Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 16
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 200912 Fjölmargar beinagrindur í klaustur garðinum eru af einstaklingum sem hlutu í lifanda lífi misalvarlega áverka af völdum slyss eða álags. Helst eru áberandi beinbrot leggjabeina og samfallnir hryggjarliðir. Í einu tilfelli eldri konu voru hryggjarliðir það mikið fallnir saman að um lömun hefur verið að ræða. Af álagstengdum áverkum á sömu beinagrind er greinilegt að konan hefur stuðst við hækjur í nokkuð langan tíma. Í annarri gröf fundust bein 20­23 ára gamals karlmanns sem hafði látist skömmu eftir að bæði herðablöð hans brotnuðu, annað í tvennt. Bein hans höfðu náð að byrja að gróa saman áður en hann lést en gera má samt ráð fyrir því að áverkarnir hafi dregið hann til dauða, svo alvarlegir voru þeir (mynd 6) (Guðný Zoëga, 2007). Eitt tilfelli beinbrots sýnir merki um sérstaka meðhöndlun. Um er að ræða lærleggsbrot, rétt ofan við hné, á beinagrind karlmanns sem hefur látist um þrítugt. Við brotið hefur leggurinn brotnað í tvennt en verið bundinn saman áður en brotið greri. Við meðferðina hefur fóturinn styst um allt að 5 cm og að líkindum valdið manninum erfiðleikum við leik og störf enda koma samhliða fram ýmsir aðrir álagsáverkar á beinagrindinni (Cecilia Collins, munnleg heimild 20. júlí 2009). Ekki er samt ljóst hvað dró hann til dauða svo ungan að aldri (mynd 7). Hér hefur verið stiklað á stóru og aðeins greint frá alvarlegustu kvillunum sem hrjáðu sjúklinga Skriðuklausturs. Athygli vekur samt að enn hefur engin beinagrind, sem ber einkenni holdsveiki, fundist. Enn hefur ekki verið lokið við að greina allt beinasafnið, enda um langtímaverkefni að ræða. Aðferðir til lækninga Greining frjókorna frá Skriðuklaustri sýnir að garðyrkja hafi verið liður í starfi bræðranna líkt og venja var í klaustrum erlendis. Veðrátta og aðrar aðstæður hérlendis hafa ekki aftrað þeim frá því. Greindar hafa verið samtals tíu tegundir plantna sem þekkt er að nýttar hafi verið til lækninga. Sjö þeirra hafa tilheyrt íslenskri flóru frá ómunatíð en þrjár þeirra hafa að líkindum verið fluttar markvisst til landsins til ræktunar. Þessar plöntur eru villilaukur (Allium), græðisúra (Plantago major) og brenninetla (Urtica dioica). Á miðöldum var villilaukur ein mikilvægasta lækningajurtin á Vesturlöndum enda var hún talin geta ráðið bót á flestum meinum líkt og brenninetlan. Græðisúra var eins og nafnið bendir til notuð til þess að græða sár (Samson B. Harðarson, 2008). Eitt lyfjaglas og einn lyfjabaukur úr leir hafa fundist en þessi ílát geta hafa verið nýtt fyrir heimatilbúin lyf. Hvort tveggja var innflutt, hugsanlega þó upphaflega með lyfjum í. Af öðrum gripum hafa fundist 18 bíldar, skurðarhnífar og nálar sem hafa ef til vill verið notuð til handlækninga. Bíldarnir og hnífarnir eru heimasmíðaðir úr járni en nálarnar innfluttar og úr látúni. Áhöldin eru samt sömu gerðar og þau sem hafa fundist við rannsóknir á klausturspítölum erlendis (Frölich, í prentun). Bíldarnir eru aðeins tveir og fundust þeir báðir í sjúkrastofunni. Hin áhöldin fundust hér og þar um klaustur­ húsaþyrpinguna. Bíldarnir voru notaðir til þess að taka blóð (mynd 8). Var þá blóði hleypt úr fólki með litlum skurði á mismunandi stöðum líkamans við ýmsar aðstæður, eins og á fullu tungli. Aðferðin þótti vera allra meina bót og var nýtt gegn hvers konar kvillum. Skurðarhnífarnir voru nýttir til stærri aðgerða, eins og að skera burtu kýli, sár og jafnvel til að aflima (Jón Ólafur Ísberg, 2005). Nálarnar voru hins vegar notaðar til þess að loka sárum, t.d. eftir aðgerð eða blóðtöku (Frölich, í prentun). Smásteinar úr ýmsum steintegundum hafa vakið sérstaka athygli við uppgröftinn en margir hafa þeir fundist innan sjúkrasalarins. Margir þeirra eru innfluttir en stærð þeirra er yfirleitt á bilinu 3­5 cm. Í suma þeirra hafa ógreinileg tákn verið rist. Líklega er hér um að ræða lækninga­ og lausnarsteina en frá öndverðu hefur manneskjan haft trú á mátt þeirra (Jón Ólafur Ísberg, 2005). Lausnarsteinar voru notaðir við barnsburð en umburðarlyndi jafnt nunnu­ sem munkaklaustra gagnvart konum í barnsnauð er vel þekkt (Møller­ Christensen, 1982; Gilchrist og Sloane, 2005). Loks ber hér að nefna líkneski sem fannst brotið í kór kirkjunnar í Skriðuklaustri. Líkneskið er af heilagri Barböru og var það framleitt í Utrecht í Hollandi á 15. öld (Þóra Kristjánsdóttir, 2008). Líkneskið er um margt merkilegt en þó sérstaklega fyrir verndarmátt þann sem heilög Barbara átti að hafa gegn sótthita (mynd 9). Heilög Barbara á sér langa sögu en á miðöldum var hún þekktust fyrir að vera í hópi 14 dýrlinga sem vernda áttu gegn þeim farsóttum sem þá geisuðu í Evrópu. Lokaorð Miðaldaklaustrin ráku gjarnan spítala líkt og þann sem rekinn var á Skriðuklaustri. Mynd 6. Dæmi um alvarlegan áverka á herðablaði. Mynd 7. Lærleggsbrot sem hlynnt hefur verið að. Mynd 8. Annar tveggja bílda sem fundust í sjúkrastofu Skriðuklausturs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.