Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 44

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 44
44 Í október sl. skrifuðu fulltrúar lögreglu- og öryggissveita Evr- ópusambandsins í Bosníu og Hersegóvínu (EUPM og EUFOR) undir samstarfssamning við UNIFEM um fræðslu og samráð innan vébanda ályktunar 1325. Samstarfsfélagar UNIFEM til margra ára, kvennasamtökin Zene Zenama, munu annast fræðslu um mannöryggi, konur og átakastjórnun fyrir tugi háttsettra fulltrúa EUFOR, EUPM og bosnískra öryggissveita og koma jafnframt á fót samráðsfundum milli frjálsra félagasam- taka, bosnískra yfirvalda og alþjóðlegu öryggissveitanna. Íslenska utanríkisráðuneytið styrkir starf UNIFEM í þágu 1325 á Balkanskaganum og mun Hjálmar Sigmarsson, starfsmaður UNIFEM í Sarajevo, hafa umsjón með samstarfinu við EUPM og EUFOR. „Um árabil hefur verið deilt um það hvort kynferðisofbeldi gegn konum sé öryggismál sem þurfi að ræða á þessum vett- vangi. Ég er stolt af því að við höfum loksins svarað þeirri spurn- ingu játandi, með afgerandi hætti. Við staðfestum að kynferð- isofbeldi hefur ekki einungis áhrif á heilsu og öryggi kvenna heldur einnig á efnahagslegan og félagslegan stöðugleika þjóða þeirra.“ Svo mæltist Condoleezu Rice við opnun fundar öryggisráðsins 19. júní 2008 þegar ályktun 1820 var samþykkt. Tæpu ári áður létu nokkrir meðlimir öryggisráðsins þá skoðun í ljós að kynferðisofbeldi félli ekki undir verksvið þess. Átta árum eftir að ályktun 1325 var samþykkt í öryggisráðinu er ennþá langt í land með að konur taki jafnan þátt í friðarumleit- unum. Í fimm friðarferlum sem nú standa yfir – í Afganistan, Búrúndí, Kongó, Darfur og Úganda – eru konur að meðaltali 7% samningamanna. Í 14 nýlegum friðarsamningum voru konur tæp 3% þeirra sem skrifuðu undir samninginn. Þátttaka kvenna er einna sterkust meðal þeirra sem fylgjast með samn- ingaviðræðunum; í Líberíu árið 2003 og í Darfur og Úganda nú í ár voru konur að meðaltali fjórðungur áheyrnarfulltrúa. Í Darfur má finna haldbær dæmi um stuðning UNIFEM við þátt- töku kvenna í friðarferlum. Árið 2005 tók UNIFEM höndum saman við Afríkusambandið (African Union) um að styðja konur frá Darfur til að taka þátt í friðarviðræðunum í Abuja. Árið 2006 sendi UNIFEM sérfræðing í jafnréttismálum til að styðja við friðarferlið og æ síðan hefur UNIFEM unnið með aðstand- endum friðarferlisins til að tryggja að fleiri konur geti tekið þátt í næstu friðarviðræðum um Darfur. Í nýlegri skýrslu UNIFEM, Progress of World´s Women 2008/2009: Who Answers to Women, er því skýrt haldið fram að alþjóða- stofnanir á sviði öryggismála sýni takmark- aðan vilja til að bera ábyrgð á réttindum kvenna og jafnrétti kynjanna, til að mynda með því að fjölga konum í ábyrgðarstöð- um, vernda konur fyrir ofbeldi og að tryggja fullnægjandi fjárheimildir fyrir eftirfylgni ályktunarinnar. Í skýrslunni er jafnframt bent á að nær alger skortur á reglubundnu eftirlitskerfi fyrir ályktun 1325 sé skamm- arlegur í samanburði við sambærilega ályktun öryggisráðsins númer 1612 (sam- þykkt árið 2005) um börn og vopnuð átök. Þeirri ályktun fylgja öll þau ábyrgðar- og eftirlitstól sem ályktun 1325 hefur ekki, svo sem sérstakur vinnuhópur innan öryggis- ráðsins, skýr tímarammi og refsiákvæði. kvennasamtök varðhundar og hreyfiafl 1325 Sterkustu viðbrögðin við samþykkt álykt- unarinnar árið 2000, og allar götur síðan, voru meðal kvennahreyfinga á átakasvæð- um sem tóku fagnandi þessari mikilvægu viðurkenningu á málefnunum sem þær voru að berjast fyrir. Loksins urðu þessar kvenna- hreyfingar og störf þeirra lögmæt í augum alþjóðasamfélagsins. Sú staðreynd að álykt- un 1325 hefur verið þýdd á 95 tungumál, fyrst og fremst að frumkvæði frjálsra félaga- samtaka, segir kannski meira en mörg orð um útbreiðslu ályktunarinnar í grasrótinni. Það má segja að kvennahreyfingarnar séu bæði varðhundar og hreyfiafl ályktunar- innar. Þær hvetja og styðja stjórnvöld til að fylgja ályktuninni eftir, s.s. með fræðslu- námskeiðum, útgáfu, ráðstefnuhaldi og mótmælafundum. Þær vinna með alþjóða- stofnunum að afvopnunaraðgerðum, rekstri þjónustumiðstöðva fyrir fórnarlömb ofbeld- is og þjálfun fyrir friðargæsluliða, svo eitt- hvað sé talið. Og þar sem stuðning er hvorki að finna frá stjórnvöldum né alþjóðastofn- unum er starfsemi engu að síður haldið úti með stuðningi og upplýsingum frá syst- ursamtökum víða um heim í gegnum Inter- netið. Elstu starfandi friðarsamtök kvenna, Women’s International League for Peace and Freedom (WILPF) halda úti síðunni www.peacewomen.org þar sem safnað er saman upplýsingum um starfsemi í þágu ályktunar 1325 um allan heim. Á síðunni má glöggt sjá hvílíkur fjöldi hreyfinga starfar að þessum málum og hversu fjölbreyttar aðgerðir þeirra eru. Grasrótin sem ályktun 1325 spratt upp úr og dafnar nú í er svo sannarlega öflug og hnattræn. 1325 í FraMkVæMd Konur vinna saman í Afganistan. Lj ó sm yn d : M ag n ea M ar ín ó sd ó tt ir

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.