Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 12

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 12
12 Þörfin ríkust þar sem þögnin er mest Hlutverk verndara UNIFEM á Íslandi er að aðstoða við að auka sýnileika samtakanna og vekja almenning til vitundar um starf- semi þeirra. Þá ber verndara að vekja athygli á stærri verkefnum, líkt og Fiðrildaátakinu, og taka þátt í fjáröflun, kynningum, ráð- stefnum og öðrum tilfallandi viðburðum á vegum samtakanna. Mikilvægt er að leggja áherslu annars vegar á alþjóðlegt sam- starf og samstöðu með náunganum og hins vegar að styðja konur til að vera á eigin forsendum. Slíkar áherslur lýsa sér vel í Styrktarsjóði UNIFEM til afnáms ofbeldis gegn konum, sem er eini sjóður sinnar tegundar í heim- inum. Á hverju ári berst mikill fjöldi umsókna í sjóðinn, en í fyrra var einungis hægt að leggja til fé í fimm prósent verkefna, eða í 29 verkefni í 36 löndum. Þriðja hver kona upplifir kynbundið ofbeldi á lífsleiðinni en umsækjendur í Styrktarsjóð UNIFEM eru einungis brot þeirra sem virkilega þurfa á aðstoð að halda. Þörf- in er hvað ríkust þar sem þögnin er mest. Styrktarsjóður UNIFEM aðstoðar konur við að byggja upp líf sitt og samfélag. Aðferðafræði UNIFEM og Styrktarsjóðsins er að nálgast konur sem gerendur í eigin lífi en ekki að líta á þær sem fórnarlömb eða segja konum hverjar þarfir þeirra séu. Styrkt- arsjóðurinn svarar þörf kvenna, en ákveður ekki fyrir þær hver verkefnin eigi að vera. Konur þekkja sín samfélög best og það er því hlutverk UNIFEM að veita þeim byr undir báða vængi. kristín ólaFsdóttir VErndari uniFEM á íslandi „Eftir stúdentspróf hóf ég nám í mannfræði við Háskóla Íslands og lauk BA-prófi þaðan vorið 2006. Í kjölfarið hóf ég meistaranám í hagnýtri menningarmiðlun. Þar lærði ég ýmsar aðferðir til þess að miðla þeirri miklu og áhugaverðu þekkingu sem ég viðaði að mér í náminu, bæði í mannfræði og þeim kynjafræðikúrsum sem ég tók, sem mér finnst eiga erindi við fleiri en bara þá sem tengjast fræðunum. Ég tók mér tvisvar frí frá náminu og hélt á vit ævintýranna. Fyrst eyddi ég vetri í Berlín þar sem ég upplifði það að vera atvinnulaus innflytjandi í eilífu stappi við útlendingaeftirlitið – þar til Burger King bjargaði mér. Þar vann ég allan vet- urinn og hef nú gríðarlega þekkingu á þýskri tungu á sviði hamborgara. Síðar dvaldi ég einn vetur í mekku jafnréttisfræðanna, Sví- þjóð. Meðfram námi hef ég alltaf verið virk í jafnréttisbaráttunni og starfað með Fem- ínistafélaginu, meðal annars við gerð krónu konunnar, hélt stjórnmálaskóla og ráðstefnu um margbreytileika. Í nóvember 2007 tók ég svo við starfi framkvæmdastýru UNIFEM. Ég hef alltaf haft áhuga á hversdagslífi fólks hvar sem það er statt í heiminum. Þegar ég var lítil skoðaði ég kortabækur spjaldanna á milli, og þá ekki síst kortin þar sem fram kemur hvað fólk ræktar. Mér fannst eins og þar sem allur þessi sykurreyr, tóbak og dem- antar væru hlyti að vera paradís, sérstaklega miðað við Ísland því samkvæmt kortunum var þar ekki neitt. Þarna var gott veður og gnægð matar, strákofar og lifandi tónlist. Með árunum hef ég lært að fyrrnefndum demöntum, eins og öllu öðru, fylgir mikil pólitík lituð arðráni og blóði. Það hafa það ekki allir jafn gott og það er ekki bara af því að það hefur orðið uppskerubrestur eða þurrkur.“ Hvernig varð þér svo við þegar þér var boðið starf hjá UNIFEM á Íslandi? „Það var draumi líkast fyrir mig að fá þetta starf og mér fannst alveg merkileg tilfinn- ing að fá borgað fyrir eitthvað sem ég myndi alveg eins gera í sjálfboðavinnu. Auðvitað breytist þetta síðan, enda þarf maður að vera tilbúinn að takast á við allt – líka leiðinlegu hlutina. Það fylgir því að vera eini starfsmaðurinn. Fyrstu verkefnin mín hjá UNIFEM sneru aðallega að fjáröflun, m.a. með skipulagn- ingu Fiðrildavikunnar, en nú eru aðrir tímar. Í kjölfar fjármálakreppunnar hefur starfið Að vinna í stóru myndinni Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir hóf störf sem framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi í nóv- ember 2007. Eftir annasamt ár í starfi er ekki úr vegi að forvitnast aðeins um þessa vösku konu sem má með sanni segja að sé ötul talskona kvenna í þróunarlöndum á Íslandi. Framkvæmdastýra uniFEM á íslandi í nærmynd Lj ó sm yn d : R ó sa J ó h an n sd ó tt ir

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.