Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 6

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 6
6 Það var ánægjuleg áskorun að taka við stjórnarformennsku hjá landsnefnd UNI- FEM á Íslandi síðastliðið vor eftir að hafa fylgst með frábærum árangri fyrri stjórnar úr fjarlægð. Landsnefnd UNIFEM á Íslandi hafði unnið þrekvirki með Fiðrildavikunni í upphafi árs. Starf UNIFEM er nú vel þekkt hér innanlands og finnur núverandi stjórn fyrir ótrúlegum velvilja í þjóðfélaginu. Sé leitað út fyrir landsteinana var afrekið engu minna. Hvorki fyrr né síðar hafði landsnefnd safnað jafn miklum fjármun- um og UNIFEM á Íslandi og þarf ekki einu sinni að grípa til vel þekktra höfðatöluút- reikninga. Það var því með miklu stolti sem stjórn og velunnarar UNIFEM á Íslandi afhentu fjármunina til góðra verka í Súdan, Líberíu og Kongó á þessu ári. Ný stjórn tók við því verkefni að halda fiðr- ildunum á lofti og þar með áframhaldandi fiðrildaáhrifum. Allt kapp hefur verið lagt á að njóta meðbyrsins enda mörg brýn verkefni við að eiga. Einna hæst hefur borið söfnun undirskrifta við áskorun UNI- FEM á alþjóðavísu Segjum NEI við ofbeldi gegn konum. Það er áskorun til ríkisstjórna um að gera baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi að forgangsmáli. Hérlendis var undirskriftum safnað sérstaklega og þær afhentar höfuðstöðvum UNIFEM í New York. Öllum sem veittu átakinu lið er hér með þakkað sérstaklega. Þrátt fyrir mikinn meðbyr er siglingin þó ekki þrautalaus. Eins og aðrir í þjóðfélag- inu finnum við fyrir því að margt hefur breyst hvað varðar efnahagsástandið að undanförnu. Fjármögnun fyrir daglegan rekstur er tvísýn og athygli almennings auðvitað á þeim sem næst þeim standa, fjölskyldu og vinum. En á meðan verkefnin eru til staðar hvarflar ekki að stjórn UNI- FEM á Íslandi að leggja árar í bát. Í náinni framtíð þarf að hlúa að fjölmörgum lirfum til að þær geti orðið að fiðrildum og hafið sig til flugs þegar fram líða stundir. Verkefnin fram undan eru einkum af tvennum toga: Annars vegar munum við halda áfram að þrýsta á íslensk stjórnvöld um að leggja sitt af mörkum til málefna kvenna. Hins vegar þarf að halda áfram þeirri vitundarvakningu sem hefur orðið meðal almennings gagnvart stöðu kvenna og markmiðum UNIFEM. Verkefni á sviði þróunarmála og jafnréttis kynjanna eru ærin. Fátækt eyðist ekki af sjálfu sér og jafnréttið kemur heldur ekki af sjálfu sér. Þetta eru verkefni sem krefj- ast tíma, fjármuna og samvinnu margra aðila. Verkefni sem mega síst gleymast þegar við stöndum frammi fyrir kreppu, enda bitnar kreppa oft mjög illa á konum. Mörg sóknarfæri geta skapast í breyttum aðstæðum. Eins og með annað í lífinu verður að nýta þau til góðs ef þau eiga að skila sér í betri framtíð fyrir konur og þar með samfélagið allt. Höfundur er stjórnarformaður UNIFEM á Íslandi Fiðrildum haldið á lofti EFtir rEgínu Bjarnadóttur Lj ó sm yn d : R ag n h ei ð u r Ey jó lf sd ó tt ir

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.