Jökull - 01.12.1993, Qupperneq 51
Mynd 4. Mælingar á segul-
misvísun 1750-1810. Töl-
um í Reykjavík er sleppt. í
horni kortsins er mynd af R
Löwenörn úr bókinni "Den
danske Spetat", 2. bindi
1935. — Magnetic decl-
ination measurements 1750-
1810. Inset: P. Löwenörn
Íega að miða við stefnu til sólarinnar á því augnabliki
þegar hún komi upp eða gangi til viðar, sé ekki heppi-
leg á mjög norðlægum breiddargráðum vegna áhrifa
ljósbrots við sjóndeildarhringinn. Breytti hann mæli-
aðferðinni til að minnka skekkjur af völdum þessa.
I enn einni grein ræðir Löwenörn (1803) af mikilli
skarpskyggni um hugsanlegar orsakir jarðsegulsviðs-
ins sjálfs.
Segulhallanál og áttaviti til misvísunarmælinga
voru með í leiðangri J.T. Stanleys til íslands 1789 en
mælingarnar misheppnuðust eða glötuðust að mestu. I
dagbók úr leiðangrinum (West 1976, bls. 78) er reikn-
að með að misvísunin sé 3-3.5 "points", þ.e. 34 - 39°,
suðaustur af Vestmannaeyjum. Sveinn Pálsson get-
ur tveggja mælinga sinna á misvísun með vasaáttavita
uppi á fjöllum 1792, en varla eru þær öruggar. Eflaust
hafa fleiri ferðalangar haft með sér áttavita á íslands-
ferðum á átjándu öld, og gæti verið fróðlegt að leita
uppi frásagnir þar að lútandi, en ekki verður það reynt
að sinni.
Á árunum 1801 -19 voru hér norskir landmælinga-
menn, sem ásamt öðrum störfum sínum var ætlað að
mæla misvísun áttavita. Haraldur Sigurðsson (1978)
nefnir mælingar í Flatey og Súgandisey á Breiðafirði
1806 og á Akureyri 1808. Sjómælingar voru síðan
gerðar 1820-21, og nefna Löwenörn (1821,1822) og
Haraldur Sigurðsson nokkrar tölur um misvísunina þá,
en óljóst er þó hversu nákvæmar þær stefnumælingar
voru. Löwenörn lætur þess einnig getið hér að áttaviti
sé sérstaklega óstöðugur nálægt segulpólum jarðar;
þetta er rétt athugað og stafar m.a. af því að láréttur
þáttur megin-segulsviðsins er þar lítill svo að truflan-
ir af völdum bergs verða meira áberandi en nálægt
miðbaug.
Á 4. mynd eru sýndar mælingar Löwenörns og
þær aðrar sem nefndar hafa verið frá árunum í kringum
1800. Þær gefa nokkuð dreifð gildi, enda áætlaði Bug-
ge (1793) um þetta leyti að einstakar misvísunarmæl-
ingar á skipsfjöl"...., endog med de bedste Compasser,
ere usikkre og vaklende paa 3 a 5 Grader nær". Auk
skráðra segulmælinga frá þessum tíma, má nota það
að hraun segulmagnast í stefnu ríkjandi jarðsviðs við
kólnun eins og nefnt var hér að ofan. Mæld hef-
ur verið segulstefnan í Skaftáreldahrauninu frá 1783
(Haraldur Auðunsson, pers. uppl. 1990). Sýni voru
tekin við Tungufljót, Eldvatn og Hverfisfljót af þrem
mismunandi leiðöngrum. Að meðaltali hefur misvís-
unin í hrauninu gildið 35°, en óvissa (staðalfrávik) í
því gildi gæti þó náð allt að 15°.
JÖKULL,No. 43, 1993 49