Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 36

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 36
36 Það sem kom mest á óvart var eyðileggingin „Auðvitað vissi ég að ég var að fara til stríðshrjáðs lands, en þar sem ég hafði áður búið í Guatemala og á Indlandi, auk þess að hafa ferðast um austur- og suðurhluta Afr- íku, hélt ég að ég væri ýmsu vön. En það er tvennt ólíkt að sjá fátækt, sem er vissulega átakanlegt, og algjöra eyðileggingu á landi. För eftir byssuskot á íbúðarhúsum og eyði- lagðar byggingar út um allt vöktu und- arlega tilfinningu. Það sem var kannski einna undarlegast var að gera sér grein fyrir því að Líbería, eða allavega höfuðborgin Monróvía, var alls ekki svo illa stödd fyrir stríð, sem sést á umfangi rústanna. Það er greinilegt að hér var fjöldinn allur af stórum, glæsilegum húsum sem nú eru rúst- ir einar þar sem flóttamenn eru búnir að búa um sig. Auk þess er ekkert rafmagn að finna, vatn, símalínur, póstsamgöngur eða neina almenningsþjónustu. Þessi algjöra eyðilegging stríðsins var nokkuð sem ég var ekki búin undir.“ Starf uNIFeM sniðið að þörfinni á vettvangi UNIFEM hefur verið starfrækt í Líberíu frá árinu 2005 og hefur vaxið jafnt og þétt frá upphafi. Áhersla hefur einna helst verið lögð á verkefni sem taka á ofbeldi gegn konum. Í því felst að auka þekkingu á rétt- indum kvenna, auka getu stjórnvalda til að takast á við þessi mál og skoða lög sem tengjast þessum málaflokki og koma með tillögur að breytingum. Einnig er leitast við að auka og bæta tengsl milli lögreglu og íbúa, skoða möguleika á byggingu kvenna- athvarfs og leita annarra leiða til að takast á við þarfir þolenda ofbeldis. „Verkefni eru valin í nánu samstarfi við stjórnvöld. Auðvitað byggjum við líka á reynslu okkar í landinu og á verkefnum sem þegar eru í gangi. Það var því afskaplega ánægjulegt að fá styrkinn frá UNIFEM á Íslandi og hafa frjálsar hendur með hann. Það er nefnilega nauðsynlegt að vera sveigj- anlegur svo að við getum brugðist við ef aðstæður í landinu breytast eða ef okkur er bent á eitthvað nauðsynlegt sem þarf að takast á við,“ segir Guðrún Sif sem hefur búið í Líberíu í rúmt ár en starf hennar hjá UNIFEM er styrkt af Íslensku friðargæsl- unni. Að sögn Guðrúnar Sifjar starfar UNIFEM mjög náið með jafnréttis- og þróunarmála- ráðuneyti Líberíu að stefnumótun og skipu- lagi. UNIFEM vinnur með þeim við að styrkja gerð jafnréttisáætlunar fyrir landið og að því að koma jafnréttis- og kynjasjónarmiðum inn í stefnumið landsins um hvernig eigi að minnka fátækt og bæta efnahagsstjórn. Auk þess vinnur UNIFEM náið með dómsmála- ráðuneytinu, meðal annars við gerð fram- kvæmdaáætlunar um samþættingu jafnrétt- issjónarmiða í öryggisáætlun Líberíu. Ofbeldi gegn konum enn alltof útbreitt Líbería kaus Ellen Johnson-Sirleaf sem for- seta árið 2005 í lýðræðislegum kosningum, Stríðinu ekki lokið fyrir konur Konur áttu stóran þátt í því að áratugalöngu borgarastríði í Líberíu lauk en staða kvenna almennt, sérstaklega í sveitum landsins, er enn slæm og ofbeldi gegn konum landlægt, segir Guðrún Sif Friðriksdóttir. Hún starf- ar sem sérfræðingur á skrifstofu UNIFEM í Líberíu og hefur upplifað upp- byggingu landsins frá fyrstu hendi. Hér deilir hún með okkur áhugaverð- um sögum úr starfi sínu þar í landi. Guðrún Sif með borgarbúum í einu af hverfum Monróvíu, þar sem hún býr. Lj ó sm yn d : B ir g ir G u ð b er g ss o n

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.