Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 50

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 50
50 Svipmyndir af félögum í UNIFEM á Íslandi Jónas Gunnar allansson Hversu lengi hefur þú verið félagi? Síðan árið 2006. Af hverju gerðist þú félagi í UNIFEM? Mér finnst mikilvægt að styrkja samtökin, bæði til að vekja athygli almennings á stöðu kvenna í þróunarlöndum og á átakasvæðum, en ekki síður til að tryggja að stjórnvöld taki mið af áherslum UNIFEM í sínu alþjóðastarfi. Þá eru málefni kvenna alls ekki einkamál kvenna heldur okkar allra. Hvaða þýðingu hefur UNIFEM í þínum huga? Starfsemi UNIFEM er smá í sniðum ef maður horfir á aðrar stofnanir SÞ. Áherslur UNIFEM eru hins vegar nauðsynlegar og ómissandi í öllu alþjóðstarfi, og þá sérstaklega á stríðs- hrjáðum svæðum, vegna þess að við eigum ennþá mjög langt í land með að tekið sé í reynd fullt mark á kynjasjónarmiðum í mannúðarstarfi og við friðaruppbyggingu. Það brennur alltof oft við að þessi málefni kvenna séu afgreidd sem hluti af pólitískum sparifötum þegar þau eru í reynd grafalvar- leg forsenda fyrir uppbyggingu og þróun allra samfélaga. Af hverju finnst þér nauðsynlegt að styðja sérstaklega við bakið á konum í þróun- arlöndunum? Konur í þróunarlöndum gegna veigamiklu hlutverki við að viðhalda og endurskapa samfélagið, bæði í gegnum fjölskylduna en ekki síst með þátttöku sinni í efnahagslífinu. Finnst þér vera jafnrétti á Íslandi? Það væri sennilega hægt að halda því fram að réttindin séu fyrir hendi en að við eigum langt í land með að fylgja þeim eftir. Margt af því sem ekki er í lagi snýr, held ég líka, að okkar hugarfari og það er kannski það sem er erfiðast að eiga við. Helga Óskarsdóttir Hversu lengi hefur þú verið félagi? Í fimm ár. Af hverju gerðist þú félagi í UNIFEM? Það var fyrir hvatningu frá tengdadóttur minni en hún er félagi í UNIFEM. Hvaða þýðingu hefur UNIFEM í þínum huga? UNIFEM hefur ómetanlega þýðingu hvað varðar málefni kvenna. Samtökin eru magn- að, áþreifanlegt afl sem hefur það markmið að bæta stöðu kvenna í heiminum og um leið auka skilning á mikilvægi kynjajafnréttis. Vegna þessa getur samtakamáttur og bar- átta UNIFEM skilað árangri fyrir réttlátari heimi. Af hverju finnst þér nauðsynlegt að styðja sérstaklega við bakið á konum í þróunar- löndunum? Svo að réttlæti nái fram að ganga. Til þess að það verði að veruleika þarf að efla menntunarþáttinn. Þá þarf að styðja konur til efnahagslegrar sjálfsbjargar. Jafnframt þarf að þjálfa konur til þátttöku í stjórnmál- um og öðrum forystustörfum. Finnst þér vera jafnrétti á Íslandi? Samkvæmt íslenskum lögum skal vera jafn- rétti. Nokkuð hallar á í launamálum og skilningur gagnvart jafnrétti í stjórnunar- störfum, sérstaklega í stórum fyrirtækjum og fjármálaheiminum, er ekki kominn í rétt- an farveg. Ef til vill fer að verða aukinn skilningur ásamt hugarfarsbreytingu í jafn- ræðisátt í þessum málum á næstu misserum. Guðrún agnarsdóttir Hversu lengi hefur þú verið félagi? Ég hef verið félagi næstum því frá stofnun UNIFEM á Íslandi. Af hverju gerðist þú félagi í UNIFEM? Ég starfaði í Kvennalistanum þegar UNIFEM var stofnað á Íslandi og það var og er ljóst að mikilvægt er að bæta hlut kvenna en hann er mun lakari í þróunarlöndum en hér heima. Okkur Íslendingum ber, sem ríkri og aflögu- færri þjóð, að sinna skyldum okkar í þróun- arstarfi á alþjóðavettvangi. Þar höfum við ekki staðið okkur sem skyldi gagnvart samningum Sameinuðu þjóðanna. Við stofnun UNIFEM hér á landi gafst gott tækifæri til að vekja athygli þjóðarinnar á hlutskipti kvenna í þró- unarlöndum og finna leiðir til að bæta það. Hvaða þýðingu hefur UNIFEM í þínum huga? Ég kynntist fyrst UNIFEM þegar ég sótti þing SÞ árið 1986 og mér varð ljóst að þarna var á ferðinni öflug og hnitmiðuð starfsemi í þágu þeirra kvenna sem lökust hafa lífskjör í heiminum. Ég tel að starf UNIFEM hafi vakið athygli heimsins á hlutskipti kvenna um víða veröld og skilað góðum árangri beint til kvenna. Af hverju finnst þér nauðsynlegt að styðja sérstaklega við bakið á konum í þróunar- löndunum? Rannsóknir hafa sýnt að réttindi og hlut- skipti þeirra eru oft lakari en annarra en sú aðstoð sem konum í þróunarlöndum er veitt hefur margfeldisáhrif í samfélagi þeirra. Hún ávaxtar sig í styrk þeirra sjálfra og í velferð barna þeirra og allrar fjölskyldu með þeim hætti sem ekki sést við aðrar styrkveitingar. Finnst þér vera jafnrétti á Íslandi? Á sumum sviðum er það í orði en víðar er það ekki á borði. Enn er mikið verk að vinna.

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.