl. Könnun úr lofti sýndi, að
hlaupið kom úr Hamarslóni. Ummerki um
hreyfingu á jöklinum voru ekki sýnileg og hef-
ur útrennsli lónsins væntanlega verið stíflað af
snjó. Vatnsmagn í hlaupinu var það mikið, að
álitamál var, að það hefði getað rúmast í Ham-
arslóni, jafnvel þó að lónið sé sífellt að stækka
til suðurs inn í Tungnárjökul. Getgátur um að
hlaup þetta kæmi frá eldstöðvum eða jarðhita
lengra inni í jökli eru þó taldar afsannaðar,
því að samkvæmt rannsóknum Orkustofnunar
(Haukur Tórnasson, munnlegar upplýsingar)
var engin aukning á uppleystum efnum í flóð-
vatninu, enda þótt aurburður væri mjög mikill.
Flóðtoppurinn mældist urn 270 m3/s við Brúar-
foss (skv. Vatnamælingum Orkustofnunar, vatns-
hæðarmæli 125 skammt ofan Köldukvíslarbrúar).
Vegna stíflugerðar Landsvirkjunar í Köldukvísl
var henni veitt um hjáskurð utan farvegar síns
við Sauðafell s.l. sumar. Ofan skurðarins varð
allmikil uppistaða og mun flóðtoppur þar ofar
hafa verið liærri. Vatnsrit hlaupsins frá vhm
125 var lieldur ekki dæmigert um jökulhlaup,
sennilega vegna áhrifa uppistöðunnar. Við áður-
nefnda flugkönnun sást, að þetta hlaup náði
ekki að flæða yfir stífluna við Syðri-Hágöngu
og vestur í Þjórsá, en verulegur leki gegnum
stífluna var augljós.
HEIMILDIR
Freysteinsson, Sigmundur. 1968: Tungnárjökull.
Jökull 18, 371-388.
Hannesson, Pálmi. 1958: Frá óbyggðum, Menn-
ingarsjóður, Reykjavík, 260.
Landmælingar Islands: Loftmyndir af Hamars-
krika teknar 1945 oð 1960 af U.S. AMS. —
Uppdráttur íslands, 1:100.000, Blað 76, gef-
ið út 1966.
Matthiasson, Haraldur. 1963: Bárðargata, Ferða-
félag íslands, Árbók MCMLXIII, Reykja-
vík.
Orkustofnun, Vatnamælingar: Vatnshæðarrit úr
vhm 095 og 125. Lyklar fyrir sömu mæla.
Thorarinsson, Sigurdur. 1964: Sudden advance
of Vatnajökull outlet glaciers 1930—1964.
Jökull 14, 76-89.
Thorarinsson, S. and G. E. Sigvaldason. 1972:
Tröllagígar og Tröllahraun. Jökull, this
issue p. 12—26.
U.S. Army Map Service, 1949: Iceland, 1:50000.
Sheets 5820 I; 5920 III; 5920 IV.
88 JÖKULL 22. ÁR