Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 14
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 200910 Mynd 2. Eitt af fimm dæmum um sárasótt úr kirkjugarðinum. Á myndinni má sjá sýkingu af völdum sárasóttar á ennisbeini og vinstri sköflungi. byggingar þeirra sem afgirt, ferningslaga þyrping húsa. Í grundvallaratriðum myndaði kirkjan eina hlið þeirra, svefnálma bræðra nna aðra, eldunaraðstaða með mat sal þá þriðju og loks útihúsin þá fjórðu. Af þeim rýmum, sem grafin hafa verið upp innan húsaþyrpingarinnar á Skriðu­ klaustri, er helst að nefna svefnskála, kapítula, matsal, eldhús, sjúkrasal, skepnuhús og geymslur auk kirkju. Þyrpingunni var svo lokað með þykkum vegg. Innan veggja hennar þreifst síðan samfélag þeirra sem kusu líf og dauða undir verndarvæng almættisins. Þar bjuggu, auk reglubræðra, sjúkir og fátækir á öllum aldri og af báðum kynjum í lengri eða skemmri tíma. Bræðurnir áttu sjálfsagt leg í kirkjugarði eigin klausturs en þeim bar enn fremur að greftra þá sem dóu í þeirra umsjón sem sjúklingar eða gestir. Almenningur, sem annars átti alla jafna rétt á greftrun í eigin sóknarkirkjugarði, gat hins vegar líkt og sérstakir velgjörðamenn þeirra keypt sér leg við klaustrin án þess að ganga í þau. Strangar reglur giltu á hinn bóginn um aðgang bræðra, sjúklinga og almennings að hinum margvíslegu rýmum klaustranna. Almenningur hafði aðeins aðgang að kirkjunni, sjúklingar að sjúkrasal og að hluta til eldhúsi, ólíkt bræðrunum sem höfðu aðgang að öllum rýmum klaustursins. Sjúkrasalurinn var þess vegna venjulega staðsettur fjærst kirkju og um leið aðskilinn frá vistarverum bræðranna (sjá t.d. Møller­Christensen, 1982; Miller og Saxby, 2007). Skipting legstæða innan kirkjugarðsins á Skriðuklaustri endurspeglar einmitt mismunandi aðgengi þegna þess að rýmum klaustursins og um leið aðgreiningu þeirra í lífi og dauða. Greftrunarstaður hvers og eins í kirkjugarðinum vitnar að sama skapi um tengsl hinna látnu við klaustrið en kirkjugarðurinn var fjórskiptur. Svæðin fjögur afmarkast í fyrsta lagi af klausturgarðinum sjálfum þar sem sjúklingarnir voru jarðaðir, í öðru lagi af svæði austan við kórinn þar sem bræðurnir áttu leg, í þriðja lagi svæði sem ætlað var almenningi sunnan við múra klaustursins og í fjórða lagi af veggjum kirkjunnar þar sem legstæðum var úthlutað til sérstakra velgjörðamanna. Sams konar skiptingu má yfirleitt sjá í öðrum klaustrum sem ráku spítala eins og Skriðuklaustur gerði (sjá t.d. Gilchrist og Sloane, 2005). Þrátt fyrir að klaustrið á Skriðu hafi aðeins verið rekið í 60 ár af þeim tæplega 300 árum sem kirkjugarðurinn var í notkun, þá er ljóst að talsvert fleiri voru jarðaðir þar á klausturtíma en eftir hann. Af 157 varðveittum beinagrindum eru 117 frá klausturtíma en aðeins 40 frá því tímaskeiði er sýslumenn sátu á Skriðu. Samsetning grafa frá klausturtíma bendir jafnframt til þess að um 70 manns hafi leitað á náðir klaustursins og dáið þar vegna sjúkdóma. Allt að 47 einstaklingar hafa hins vegar aflað sér réttar með öðrum hætti til þess að öðlast greftrun í klausturkirkjugarðinum, sem reglubræður, almenningur eða velgjörðamenn. Sýslu­ menn svo og fjölskyldur þeirra voru eftir að klausturhald lagðist af jörðuð á sama stað og bræðurnir, að baki kirkjukórsins. Spítalinn Þau atriði, sem umfram önnur benda til þess að spítali hafi verið rekinn í Skriðuklaustri, byggjast sem fyrr segir á greiningu mannabeina, uppgötvunum um ræktun innfluttra jurta til lyfjagerðar og loks fundi áhalda til lækninga (Steinunn Kristjánsdóttir, 2006, 2008). Þeir sem nutu hjálpar bræðranna á Skriðuklaustri höfðust við í sjúkrasalnum. Hann var stærstur rýma í klausturhúsaþyrpingunni, um 30 fermetrar að grunnfleti. Kallaðist salurinn infirmarium á latínu og sá sem sá um sjúklingana bar heitið infirmarius. Var hann einn bræðranna. Þessi aðili sá einnig um að undirbúa lík fyrir greftrun í kirkjugarðinum. Í sjúkrasalnum voru hinir sjúku baðaðir, þeim gefinn matur og veitt sú læknisaðstoð sem í boði var (Møller­ Christensen, 1982). Sjúklingar Þorri þeirra beinagrinda, sem grafnar hafa verið upp innan þess svæðis kirkjugarðsins sem afmarkast eingöngu af klausturgarðinum, bera einkenni lang­ vinnra sjúkdóma, sýkinga, meðf æddra kvilla eða áverka vegna slysa. Þessi einkenni eru einkum til komin vegna sárasóttar, sulls, berkla, lungna bólgu, tannslits, hörgulsjúkdóma, skarðs í góm, síendurtekins álags og almennra beinbrota. Í beinasafninu úr klausturgarðinum eru börn og unglingar áberandi en 38% þeirra sem þar voru jarðaðir náðu ekki 20 ára aldri. Þessi samsetning er ólík þeirri sem sjá má á öðrum svæðum Skriðuklausturskirkjugarðs, t.d. sunnan við kirkju þar sem almenningur var jarðaður. Mjög ung börn voru jörðuð þar, svo og fullorðnir. Á miðöldum var ungbarnadauði einmitt mikill en þeir einstaklingar, sem lifðu af fyrsta árið, komust oftast til fullorðinsára (Jón Ólafur Ísberg, 2005). Hið háa hlutfall ungra einstaklinga innan klaustursgarðsins sýnir svo ekki verður um villst að til klaustursins hafi leitað fólk á öllum aldri sem átti við aðra sjúkdóma að stríða en þá er tengdust ungbarnadauða eða elli. Dæmin um kynsjúkdóminn sárasótt frá Skriðuklaustri eru þau elstu sem vitað er um hérlendis með vissu (mynd 2). Talið er að sjúkdómurinn hafi ekki borist til Evrópu fyrr en með landafundunum í Ameríku við lok 15. aldar. Fljótlega eftir það nær hann mikilli útbreiðslu um alla Norður­Evrópu og allt austur til Rússlands (Andersen o.fl., 1986; Buzhilova, 1999; Mays o.fl., 2008). Fimm tilfelli hafa verið staðfest í beinasafninu frá Skriðuklaustri. Eitt þeirra er beinagrind 12­14 ára barns og hefur viðkomandi því væntanlega smitast í móðurkviði. Í öllum tilvikum er um að ræða víðtæka sýkingu sem hefur dregið fólk til dauða (Guðný Zoëga, 2007; Cecilia Collins, munnleg heimild 20. júlí 2009).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.