Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 26
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 200922 Rétta lagið svo lystugt verði Í sumar kom út hjá Máli og menningu bók Ásu Margrétar, Matsveppir í náttúru Íslands. Hún hafði þá unnið að bókinni um nokkurra mánaða skeið en ræturnar má rekja langt aftur. Þannig hefur Ása í meira en þrjátíu ár farið ótalmargar ferðirnar í skóga landsins til að tína sveppi jafnframt því sem hún hefur aflað sér góðrar þekkingar á þessu sviði því sveppategundir eru eins ólíkar og þær eru margar. Þannig eru sumar tegundir góðir matsveppir en aðrar ber að forðast. Þá þarf að hafa rétt lag á við að þurrka og meðhöndla sveppi svo lystugir verði. Um það má lesa í bók Ásu sem hefur fengið góðar viðtökur. „Þegar búið er að tína sveppina þarf að hreinsa þá. Pípusveppir til dæmis eru með rörum neðan á hattinum þar sem flugur verpa og úr eggjum þeirra kemur maðkur. Að því þarf að gæta sérstaklega. Þegar geyma á sveppi til nota síðar eru Vetrarforðinn. Þurrkaðir sveppir í krukku sem Ása segir að eigi að duga til þriðju hverrar máltíðar út árið. „Það var fyrir um þrjátíu árum sem ég fór fyrst að leggja mig eftir því að tína sveppi og þekkja tegundirnar.“ þeir annaðhvort frystir eða þurrkaðir. Áður en sveppir eru frystir þarf að hita þá á pönnu án feiti til að ná nokkru af vatninu, sem í þeim er, úr þeim. Til að þurrka sveppi þarf aftur á móti að sneiða þá nokkuð þunnt og leggja á smjörpappír og snúa þeim öðru hverju. Sé síðarnefnda laginu fylgt tekur ferlið nokkra daga,“ segir Ása sem eftir síðasta sumar á sveppi sem hún geymir í boxum, glerkrukkum og frysti í því magni að duga ætti til þriðju hverrar máltíðar næsta árið. „Sveppirnir þurfa að vera fullþurrkaðir þegar þeir eru settir í krukkur og þá Sigurður Bogi Sævarsson, sigbogi@simnet.is SVEPPIRNIR ERU SPENNANDI - segir Ása Margrét Ásgrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur og höfundur bókarinnar Matarsveppir í náttúru Íslands „Kreppan hefur gjörbreytt viðhorfum þjóðar­ innar og nú er fólk miklu áhugasamara en áður um að lifa af landsins gögnum og gæðum. Síðasta sumar komu margir sér upp garðshorni til að rækta matjurtir og þegar líða tók á sumarið fóru margir í skógarferðir til að tína sveppi. Sjálfri finnst mér sveppaferðir skemmtilegar enda er þetta áhugamál þar sem fjölskyldan getur sameinast. Í sveppaferðum er sömuleiðis ákveðin spenna sem fylgir, því aldrei er á vísan að róa hvar sveppi er að finna,“ segir Ása Margrét Ásgrímsdóttir hjúkrunarfræðingur. geymast þeir best á dimmum stað. Svo þegar á að setja sveppina til dæmis í súpur eða sósur er nauðsynlegt að bleyta þá upp í vatni,“ segir Ása sem bætir við að aðalmunurinn á íslenskum villisveppum og hefðbundnum ræktuðum matsveppum sé sá að bragðið af villisveppunum er sterkara. Heiðmörk og Mógilsá Fyrir tæpum tuttugu árum kom út bókin Villtir matsveppir á Íslandi sem Ása Margrét og Guðrún Magnúsdóttir bókasafnsfræðingur skráðu. Sú bók seldist vel og hefur nokkrum sinnum verið endurútgefin. En Ásu fannst tími kominn til að skrifa nýja bók og taka á viðfangsefninu með öðrum hætti enda hefur hún aflað sér margvíslegrar viðbótarþekkingar um sveppaflóruna. Þess sér líka stað í bókinni sem Ása vann en hún ásamt dóttur sinni, Auði Öglu Óladóttur, og Eyjólfi Magnússyni, sambýlismanni hennar, tók meginþorra myndanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.