Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 47

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 47
47 fjalla um hvernig hægt sé að greiða leið kvenna að samningaborðinu, þar sem fram- tíð samfélagsins er ráðin. Sameinuðu þjóð- irnar og aðildarríki þeirra hafa með ályktun 1325 skuldbundið sig til að greiða leið kvenna að samningaborðinu, en það hefur vantað á framkvæmd þess. Meginefni ráð- stefnunnar er að fjalla um af hverju þessi ályktun öryggisráðsins hefur ekki virkað sem skyldi, hver er að bregðast konum og hvað hægt er að gera til að bæta úr því. „Það stendur upp á aðildarríki Sameinuðu þjóðanna að framfylgja ályktuninni. Það eru margir sem koma að samningaborði og það eru ýmsir sem skipa í þau sæti. En þegar verið er að velja fólk er yfirleitt beitt mjög hefðbundnum leiðum. Það er að segja, við- komandi þarf að hafa einhverja stöðu í samfélaginu. Þetta er svipað og í dag hér á Íslandi; hver myndi ganga hér niður í bæ og segja: Mér lýst ansi vel á þessa stúlku hérna, hvernig væri að setja hana í bankaráð? Þú þarft að vera stödd á vissum stað í samfé- laginu til að fá aðgang. En konur eiga of litla aðild að þeim stofnunum samfélagsins sem litið er til í leit að sáttasemjurum.“ Sameinuðu þjóðirnar þurfa að líta í eigin barm Þórhildur bendir á að það sé ekki bara í fátækari ríkjum, þar sem ófriður hefur ríkt og jafnréttisbaráttan hefur ekki náð jafn langt og í hinum vestræna heimi, sem kon- urnar eru ekki staddar á réttum stað. „Það að vera sáttasemjari hjá Sameinuðu þjóð- unum, til dæmis, er mikil virðingarstaða. Þar eru oft fullorðnir karlmenn sem eiga pólitískan feril að baki, fyrrverandi ráð- herrar jafnvel forsetar. Það eru fáar konur í þessum hópi, karlmenn eru alls staðar í meirihluta. Meira að segja í samfélögum þar sem konur eru virkir þátttakendur, eins og á Vesturlöndum, eru ekki margar komn- ar svona hátt í valdapíramídanum. Því er það svo að þegar farið er eftir hefðbundn- um leiðum, bara eins og hér á landi þegar leitað er eftir fólki í stjórnir fyrirtækja, þá liggur beinast við að velja karlmann. Nákvæmlega sami hugsunarháttur og rök liggja að baki ákvörðunum. Karlmaðurinn er bara nær, hann er augljósari kostur. En með meðvituðum ákvörðunum er hægt að breyta þessu. Það þarf að kíkja fyrir hornið til að finna konur, setja upp önnur gler- augu, en þær eru þarna – og fullt af þeim. Þær hafa einnig ómetanlega þekkingu, reynslu og oft önnur sjónarmið sem verða líka að koma fram. Það er enginn að segja að það eigi að reka alla karla frá samninga- borðinu, en það er affarasælast, þar eins og víðar, að konurnar komi líka að málum.“ Oft er spurt af hverju þurfi að kalla konur sérstaklega að samningaborði og uppbygg- ingu. „Það er hægt að nefna til sögu lýð- ræðisleg, mannréttinda- og kvennréttinda- rök fyrir nauðsyn þess. Konur eru jú helm- ingur mannskynsins. En mikilvægustu rökin eru ef til vill þau að það hefur sýnt sig að þar sem konur sitja við samningaborðið koma þær með önnur sjónarmið. Þetta er nokkuð sem hægt er að sjá á orðalagi í opinberum skýrslum.“ Þórhildur bendir sérstaklega á skýrslu Sam- einuðu þjóðanna sem hún hefur nýlega lesið. „Þar kom fram – og auðvitað var um líkingu að ræða – að karlmennirnir skildu byssurnar eftir við dyrnar, en átökin héldu samt áfram við borðið. Í sömu skýrslu var notað orðalagið „They embrace their enemy“ um konur. Þeirra lausnir felast ekki í því hvernig eigi að deila völdum eða hvar landmærin eigi að liggja. Þær koma að samningaborðinu með praktískar sam- félagslegar lausnir en ekki útdeilingu valda. Þær vilja heilbrigðiskerfi, menntakerfi, vel- ferðarkerfi og félagslega ábyrgð og virkni; lausnir sem stuðla að áframhaldandi friði, því undirrót ófriðar er svo oft fáfræði og fátækt auk valdníðslu af ýmsum toga.“ Bjóða lykla að nýjum hugmyndum Áætlað er að ráðstefnan verði haldin hér á landi þegar kemur fram á mitt ár 2009, og hafa fjölmargir sérfræðingar þegið boð um að koma og halda hér erindi. Það eru því væntingar uppi um að ráðstefnan muni skila árangri í uppbyggingarstarfi. „Þarna kemur áhrifafólk sem hittist ekki dagsdag- lega en hefur mikla reynslu og þekkingu á þessum málum. Vonandi fer þetta fólk með eitthvað í farteskinu aftur; nýjar hugmyndir, eða lykla,“ segir Þórhildur. En þetta mun einnig auka þekkingu hér heima, verða steinn í þekkingarhleðslu jafnréttisstoðar utanríkisstefnunnar. „Sumir eru fullir háðs þegar kemur að Íslandi og þátttöku í alþjóðastarfi,“ segir Þórhildur. „En það getur líka verið kostur að vera lítill. Við höfum staðið utan átaka og höfum ekki verið nýlenduþjóð, líkt og margar Evrópu- þjóðir. Hins vegar höfum við verið nýlenda, og það er reynsla sem við eigum að þekkja og vera meðvituð um. Það er ekki nema hálf öld síðan við vorum meðal vanþróaðra ríkja, en við höfum tekið þetta heljarstökk fram á við – og reyndar aftur á bak í bili! Eins og utanríkisráðherra hefur bent á, höfum við náð alþjóðlega viðurkenndum árangri á nokkrum sviðum, eins og til dæmis í sjávarútvegi, í þekkingu og nýtingu jarð- varma og í jafnréttis- og kvennabaráttu. Það síðastnefnda er líka hægt að gera að útflutningsvöru. Við höfum hér mikla og dýrmæta reynslu í baráttu sem er þess virði að flytja út til annarra þjóða. Íslenskar konur hafa svo sannarlega kunnað að skipuleggja sig og flykkja sér saman þegar það skiptir máli.“ Með eflda trú í hjarta á samtakamátt og mikilvægi kvenna er aftur gengið út í sól- ina. Neyðarblysin loga ekki lengur yfir höf- uðborginni. „Þegar kemur að friðarsamningum og uppbyggingu samfélagsins eftir átök eru það nánast eingöngu karlmenn sem koma að því ferli og á ráðstefnunni á að fjalla um hvernig hægt sé að greiða leið kvenna að samningaborðinu, þar sem framtíð samfélagsins er ráðin.“ Lj ó sm yn d : H ar p a R u t H ilm ar sd ó tt ir

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.