Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 48
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 200944
Með hreinlæti er hægt að hafa mikil áhrif á það hvort sjúkdómar dreifist
milli fólks. DÚX hreinlætisvörurnar frá Mjöll Frigg eru áhrifaríkar en
mildar og fara vel með húð og hendur. DÚX hreinlætisvörurnar hafa
verið notaðar á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum árum saman og
reynst vel. DÚX vörulínan fæst einnig í minni einingum sem henta vel til
notkunar á heimilum. DÚX sótthreinsar, mýkir, verndar og græðir.
GÖNGUM
HREIN
TIL VERKS
Claire Bertschinger er breskur
hjúkrunarfræðingur og vann hún í mörg
ár fyrir alþjóðadeild Rauða krossins.
Fyrsta starfið utan heimalandsins
var reyndar í Panama og í Indónesíu
sem hjúkrunarfræðingur fyrir breska
vísindastofnun. Vinna hennar við að
bjarga börnum í Eþíópíu 1984 komst
í heimspressuna og varð kveikjan að
Live Aidsöfnuninni sem Bob Geldorf
stóð fyrir. Í Eþíópíu þurfti hún að taka
ákvörðun um hvaða börn fengju mat og
hver ekki og myndu í framhaldinu deyja
og hafði þessi reynsla djúpstæð áhrif á
hana. Vegna vinnuálags og einangrunar
HJÚKRUNARHETJUR
AÐ FLYTJA FJÖLL
Í þessu tölublaði byrjar ný greinaröð í Tímariti hjúkrunarfræðinga. Á
komandi ári mun blaðið fjalla um hjúkrunar fræðinga sem hafa unnið
hjálpar og líknarstörf við erfiðar aðstæður og lagt sitt af mörkum til þess
að lina þjáningar og bæta heiminn.
Christer Magnusson, christer@hjukrun.is
vissi hún reyndar ekki af umfjölluninni
og fjaðrafokinu í fjölmiðlunum fyrr en
löngu seinna. Hún hefur síðan starfað
í fjölmörgum löndum, meðal annars í
Líbanon, Afganistan og mörgum löndum
í Afríku. Þá starfaði hún einnig um tíma
við þjálfun í höfuðstöðvum alþjóðadeildar
Rauða krossins í Genf.
Störf hennar hafa verið margverðlaunuð,
meðal annars hlaut hún Florence
Nightingaleorðuna 1991. Hún hefur
einnig fengið „The human rights and
nursing award“ frá stofnuninni The
International Centre for Nursing Ethics.
Verðlaunin voru veitt í háskólanum í
Surrey í Englandi 2007. Á alþjóðadegi
hjúkrunar 12. maí sl. kom hún aftur í
skólann í Surrey og hélt hátíðarræðu sem
nefndist „Að flytja fjöll“. Fjallaði ræðan um
reynslu hennar af því að veita neyðarhjálp
á stríðshrjáðum svæðum heimsins. Erindi
hennar byggðist á bókinni „Moving
Mountains“ sem hún gaf út 2005. Claire
býr nú í Bretlandi og stýrir diplómanámi
í hitabeltishjúkrun við London School of
Hygiene and Tropical Medicine. Hún er
virk í góðgerðarsamtökum og flytur oft
erindi um hjálparstarf í Afríku.
Claire Bertschinger fær „The human
rights and nursing award“ úr hendi
John Hay, deildarforseta heilbrigðis
og læknadeildar háskólans í Surrey í
Englandi.