Jökull


Jökull - 01.12.1972, Page 81

Jökull - 01.12.1972, Page 81
Hlaupið í Teigadalsjökli í Svarfaðardal 1971 HELGI H ALLGRÍ MSSON , NÁTTURUGRIPASAFNIÐ Á AKUREYRI ABSTRACT Late May 1971 a small valley glacier, Teiga- dalsjökull, in Svarfadardalm, Northern-Iceland bursted and rushed 100 to 150 m forward. The glacier is 1 km long, 500 m wide and extends from the bottom of Teigadalur at 900 m alti- tude doiun to 740 m a. s. I. The article de- scribes the glacier two months after the burst, which seems to have taken place very suddenly, possibly lasting only several minutcs. Svo má segja, að jöklar í fjallgarðinum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar séu óteljandi, þótt flestir séu þeir smávaxnir miðað við hina stóru bræður í suðri. Á utanverðum Tröllaskaga má finna smájökla í flestum dalbotnum og skál- um, ef botn þeirra liggur um eða yfir 800 m hæð. Sumir þessara jökla eru þaktir grjóturð og mjög grjótblandaðir og eru því sannkallaðir grjótjöklar (rock glaciers). Eru þeir að sjálf- sögðu lítt áberandi í landslaginu, og oft erfitt að greina þá frá gömlum jökullegum, enda eru þeir yfirleitt ekki merktir á kortum. í öllum dalskorunum, sem ganga suður úr Svarfaðardal innanverðum, má finna dálitla jökla innst í dalbotnunum. Þessi jökulkríli láta að öllum jafnaði lítið yfir sér og eru naumast þekkjanleg frá fönnunum umhverfis, enda hef- ur hinum dönsku herforingjum ekki dottið í hug að setja þá á kort. Það vakti því töluverða athygli, þegar það fréttist snemma á síðastliðnu sumri, að einn þessara smájökla, jökullinn í Teigadal, hefði hlaupið, enda fylgdi það sög- unni, að jökulstykkin væru fyllilega á borð við það, sem gerist í meðalstóru Skeiðarárhlaupi. Rétt fyrir hvítasunnuna, þann 28. (eða 29.) maímánaðar 1971, tók fólkið á bæjunum Mel- um og Urðum eftir óvenjulegum lit á vatninu í Teigaránni, en vatni er veitt úr á þessari í heimarafstöð á Melum, og fellur það í stokkum í gegnum túnið rétt við bæinn. Vatnið í Teig- aránni var allt í einu orðið rauðgult á litinn og ákaflega leirblandið, en vöxtur var þó ekki mikill í ánni fram yfir það, sem venjulegt er í vorhlákum. Undanfarna daga hafði verið fremur svalt í veðri, þótt maímánuður væri annars hlýr. Dag- ana 25.-26. var slydduhríð og töluverð úrkoma. Þann 28. snérist til sunnanáttar og hlýnaði og Myncl 1. Þverskurðarmynd af Teigadalsjökli. Hugsanleg lögun jökulsins fyrir hlaup- ið er sýnd með brotinni línu. Jökullinn er um 1 km á lengd og um 500 m á breidd. Fig. 1. A schematic tran- section of Teigadalsjökull. The probable position of the glacier before the surge is indicated by a broken line. The glacier is about 1 km long and about 500 m wide. JÖKULL 22. ÁR 79

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.