Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 7
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 2009 3 Í byrjun nóvember fór fram umræða utan dagskrár á Alþingi um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni. Umræðan var fagnaðarefni, ekki síst í ljósi þess að heilbrigðisþjónustan er ein af grunnstoðum samfélagsins og þess hversu stór liður heilbrigðisþjónustan er á fjárlögum hvers árs. Heilbrigðisþjónustuna er ekki oft rædd í sölum Alþingis, hvað þá forgangsröðun verkefna og hvernig best megi nýta þann mikla mannauð og það fjármagn sem sú þjónusta krefst. Fulltrúar allra flokka á Alþingi tóku þátt í umræðunum. Ræðumenn voru sammála um að það þyrfti að standa vörð um, vinna að, tryggja að, leggja aukna áherslu á og svo framvegis. Það væri nú mikilvægara en nokkru sinni að forgangsraða í heilbrigðiskerfinu en enginn nefndi hvernig. Það þyrfti að endurskipuleggja starfsemi kragasjúkrahúsanna í kringum Landspítalann (LSH) en enginn nefndi hvaða verkefni ætti að færa frá kragasjúkrahúsunum eða til þeirra. Það þyrfti að styrkja Sjúkrahúsið á Akureyri til mótvægis við LSH en enginn nefndi hvernig ætti að gera það þegar sú stofnun stendur frammi fyrir því að leggja af einhverja þjónustu til að uppfylla þá hagræðingarkröfu sem stjórnendum er gert skylt að uppfylla. Það þyrfti að standa sérstakan vörð um grunnþjónustuna en enginn skilgreindi hvað felst í grunnþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það þyrfti að sjálfsögðu að styrkja heilsugæsluna en enginn nefndi hvernig það færi saman við þá staðreynd að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins byrjaði þetta rekstrarár með því að skera niður um 370 milljónir króna. Heilbrigðisráðherra sagði í lokaorðum sínum: „Til framtíðar erum við að horfa á, eins og hér var sagt, byggingu nýs háskólasjúkrahúss og við horfum til þess að styrkja heilsugæsluna, taka upp valfrjálst tilvísanakerfi, efla menntun í heilsugæslunni og forvarnir því þetta á að vera sú framtíðarsýn sem við höfum og skiptir miklu máli í miðjum niðurskurði, að hafa skýra framtíðarsýn.“ Það má víst sannarlega deila um það hvort þessi umræða á Alþingi hafi skýrt fyrir almenningi hvaða framtíðarsýn stjórnvöld hafa varðandi heilbrigðisþjónustuna. Hvers er að vænta, hvað verður varið og hverju verður fórnað? Hvað verður áfram greitt úr sameiginlegum sjóðum landsmanna, hvaða þjónusta verður veitt á hverjum stað og almennt hver gerir hvað í heilbrigðiskerfinu? Í mars 2006 skilaði svokölluð Jónínu­ nefnd af sér skýrslu til heilbrigðis­ ráðherra undir yfirskriftinni Hver geri hvað í heilbrigðisþjónustunni. Skýrslan var afrakstur rúmlega tveggja ára vinnu sérfræðinga og fulltrúa allra stjórnmálaflokka en þeim var ætlað að gera tillögur um hvernig endurskilgreina mætti verksvið Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri. Nefndin fjallaði einnig um verkaskiptingu milli ofangreindra stofnana og annarra í heilbrigðisþjónustu, þar með einkarekinna læknastofa. Tillögur nefndarinnar eru þess eðlis að þær hefðu átt að geta leiðbeint stjórnvöldum við stefnumörkun og ákvarðanatöku um heilbrigðisþjónustu hér á landi til næstu ára og jafnvel áratuga. Því miður var skýrslan lögð til hliðar eða „jörðuð“ eins og þáverandi heilbrigðisráðherra orðaði það í umræðu á Alþingi, umræðu sem annar fyrrverandi heilbrigðisráðherra hóf þegar skýrsla nefndarinnar var gefin út. Þessi óábyrgu vinnubrögð stjórnmálamanna á sínum tíma urðu til þess að þær mikilvægu upplýsingar, sem dregnar voru saman í skýrslunni, og þær vel rökstuddu tillögur, sem þar voru settar fram, voru aldrei nýttar. Nefndin leitaði víða fanga varðandi upplýsingar og byggði tillögur sínar á reynslu annarra þjóða, á fjölda skýrslna og greina, sem birtar hafa verið hérlendis og erlendis, og ekki hvað síst á hugmyndum fjölda einstaklinga sem kallaðir voru fyrir nefndina. Í skýrslu nefndarinnar er fjallað um skipulag heilbrigðisþjónustunnar, þróun búsetu, mannfjölda og fyrirsjáanleg verkefni og um sjúkrahúsþjónustu, for­ gangsröðun, jafnræði, valfrelsi sjúklinga og sjúkratryggingavernd, það er hvað skuli greiða úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Fjallað er um ferliverk og stefnumótun í þeirri þjónustu og ekki hvað síst um fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar og þjónustugjöld. Meðal tuga tillagna nefndarinnar eru tillögur um að breyta fjármögnun sjúkrahússþjónustu í áföngum þannig að greiðslur til sjúkrahúsa verði að hluta til í formi fastra fjárveitinga, að hluta til verktengdar og það sem áhugaverðast er að greiðslur verði tengdar gæðum þjónustunnar. Lagt var til að skipuð yrði þverfagleg nefnd sem yrði heilbrigðis­ ráðherra til ráðgjafar um hvaða nýju þjónustu, þar með lyf, skuli innleiða. Þá var lagt til að meta verkaskiptingu heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa sér­ stak lega með tilliti til slysa­ og bráða­ móttöku þannig að fólk geti fengið úrlausn minni háttar heilsufarsvanda sem næst heimili sínu. Um það snýst jú grunnþjónustan, ásamt heilsugæslu og öldrunarþjónustu. Stjórnvöld og stjórnendur heilbrigðis­ stofnana standa nú frammi fyrir mikil­ vægum ákvörðunum um niðurskurð í heil brigðiskerfinu, ákvörðunum sem munu skipta sköpum varðandi eina mikilvægustu stoð samfélagsins. Það er því full ástæða til að hvetja þá sem nú eru við stjórnvölinn til að nýta þá miklu vinnu sem lögð var í umrædda skýrslu, Hver geri hvað í heilbrigðisþjónustunni. Elsa B. Friðfinnsdóttir. HVER GERI HVAÐ Í HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNI? Formannspistill Umboðsaðili: Vistor.hf. Hörgatúni 2, 210 Garðabæ www.astrazeneca.is S y m b ic o rt S M A R T ® = S ym b ic o rt M a in te n a n ce A n d R e lie ve r T h e ra p y Gjörbreytt hugsun í astmameðferð! Nú þurfa sjúklingar með astma aðeins eitt lyf - bæði sem viðhaldsmeðferð og við bráðaeinkennum*) *) Á aðeins við ef lyfið heitir Symbicort
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.