Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 22

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 22
22 Það er mér sönn gleði að koma til starfa hjá UNIFEM sem fjórða framkvæmdastýra sjóðs- ins frá stofnun hans árið 1976 og fylgja eftir afrekum fyrri framkvæmdastýra: Noeleen Heyzer, Sharon Capeling-Alakija og Marga- ret Snyder. Við stöndum á tímamótum í vinnu að jafnrétti kynjanna og eflingu kvenna. Á sama tíma og matvæla- og elds- neytisverð hækkar og umhverfisvá og rótgróin átök hafa skapað neyðarástand í þróunaraðstoð, erum við hálfnuð á leið okkar að þeim tímapunkti árið 2015 þegar ætlunin er að ná þúsaldarmarkmiðunum. Við þessar aðstæður bera konur sér- staklega þungar byrðar en þær hafa einnig einstakt framlag fram að færa við að finna lausn á vandanum. UNIFEM vinnur að því, í samstarfi við góða aðila um allan heim, að auka sýnileika kvenna, að tryggja að rödd þeirra heyrist og að fjár- magn sé tileinkað því að ná jafnrétti kynjanna og auka réttindi kvenna. Fjármögnun þróunar, friðar- og öryggisað- gerða verður enn brýnni í ljósi fæðukreppu, og þá sérstaklega fyrir konur sem að jafnaði hafa minni aðgang að eignum og auðlind- um, bæði landi og lífsviðurværi. Alþjóða- samfélagið leggur um þessar mundir mikla áherslu á að ná árangri í þróunarsamvinnu og hefur staðfest ákveðnar meginreglur þar að lútandi sem einnig ná til þess hvern- ig fjármagn skal nýtt. Í því samhengi er mik- ilvægt að við aukum fjárstuðning við aðgerðir sem efla konur og jafnrétti kynjanna, sérstaklega þær sem hafa skilað góðum árangri. Þar má meðal annars nefna sérstakar tímabundnar aðgerðir sem geta verið árangursríkar til að tryggja að rödd kvenna heyrist á valdastólum og aukna getu fjármálaráðuneyta og annarra stofn- ana samfélagsins til að greina fjárhagsáætl- anir út frá kynja- og jafnréttissjónarmiði sem getur greitt götuna fyrir framkvæmd þarfra aðgerða. Þá skal einnig nefnd ráð- stöfun fjármagns til að tryggja framkvæmd lagasetninga og til aðgerðaáætlana um að stöðva ofbeldi gegn konum, sem er for- senda þess að draga úr slæmum áhrifum ofbeldis á fjölskyldur og samfélög. UNIFEM heldur áfram að leika stórt hlut- verk í að opna ný tækifæri fyrir konur og að efla réttindi þeirra, meðal annars með útgáfu skýrslu um stöðu kvenna í heim- inum, Progress of the world‘s women 2008/2009, þar sem varpað er fram ögrandi spurningum um hver beri ábyrgð á því að standa við skuldbindingar gagnvart konum þessa heims. Ég hlakka til að vinna með þessum breiða hópi félaga og stuðningsaðila í ríkisstjórn- um og frjálsum félagasamtökum, þar sem ég vil sérstaklega nefna þær 16 landsnefnd- ir sem starfa fyrir UNIFEM víða um heim, og einkageirann sem hefur stutt við UNIFEM síðastliðin 32 ár. UNIFEM hefði ekki náð svona langt án nokkurs þeirra. Skilaboð frá Inés Alberdi, aðalframkvæmdastýru UNIFEM akureyrarbær Betra líf, Kringlunni 8-12, Reykjavík Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23, Reykjavík Bæjar- og héraðsbókasafn Ísafjarðar, Gamla sjúkrahúsinu, Ísafirði efling Stéttarfélag, Sætúni 1, Reykjavík egilssíld ehf., Gránugötu 27, Siglufirði ellen Ingvadóttir, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi endurvinnslan hf., Knarrarvogi 4, Reykjavík Faxaflóahafnir Fjallabyggð Flóahreppur Garðyrkja ehf., Helluhrauni 4, Hafnarfirði Heilsustofnun NlFÍ, Grænumörk 10, Hveragerði Heimilisprýði, Ármúla 5, Reykjavík Hitaveita egilsstaða og Fella, Einhleypingi, Egilsstöðum Hitaveita Suðurnesja, Brekkustíg 36, Reykjanesbæ Hvöt kvenfélag, Miðneshreppi Höfðakaffi ehf., Vagnhöfða 11, Reykjavík Ísafjarðarbær Íslandsspil sf., Smiðjuvegi 11a, Kópavogi Íslensku vigtarráðgjafarnir / www.vigtarradgjafarnir.is kjósarhreppur, www.kjos.is kOM almannatengsl, Borgartúni 20, Reykjavík kópavogsbær landssamband íslenskra verzlunarmanna Mýrdalshreppur reykjanesbær runólfur Hallfreðsson, Krókatúni 9, Akranesi Seltjarnarnesbær Seyðisfjarðarkaupstaður SFr Stéttarfélag í almannaþjónustu, Grettisgötu 89, Reykjavík Síldarvinnslan hf., Hafnarbraut 6, Neskaupstað Sjálfstæðisflokkurinn Skeiða- og Gnúpverjahreppur Skorradalshreppur Skóbúð Húsavíkur, Garðarsbraut 13, Húsavík Sorpa bs., Gufunesi, Reykjavík Sveitarfélagið Garður tannlæknastofa einars, Skjólvegi 10, Reykjanesbæ teiknistofan ehf., Hávallagötu 21, Reykjavík Útfararstofa kirkjugarðanna, Vesturhlíð 2, Reykjavík veitingahúsið Jómfrúin, Lækjargötu 4, Reykjavík verkalýðs- og sjómannafélag keflavíkur verkstjórasamband Íslands verslunarmannafélag Suðurnesja Þingeyjarsveit Óskum UNIFEM á Íslandi til hamingju með ötult starf að góðum málefnum á liðnum árum

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.