Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 35

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 35
35 Uppbygging úr rústum: Suður-Súdan aðstæður kvenna þær verstu í austur-afríku Staða kvenna og barna í Suður-Súdan hefur verið verst allra í Austur-Afríku, að Sómalíu undanskilinni. Samfélagsþátttaka kvenna er auk þess lítil vegna langvarandi ófriðar. Afleiðingarnar fyrir konur eru m.a. þessar; flestar misstu eiginmenn sína, um 90% kvenna hafa ekki hlotið skólagöngu og eru ólæsar og tíðni mæðradauða er sú hæsta í heiminum. Í ofanálag er skortur á lífsvið- uværi, hreinu vatni og heilsugæslu. Ungar stúlkur fá lítil tækifæri til að byggja upp eðlilegt líf og eru enn seldar í hjónaband eða þvingaðar til að giftast ungar. Í Suður- Súdan er stúlka reyndar líklegri til að deyja við fæðingu barns síns en hún er að ganga eða ljúka skóla. Talið er að í dag hafi nær helmingur stúlkna á aldrinum 6 til 16 ára aldrei gengið í skóla. Þrátt fyrir að kveðið sé á um jafnrétti í lögum standa konur enn verr að vígi en karlar, sem líka búa við mjög þröng- an kost og litla von, en mismunun gagnvart konum er að finna á öllum stigum samfélags- ins. Á stríðsárunum var ofbeldi gegn konum viðvarandi, og er enn mjög algengt. Auk þess þurftu þær að líða vinnuþrældóm, nauðganir og þvinguð hjónabönd. Þetta þurfa margar þeirra að lifa með á meðan þær byggja upp lífið að nýju. Sérstaklega erfið er staða þeirra mörgu kvenna sem gengu, sjálfviljugar eða var rænt, í lið uppreisnarfylkinga og eiga nú hvergi höfði að halla í uppbyggingarferli landsins.2 Friðurinn viðkvæmur Suðurhluti Súdans nær yfir mjög stórt land- svæði og er nú, samkvæmt friðarsamning- unum frá 2005, sjálfstjórnarsvæði með eigin stjórn. Fólki þar mun gefast kostur á að kjósa um sjálfstæði árið 2011 og Súdan gæti þann- ig klofnað í tvö ríki en mikill meirihluti íbúa hefur lýst því yfir að hann vilji sjálfstæði frá Khartoum. Það gæti reynst ríkisstjórn lands- ins dýrkeypt vegna olíu sem er á svæðinu, en boranir eru núna í höndum erlendra fyr- irtækja, og margir telja að það gæti leitt til ófriðar að nýju. Í dag er ástandið mjög erfitt fyrir íbúa svæðisins; vegir, hús, vatnsbrunnar, skólar, sjúkrahús, markaðir, akrar – allt er meira og minna í niðurníðslu. Eftir mörg ár á flótta eða í flóttamannabúðum skortir fólk oft kunnáttu og menntun til að reisa samfé- lagið úr rústum. Enn gætir líka óöryggis. Suð- ur-Súdan á landamæri að Norður-Úganda og uppreisnarmenn þaðan fara reglulega yfir landamærin og hindra uppbyggingarstarf. ... en samt er von Þrátt fyrir mikil vandamál ríkir jákvæðni í huga margra í Suður-Súdan og á hverjum degi snúa æ fleiri frá öðrum landshlutum og nágrannalöndunum til baka. Það sem af er árinu hafa 58 þúsund flóttamenn snúið aftur til Suður-Súdan, en alls hafa rúmlega 270 þúsund snúið aftur síðan 2005 með aðstoð Flóttamannastofnunar SÞ. Rúmlega helm- ingur þeirra sem koma tilbaka er konur sem hafa haldið til í flóttamannabúðum í Úganda, Mið-Afríkulýðveldinu, Eþíópíu og Keníu.3 Með hjálp hjálparsamtaka og alþjóðlegra stofnana hafa konur í Suður-Súdan byrjað að leggja grunninn að uppbyggingu samfélags- ins. Stúlkum er í auknum mæli veittur aðgangur að skólum og konur hafa öðlast nýja kunnáttu og tekið að sér mörg störf sem áður voru á hendi karla. En það er margt sem enn þarf að bæta. Sérstaklega er nauðsyn- legt að styðja við og fjárfesta í verkefnum sem efla og vernda rétt kvenna og að styrkja þátttöku kvenna á öllum stigum samfélags- ins. Það verður einnig að tryggja aukna þátt- töku kvenna í áætlaðri uppbyggingu lands- ins og þróun heilsugæslu og menntunar.4 Kristjana Sigurbjörnsdóttir og Elín Halla Ásgeirsdóttir. Elín Halla er starfsmaður Flóttamannastofnunar SÞ (UNHCR). Greinaskrif eru á ábyrgð höfunda og endurspegla á engan hátt viðhorf UNHCR. Heimildir: 1 www.en.wikipedia.org/wiki/Southern_Sudan; The World Factbook, Sudan. CIA; Þriggja ára og enn til friðs. Sigríður Víðis Jónsdóttir. Morgunblaðið, 12. janúar 2008. 2 www.peacewomen.org/resources/DDR/SudanFemaleCom- battants.pdf 3 www.unhcr.org/southsudan.html; Operationalising Pro- tection in Sudan, Partnership and Numbers. UNHCR Sudan – June 2008; Heimildir staðreynda: The World Factbook, Sudan. CIA; Towards a Baseline: Best Esti- mates of Social Indicators for Southern Sudan. New Sudan Centre for Statistics in Association with Unicef. NSCSA Series Paper 1/2004. May 2004. www.ssccse.org/ blog/files/Towards-Baseline.pdf 4 www.unifem-easternafrica.org/sudan UNIFEM á Íslandi mun geta stutt verkefni í Suður-Súdan í gegnum Styrktarsjóðinn með fjár- magni sem safnaðist í Fiðrildaátakinu. Upphæðin er jafnhá styrknum sem fer til Austur- Kongó og nemur 13,5 milljónum króna. Val á verkefnum stendur yfir og verður það tilkynnt í höfðustöðvum UNIFEM í New York 25. nóvember næstkomandi hvaða samtök hljóta styrk. UNIFEM hóf samstarf við stjórnvöld og kvennasamtök í landinu í kjölfar friðarsamninga 2005. Starfið miðar að því að auka þátttöku kvenna í uppbyggingu landsins og í að tryggja frið á svæðinu. Það sem gerir aðkomu kvenna að uppbyggingarstarfinu erfiða er há tíðni kynbundins ofbeldis og árásir á konur þegar þær ferðast milli staða. UNIFEM vinnur með stjórnvöldum í suðurhluta Súdans og með smærri kvennasamtökum og grasrótarhreyfingum við að byggja upp þekkingu og færni hjá þessum aðilum til að geta staðið við framkvæmd frið- arsamkomulagsins og starfað saman. Mikilvægt er að þessir aðilar standi saman til þess að fylgja á eftir ákvörðunum, stefnu og löggjöf sem stuðlar að auknum rétti kvenna og að draga úr ofbeldi gegn konum. Svo lengi sem löggjöfinni er áfátt og refsileysi gagnvart ofbeldi gegn konum viðgengst mun vítahringur ofbeldis ekki verða rofinn. uniFEM kEMur að uppByggingarstarFi í suður­súdan © N ei l Th o m as /IR IN Stúlka sem vinnur fyrir frjáls félagasamtök í Suður-Súdan fræðir um heilsugæslu og notkun smokka, maí 2006.

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.