Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 20

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 20
20 • Mannréttindafræðslu. • Smálánaþjónustu til að koma af stað grænmetisframleiðslu. Það er markmið yfirvalda í Parwan að þjálfa konurnar sem sækja miðstöðina í að sjá sjálfar um miðstöðina þegar verkefninu lýkur. Verkefnið hefur verið samþykkt af hálfu yfirvalda í héraðinu sem þáttur í að veita konum öruggt athvarf og aðstoða þær við að auka þekkingu og tækifæri til þátttöku í félags-, efnahagslegri og pólit- ískri framþróun. Til að auka líkur á þátt- töku kvenna er boðið upp á dagvistun á staðnum. Fjárhagslegum stuðningi UNIFEM í Afgan- istan við kvennamiðstöðvarnar lauk form- lega í lok árs 2007 en UNIFEM kemur til með að styðja áfram við bakið á þeim með stuðningi sínum við kvennamálaráðuneytið, héraðsskrifstofurnar og frjáls félagasamtök sem vinna í grasrót landsins. Kvennamið- stöðvarnar hafa reynst konunum, sem þangað hafa leitað, og fjölskyldum þeirra mikill stuðningur. Það er því von UNIFEM og okkar allra að afgönsk stjórnvöld, með góðum stuðningi alþjóðasamfélagsins, nái að standa við loforð sín um að bæta stöðu og líf kvenna, og þar með barna þeirra, í Afganistan. Razia hefur átt erfitt líf. Aðstæður hennar eru mjög bágbornar; foreldrar hennar eru látnir og eiginmaðurinn afplánar fangels- isdóm fyrir morð. Hún gat á engan hátt framfleytt sér og ungum börnum sínum. Nágrannar hennar gáfu henni einstaka sinnum brauð og hveiti. Hún á ekkert land, frekar en afganskar konur almennt, og segir að það sé lítill möguleiki fyrir sig að fá vinnu. Razia, sem býr í Panjsher-dalnum, ákvað að taka þátt í verkefni sem UNIFEM styrkir og byggist á lestrar- og skriftarkennslu, verklegri kennslu og býflugnarækt. Razia segist hafa viljað læra býflugnarækt og læra að lesa. Nú hefur hún lært alla þætti býflugnaræktar og bróðir hennar aðstoðar hana við að selja hunangið. Afraksturinn fer í að kaupa mat fyrir heimilið en Razia talar einnig um ávinninginn af því að hafa lært að lesa og geta þannig kennt börnum sínum stafrófið. UNIFEM er í samvinnu við frjáls félagasamtök og héraðsskrif- stofuna m.a. í Panjsher, og veitir fjárhagslega og tæknilega aðstoð í svona verkefni. Markmiðið er að aðstoða afganskar konur í litlum borgum og þorpum úti á landsbyggðinni að byggja upp eigið lífsviðurværi og koma þeim í samband við þjónustuaðila sem koma framleiðslu þeirra áfram. Þjálfun og námskeið fara fram í félagsheimilum í þorpunum. rEynslusaga raziu UNIFEM leggur áherslu á að virkja þátttöku kvenna í efnahagslegri þróun í sveitum landsins í gegnum héraðsskrifstofur og kvennamiðstöðvar. Hluti af því er að styrkja vinnu afganska kvennamálaráðuneytisins og aðstoða við að útfæra aðgerðaáætlun fyrir konur í Afganistan. Aðgerðaáætlunin, sem er stefnumarkandi, hefur verið sam- þykkt og á að koma til framkvæmda snemma árs 2009. Þar eru sett fram heild- stæð úrræði sem eiga að stuðla að bættri stöðu kvenna og munu koma afgönsku samfélagi til góða. Mikilvægt er að styrkja samstarf kvenna sem starfa að efnahags- legri framþróun í grasrótinni við stærri stofnanir og ríkisstjórnina. Auk þess er brýnt að fræða konur um borgaraleg réttindi sín og þörf á að styrkja verklag sem stuðlar að aukinni þátttöku kvenna í samfélags- og efnahagslegri friðaruppbyggingu. Aldrei of seint. Eldri kona í hreyfanlegu kvennamiðstöðinni í Hizatkhail. Lj ó sm yn d : U N IF EM A fg an is ta n Lj ó sm yn d : U N IF EM A fg an is ta n Jógúrtframleiðsla í Hizatkhail.

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.