Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 32

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 32
32 Stríðið gegn kon um í Austur-Kongó austur­kongó Höfuðborg: Kinshasa Mannfjöldi: 62,6 milljónir lífslíkur: 48 ár (karlar), 45 ár (konur) vlF á mann, jafnvirðisgildi (PPP): 740 USD læsi (eldri en 15 ára): 54% (konur), 71% (karlar) aðgangur að hreinu vatni: Innan við 50% landsmanna Fólksfjölgun: 3,2% – rúmlega 47% lands manna eru yngri en 15 ára og aðeins 2,5% eru eldri en 65 ára Barn á hverja konu: 6,3 Barnadauði (undir fimm ára) 1 af hverjum 5 börnum sem fæðast deyja fyrir 5 ára aldur. Landið er í sjöunda sæti yfir hæsta barnadauða í heimi. HIv/aIDS: Áætlað að um 1 milljón manns sé smituð, konur eru 57% smitaðra. konur eiga 8,7% sæta á þingi Í miðri Afríku liggur hitabeltislandið Kongó. Kongó-áin hin mikla liðast í gegnum landið og öflug og vatnsmikil skapar hún víðfeðmt og gróðursælt vatnasvæði í hjarta afrísku álfunnar. Í heitu og röku loftslaginu dafnar hinn iðjagræni regnskógur og fóstrar fjöl- breytt lífríki sem hýsir helming allra dýrateg- unda í Afríku. Þar vappa fílar og flóðhestar, gíraffar og górillur á jörðu niðri, litríkir fugl- ar, páfagaukar og fiðrildi flögra og apar sveifla sér milli greina í þéttriðnu neti trjá- gróðurs. Í austri og norðri rís hálendið til himins með tignarlegum fjöllum og virkum eldfjöllum og í suðri, við minnkandi úrkomu, tekur hin víðáttumikla hitabeltisgresja við. Austur-Kongó er næststærsta landið í sunn- anverðri Afríku (aðeins Súdan er stærra) og er á stærð við alla Vestur-Evrópu. Þar búa nú um 60 milljónir manna við mikla náttúrufegurð, en öll hverfur hún í skugga þess skelfilega raunveruleika sem þjóðin býr við. Stríðsást- and hefur ríkt í landinu í rúman áratug og talið er að um 3,5 til rúmlega 5 milljónir manna hafi látist frá 1998. Til samanburðar má geta þess að íbúafjöldi í Danmörku er 5,4 milljónir. Um er að ræða flest dauðsföll í stríði síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk. Talið er að enn sé um ein milljón manna á vergangi eða í flóttamannabúðum eftir að hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna ástandsins. Enn er talið að um 40 þúsund manns deyi í hverjum mánuði vegna stríðsástandsins, úr hungri, næringarskorti og sjúkdómum. Dán- artíðni í Austur-Kongó er 57% hærri en í öðrum löndum sunnan Sahara; lífslíkur í dag eru um 46 ár. Verst sett eru börnin, sem eru berskjölduð, því þau eru mjög móttækileg fyrir sjúkdómum svo sem malaríu, mislingum og taugaveiki. Þetta eru sjúkdómar sem geta leitt börn til dauða ef lyf eru ekki fáanleg. Tuttugu prósent barna í Austur-Kongó deyja áður en þau ná fimm ára aldri. Pólitískur óstöðugleiki og stríðsástand Þegar einræðisherrann Mobutu flúði land 1997, eftir eins árs baráttu við stjórnarand- stöðuherinn, hafði hann verið við völd í 32 ár og mjólkað land og þjóð í eigin þágu. Áætl- að er að 1984 hafi hann átt nærri fjóra millj- arða dollara í bönkum erlendis, sem jafngilti skuldastöðu þjóðarinnar á þeim tíma. Efna- hagslífi landsins hnignaði mjög á þessu tíma- bili og ólga og óánægja magnaðist meðal fólksins undir harðstjórn hans. Eftir að stjórnarandstöðuherinn rak Mobutu frá völdum tók við pólitískur óstöðugleiki. Aðeins ári seinna, árið 1998, hófust aftur stríðs- átök milli sitjandi stjórnar (undir stjórn Kabila) og nýrrar stjórnarandstöðu. Nú blönduðu nágrannar sér í leikinn og studdu Rúanda og Úganda stjórnarandstöðuna en Angóla, Namibía og Simbabve studdu stjórnina. Með stuðningi sínum voru löndin að vernda eigin landamæri og hagsmuni, meðal annars í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að skæruliðar sem börðust gegn þeirra eigin stjórnum fengju griðland eða stuðning í Austur-Kongó. Að auki er um að ræða átök skæruliða um yfirráð yfir auðlindaríkum svæðum. Námur veita þeim Kona leitar skjóls með barn sitt í stríðsátökunum í Kongó. © E d d y Is an g o /IR IN

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.