Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 48

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 48
48 Í starfi sínu sem jafnréttisráðgjafi UNIFEM á Balkanskaga studdi hún við kvennasamtök á svæðinu til að koma að friðaruppbygg- ingu í löndum sínum. Með aðsetur í Skopje, höfuðborg Makedóníu, tókst Auði H. Ing- ólfsdóttur líka að sannfæra stjórnvöld þar í landi um gildi þess að taka tillit til kven- nréttinda í fjárlagagerð á öllum stjórnsýslu- stigum, til að stjórnvöld stæðu við skuld- bindingar sínar í jafnréttismálum, og þannig mætti afhjúpa misrétti milli kynjanna í land- inu. Kristjana Sigurbjörnsdóttir hitti Auði að máli og fékk innsýn í starf hennar þar. Íslenskar konur hafa í nær tíu ár unnið að jafnréttismálum og friðaruppbyggingu fyrir UNIFEM á Balkanskaga en fyrsta íslenska konan fór til starfa í Kósóvó árið 1999. Auður hélt til Skopje í Makedóníu um mitt ár 2007. UNIFEM hafði þá opnað skrifstofu í Make- dóníu ári áður til að útvíkka starfið sem hafði tekist vel í Kósóvó. Ætlunin var að þróa svæð- isverkefni, sem yrði fyrst stýrt frá Skopje, fyrir ríki fyrrum Júgóslavíu (auk Albaníu, en fyrir utan Slóveníu). Makedónía varð fyrst fyrir valinu þar sem Skopje er einungis í klukku- stundar akstursfjarlægð frá Pristina, höf- uðborg Kósóvó. Í kjölfarið var einnig opnuð skrifstofa UNIFEM í Belgrad í Serbíu og Tir- ana í Albaníu. Nýlega bættist svo við skrif- stofa í Sarajevó í Bosníu-Hersegóvínu. Þátttaka kvenna í opinberu lífi hrundi „Jafnréttismál í Makedóníu tengjast fyrst og fremst því umbreytingarferli sem flest ríki Austur-Evrópu eru nú að ganga í gegnum; að breyta stjórnskipulagi úr kommúnisma yfir í lýðræði og markaðshagkerfi. Eins og í mörg- um öðrum ríkjum á þessu svæði er stefnan sett á ESB-aðild, þótt enn sé nokkuð langt í land með að það markmið náist. Landið er líka að jafna sig eftir átök, þótt þau hafi verið mun vægari en stríðin í Kósóvó og Bosníu,“ segir Auður. Hún lýsir því hvernig samfélög ríkja í fyrrum Júgóslavíu bjuggu við ákveðna jafnréttishugsun, en það var jafnrétti sem kom að ofan og var miðstýrt. Það óx ekki úr grasrótinni með kröfu um þátttöku. Hún segir að „þegar kommúnisminn leið undir lok dró einnig verulega úr þátttöku kvenna í opin- beru lífi. Segja má að jafnréttið hafi aldrei náð inn á heimilin, þannig að þessi lönd hafa að mörgu leyti þurft að byrja upp á nýtt.“ Auður nefnir sem dæmi að stjórnmálaþátttaka kvenna í sumum ríkjum á svæðinu hafi hrapað úr 20-30% niður í 1% í fyrstu kosningum eftir fall kommúnismans. afleiðingar stríðsins lamandi Auður segir að atvinnuleysi sé stór vandi og reynslan hafi sýnt að oft missi konur vinnuna fyrstar þegar kreppir verulega að. Heimilis- ofbeldi í löndum Balkanskagans er falið vandamál og lítið rætt, en rannsóknir sýna þó að það jókst umtalsvert við stríðsátökin, umbreytingarferlið úr einu stjórnkerfi yfir í annað og þá samfélagslegu spennu sem myndaðist í kjölfarið. Hún nefnir einnig að einn anginn af arfleifð kommúnismans sé sá að fólk sé ekki vant því að geta haft áhrif með því að tjá skoðanir sínar og beita sér í samfé- laginu. „Miklu máli skipti því að byggja upp hjá konum, og kvennahreyfingum, trú á því að þær geti haft áhrif á stöðu kvenna á svæð- inu. Þetta er eitt af því sem UNIFEM hefur reynt að gera.“ konur tala fyrir friði UNIFEM leggur áherslu á að vinna með stjórnvöldum og félagasamtökum við að tryggja að jafnréttissjónarmiða sé gætt við uppbygginguna í kjölfar stríðsins á Balkan- skaga. „Þegar ég hóf störf var farin af stað mikil vinna þar sem byrjað var að skipta svæðisverkefninu upp í afmarkaðri verkefni varðandi áherslur og landfræðilega afmörk- un. Mitt hlutverk var m.a. að leiða vinnu við að þróa einn anga sem hafði sprottið upp innan stóra svæðisverkefnisins í heildstætt fjögurra ára svæðisbundið verkefni undir yfirskriftinni „Konur, friður og öryggi“ þar sem ályktun 1325 er notuð sem hugmynda- fræðilegur rammi utan um verkefnið. Í þessu verkefni vinnur UNIFEM annars vegar með hinum opinbera öryggisgeira (lögregla, herinn, dómskerfið o.s.frv.) og hins vegar með frjálsum félagasamtökum og grasrót- inni. Við beindum einkum sjónum að lög- reglunni, en þegar var komið á samstarf við lögregluna í Kósóvó sem gekk mjög vel.“ Sem dæmi um vinnubrögð UNIFEM nefnir Auður það verkefni að veita lögreglumönn- um þjálfun í jafnréttismálum og hjálpa þeim að koma á jafnréttisráðum innan lögregl- unnar víða um landið og innleiða þá hug- myndafræði að það skipti máli að hafa ákveðið hlutfall beggja kynja innan þessa geira. „Vinna með frjálsum félagasamtök- um gekk m.a. út á að koma á samræðum milli þjóðarbrota og byggja upp friðarhreyf- ingar kvenna í Kósóvó, Serbíu og Bosníu. Konur virðast oft eiga auðveldara með að teygja sig yfir þessi landamæri heldur en karlar. Það eru dæmi um þetta annars stað- ar í heiminum. Konur eru oft tilbúnari að nálgast hver aðra til að ræða saman og láta þá ekki pólitísk deilumál flækjast fyrir sér. Þær eru ekkert síður ósammála en karlarnir en vilja leita að praktískum lausnum.“ að koma jafnrétti í framkvæmd Svæðisverkefnið á Balkanskaga gekk líka út Að koma jafnrétti í framkvæmd – reynsla íslenskrar konu á Balkanskaga Lj ó sm yn d : H ar p a R u t H ilm ar sd ó tt ir

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.