Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 55
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 2009 51 Ritrýnd fræðigrein Sambærilegt mynstur kemur fram þegar horft er á einkenni heima (Heildareinkenni heima) (tafla 1). Þættir tengdir heilsu og spítaladvöl Meirihluti sjúklinganna (75,3%) sagði heilsu sína hafa verið mjög eða frekar góða áður en núverandi sjúkdómur greindist. Heilsa fyrir aðgerð hafði marktæka, veika neikvæða tengingu við kvíða­ og þunglyndiseinkenni á spítala og kvíðaeinkenni heima (r á bilinu ­0,10 til ­0,21). Meðallegutími á spítalanum var 4,8 dagar (sf=6,4; spönnun 1­90), 103 sjúklingar fóru á gjörgæsludeild að aðgerð lokinni og var meðallengd dvalar þar 1,2 dagar (sf=0,7; spönnun 0­5). Um fjórðungur þátttakenda (n=144) var á biðlista eftir að komast í aðgerð, hjá 124 sjúklingum var aðgerð frestað á aðgerðardegi og 80 sjúklingar sögðust hafa beðið eftir að komast í aðgerð á aðgerðardegi. Þessar breytur höfðu ekki marktæk tengsl við kvíða­ og þunglyndiseinkennin. Þegar spurt var heima sögðust 38,5% sjúklinga (N=416) hafa hafið vinnu að nýju og voru kvíða­ og þunglyndiseinkenni þeirra sambærileg og hjá þeim sem voru ekki komnir til vinnu. 87,7% sjúklinga sögðu aðgerð hafa borið þann árangur sem búist var við, 76,7% að batinn væri í samræmi við væntingar og 34,9% sjúklinga sögðust hafa náð sér mjög vel eftir aðgerðina og 2,7% mjög illa eða illa. Sjúklingar, sem töldu aðgerðina ekki hafa borið þann árangur sem búist var við, að batinn væri ekki í samræmi við væntingar og sem höfðu ekki náð sér mjög vel eftir aðgerðina, fengu að öllu jöfnu marktækt fleiri stig á kvíða­ og þunglyndiskvörðunum, jafnt heima og á spítala (sjá töflu 5). Sjúklingarnir voru almennt ánægðir með umönnunina sem þeir fengu á spítalanum. Aðspurðir á spítalanum sögðust 84,6% sjúklinga mjög ánægðir með umönnunina en þegar þeir voru spurðir heima voru 71% sjúklinga ánægðir með umönnunina sem þeir fengu á spítalanum. Þarna var um marktækan mun að ræða (p<0,001; kíkvaðrat). Ánægja með umönnun hafði veika neikvæða tengingu við einkenni kvíða og þunglyndis, bæði á spítala og heima (r á bilinu ­0,10 upp í ­0,21; p<0,05). Bakgrunnsbreytur Veik marktæk neikvæð tengsl voru á milli hærri aldurs og einkenna kvíða á spítala (r=­0,18) og heima (r=­0,20) og einkenna þunglyndis á spítala (r=­0,17) og heima (r=­0,18). Ekki var um marktæk tengsl að ræða milli líkamsþyngdarstuðuls og kvíða­ og þunglyndiseinkenna. Á spítalanum fóru konur og þeir sem höfðu börn undir 18 ára aldri á heimilinu að meðaltali marktækt hærra á kvíða­ og þunglyndiskvörðunum en karlar og þeir sem bjuggu á barnlausum heimilum. Á spítalanum fóru jafnframt sjúklingar, sem greindu frá veikindum annarra heimilismanna og að aðrir heimilismenn þyrftu aðstoð við daglegar athafnir, marktækt hærra á þunglyndiskvarðanum en samanburðarhópar. Sama mynstur kom fram í stigafjölda á kvíða­ og þunglyndiskvörðunum heima. Eina frávikið var að þeir sem greindu frá veikindum annarra heimilismanna fóru marktækt hærra, ekki bara á þunglyndiskvarðanum heldur líka á kvíðakvarðanum (sjá töflu 5). Að auki fóru þeir að jafnaði hærra á kvörðunum sem töldu að aðgerð hefði ekki borið þann árangur sem búist var við og að batinn væri ekki í samræmi við væntingar (sjá töflu 5). Ekki var marktækt samband á milli sambúðar og kvíða­ og þunglyndiseinkenna. UMRÆÐUR Við túlkun á niðurstöðum þarf að hafa í huga að ekki er verið að skoða orsakasamhengi heldur hvort ákveðnir þættir fara saman. Tafla 3. Einkenni sem valda sjúklingum talsverðri, mikilli eða mjög mikilli vanlíðan á spítala og heima. Á spítala* Heima** Talsverð til mjög Ekki Talsverð til mjög Ekki mikil vanlíðan vanlíðan mikil vanlíðan vanlíðan Einkenni N n (%) n (%) N n (%) n Erfiðleikar með hreyfingu 340 168 (49,4) 126 (37,1) 385 82 (21,2) 193 (50,1) Erfiðleikar í kynlífi 302 61 (20,2) 204 (67,5) 337 35 (10,4) 269 (79,8) Mæði 327 60 (18,3) 199 (60,9) 379 47 (12,4) 264 (69,7) Minnisskerðing 291 14 (4,8) 243 (83,5) 362 27 (7,5) 290 (80,1) Lystarleysi 304 37 (12,2) 212 (69,7) 380 29 (7,6) 314 (82,6) Þvagtregða 316 33 (10,4) 253 (80,0) 368 9 (2,4) 328 (89,1) Hægðatregða 312 36 (11,6) 280 (72,4) 373 40 (10,7) 281 (75,3) Ógleði 303 25 (8,2) 252 ((83,2) 364 23 (6,2) 322 (87,5) Erfiðleikar við að borða 296 21 (7,1) 256 (86,5) 361 10 (2,8) 327 (90,6) Niðurgangur 304 19 (6,3) 259 (85,2) 364 17 (4,6) 319 (87,6) Þvagmissir 299 18 (6,0) 247 (82,6) 369 27 (7,3) 314 (85,1) Uppköst 298 8 (2,6) 280 (94,0) 355 1 (0,3) 347 (97,7) *Síðustu 7 daga fyrir innlögn **Síðastliðna 7 daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.