Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 15

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 15
15 1. Samningur um afnám allrar mismununar gagnvart konum, eða Kvennasáttmálinn (1979): Alþjóðlegur mannréttindasáttmáli um réttindi kvenna og jafn- rétti kynjanna. 2. Peking-áætlunin (1995): Framkvæmdaáætlun SÞ um málefni kvenna. 3. Ályktun öryggisráðs SÞ númer 1.325 um konur, frið og öryggi (2000): Um mikilvægi þátttöku kvenna í friðaruppbyggingu og innleiðingu lýð- ræðislegra stjórnarhátta. uMgjörð og starF uniFEM Mótast saMkVæMt grundVallar­ MarkMiðuM EFtirFarandi alþjóðasaMþykkta: Lj ó sm yn d : Si g u rð u r M ár H líð d al armiða sterkt fram en árið 2003 tóku SÞ upp samþykkt sem kveður á um að kynja- sjónarmið skuli samþætt inn í allar stefnur og verkefni SÞ. Mikilvægasta framlagið á Peking-ráðstefnunni var þó Peking-áætl- unin, framkvæmdaáætlun SÞ um málefni kvenna sem liggur til grundvallar jafnrétt- isáætlunum um allan heim, m.a. á Íslandi. UNIFEM vinnur enn í dag samkvæmt grund- vallarmarkmiðum áætlunarinnar. Á Peking+10-kvennaráðstefnunni, sem haldin var í New York árið 2005, var lagt mat á árangur framkvæmdaáætlunarinnar sem gerð var á Peking-ráðstefnunni tíu árum fyrr. Þar kom m.a. fram að ofbeldi gegn konum væri viðvarandi vandamál sem ekki væri á undanhaldi. Því var ákveðið að leggja enn meiri áherslu á málaflokkinn og hefur UNIFEM gert það m.a. með því að hleypa úr vör átak- inu Segjum NEI við ofbeldi gegn konum (e. Say NO to Violence against Women). Þá hafði allsherjarþing SÞ einnig árið 1996 stofnað styrktarsjóð til afnáms ofbeldis gegn konum og sett hann í forsjá UNIFEM. Sjóðnum var ætlað að veita fé til verkefna sem höfðu það markmið að útrýma ofbeldi gegn konum. Breytingar á verkefnavali og aðferðafræði Um aldamótin 2000 stefndi UNIFEM, eins og flestir þróunarsjóðir og aðilar í þróun- arsamvinnu, að því að færa starfið frá sér- tækum, svæðisbundnum verkefnum til almennari og víðtækari verkefna. Það voru verkefni sem stuðluðu t.d. að breyttri laga- setningu, réttlátara dómskerfi og hugar- farsbreytingu sem átti að skila sér með afgerandi hætti til varanlegra breytinga á lífi og aðstæðum kvenna. UNIFEM beitir þó verkefnanálgun enn í dag en einnig geiranálgun sem felst í því að fjár- magni er beint inn í ákveðna geira, eins og t.d. menntamál eða heilbrigðismál, og við- tökuríkið sér svo um að útdeila fjármagninu til verðugra verkefna innan þessara geira. Með þessari nálgun er þess krafist að þróunarstofn- anir samræmi aðgerðir sínar í samstarfi við viðtökuríkið. Þetta er enn fremur í takt við Parísar-yfirlýsinguna (2005) um samræmt og- árangursmiðað þróunarstarf/samvinnu sem aðildarríki Efnahags- og framfarastofnunar- innar (OECD) skuldbinda sig til að vinna að. valdið sett í hendur heimamanna Á undanförnum árum hafa alþjóðlegar þró- unarsamvinnustofnanir, frjáls félagasamtök og ríkisstjórnir í auknum mæli tileinkað sér hugmynda- og aðferðafræði þátttöku- þróunar (e. partnership) við undirbúning og framkvæmd þróunarverkefna og er UNIFEM meðal þeirra. Grunnhugmynd þátttöku- þróunar er að gera þeim sem eiga að njóta góðs af þróunarverkefnum kleift að taka virkan þátt í ákvarðanatöku, undirbúningi og framkvæmd þróunarverkefna. Með þess- ari aðferð er leitast við að efla einstaklinga og samfélög og auka áhuga þeirra á fram- kvæmd verkefnisins og gera þau að virkum þátttakendum þess. Þessi nálgun kemur skýrt fram í öllu starfi er varðar Styrktarsjóð UNIFEM til afnáms ofbeldis gegn konum en hugmyndir að verkefni sem sjóðurinn styrkir koma fyrst og fremst úr grasrótinni, frá kvenna- og mannréttindahreyfingum. Best rekni þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna UNIFEM heyrir undir Þróunaráætlun SÞ (UNDP). Sjóðurinn nýtur sívaxandi álits og hefur hvað eftir annað verið nefndur best rekni þróunarsjóðurinn innan SÞ. Aðalskrif- stofa UNIFEM er í höfuðstöðvum SÞ í New York en starfsfólk, sjálfboðaliðar og velunn- arar starfa um allan heim. Landsnefnd UNI- FEM á Íslandi er ein sextán landsnefnda UNIFEM en þær eru starfræktar til þess að styðja við starf UNIFEM með vitundarvakn- ingu og upplýsingagjöf um stöðu og rétt- indi kvenna, sem og fjáröflun til verkefna UNIFEM. Höfundur er stjórnarkona í UNIFEM á Íslandi. Heimildir: www.unifem.org www.womenwarpeace.org/ Tímarit UNIFEM á Íslandi ´04, 1. tbl. 14. árg. Margrét Rósa Jochumsdóttir, „Landsnefnd UNIFEM á Íslandi: Saga, áherslur og aðferðir“ MA-verkefni í þróun- arfræðum við Háskóla Íslands 2008. Kona selur ávexti við helstu umferðargötu í Ho Chi Minh-borg í Víetnam.

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.