Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 11

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 11
11 Stuttu áður fengum við góða gesti frá Pal- estínu í miðstöðina til okkar, þær Maha Abu-Dayyeh-Shamas, sem stofnaði og stýrir lagaráðgjafarmiðstöð fyrir konur í Jerúsal- em, og Anat Saragusti, fréttaritara og sjón- varpskonu í Palestínu og mikla baráttukonu fyrir réttindum kvenna þar í landi. Hér voru þær í heimsókn hjá utanríkisráðherra, sem hafði verið gerð að heiðursfélaga í IWC (e. International Women´s Commission for a Just and Sustainable Palestinian-Israeli Peace), og því fögnuðum við vissulega með henni. Það leynir sér ekki að það er í mörg horn að líta í svona samtökum og þegar stórar fjár- upphæðir fara um reikninga þess er mjög brýnt að hafa allar verklagsreglur í lagi. Einn vinnuhópur gekk í það verkefni og kláraði. Annar hópur fór í að yfirfara sjálfa stefnumótun félagsins og var markmiða- setning og stefnumið landsnefndarinnar endurorðuð og gerð aðgengilegri. Lög landsnefndarinnar voru einnig lagfærð og breytingatillögur gerðar fyrir aðalfund árs- ins, sem samþykkti þær umyrðalaust. Annar hópur fór yfir kynningarmálin og endurlífgaði mánaðarlega fyrirlestra um málefni tengd konum í þróunarlöndunum og starf UNIFEM í þeirra þágu. UNIFEM- UMRÆÐUR, eins og þessir fyrirlestrar hafa verið nefndir, eru vel kynntir og sóttir alla fyrstu laugardaga í mánuði. Þarna hafa flutt erindi sín alveg ótrúlega góðir fyrirlesarar og hefur þeim tekist að víkka sjóndeildarhring margra sem á hlýddu. Umræðuefnin voru margvísleg; allt frá því að fá innsýn í daglegt líf sveitakvenna í Malaví fyrir tilstilli Birnu Halldórsdóttur sem þar bjó, og yfir í umræð- ur um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja í tengslum við þróunarsamvinnu, sem sér- fræðingar við HR stýrðu. Aðalfundur félagsins var svo haldinn 29. apríl og urðu þar formannsskipti. Guðrún Mar- grét Guðmundsdóttir kvaddi okkur eftir ævin- týralegt tímabil og yndislega viðkynningu og við tók Regína Bjarnadóttir sem einnig hefur verið frábært að kynnast. Eins og gengur voru fleiri stjórnarkonur kvaddar og nýjar komu í þeirra stað, allt saman alveg einstakar konur sem mér hefur þótt bæði lærdómsríkt og gef- andi að kynnast og starfa með. Áhugaverð verkefni á döfinni Í maí tók ný stjórn stefnuna á framhaldið og aftur skiptum við með okkur verkum. Einn hópur tekur að sér stefnumótun félagsins fyrir tímabilið fram undan, annar fer í að leita nýrra bakhjarla, nokkrar stjórnarkonur eru að vinna að viðskiptaáætlun með hönn- uði til kynningar á UNIFEM, Líberíuhópur skoðar möguleikann á hópferð á fund í Líb- eríu og einnig er stafað í vitundarvakning- arhópi, sem leitar leiða til að breiða starf- semi landsnefndarinnar út um allt land og fjölga þar félagskonum og -mönnum. Allt eru þetta verkefni sem eru í fullum gangi nú um stundir og verða áfram í vetur. Þá starfaði einn hópur ötullega að því að halda hér á landi árlegt heimsþing lands- félaga UNIFEM í september en hann sóttu tuttugu fulltrúar landsnefnda ýmissa landa og komu sumar konurnar langt að, eins og frá Singapore og Ástralíu, en landsfélög UNIFEM eru 16 talsins. Er óhætt að segja að íslenska nefndin sinnti þessu verkefni með sóma. Ég má líka til með að láta það fylgja að landsnefnd UNIFEM á Íslandi er sú dug- legasta af þeim öllum við að afla fjár og hefur hlutfallslega langflesta félaga. Slíkur árangur næst einungis þegar samhentur hópur vinnur verkið með ánægju og stór- hug eins og ég hef leitast við að lýsa hér að ofan – og við hlökkum til verkefnanna fram undan enda eru þau ærin. Höfundur er stjórnarkona í UNIFEM á Íslandi Lindora Howard-Diawara er framkvæmdastjóri kvenna- og friðarsamtaka í Líberíu. Hún var heiðursgestur á árlegum morgunverðarfundi UNIFEM á Íslandi þann 25. nóvember 2007. MarkMið uniFEM á íslandi • Kynna og auka áhuga almennings á starfsemi UNIFEM. • Vera málsvari kvenna í þróunarlöndum og á átakasvæðum með það að leiðarljósi að störf þeirra séu órjúfanlegur hluti efnahags- og félagslegrar þróunar. • Afla fjárframlaga til starfsemi UNIFEM frá hinu opinbera og einkaaðilum. Lj ó sm yn d : B ry n ja r G au ti

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.