Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 39
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 2009 35 lengingar biðlista og flótta vel menntaðs heilbrigðisstarfsfólks úr landi. Forstjóri LSH boðaði formenn stéttarfélaga á upplýsingafund 24. nóvember sl. Þar kom fram að samkvæmt útreikningum Hagstofunnar hafa fjárveitingar til LSH, staðvirtar á mann á verðlagi samneyslu 2008, lækkað um 3% á meðan ríkisútgjöld hafa hækkað um nærri 16%. Landspítali hefur því verið sveltur undanfarin ár. Stjórnendur á LSH voru krafðir um 7,5% hagræðingu árið 2009 og krafist er 9% hagræðingar árið 2010! Og enn tala einstakir stjórnmálamenn þannig að þetta eigi að vera framkvæmanlegt án þess að skerða þjónustu og án þess að ógna öryggi sjúklinga. Þó stjórnendur LSH ætli sér að vernda sem flest störf kom fram að að óbreyttu þurfi að fækka um 200 ársverk á spítalanum á næsta ári. Öll þjónusta á kvöldin og um helgar mun verða skert sem þýðir umtalsverða launalækkun hjúkrunarfræðinga. Lokanir næsta sumar verða meiri en áður og vonast er til að hægt verði að helminga sumarafleysingar. Það mun enn auka álagið á þá hjúkrunarfræðinga sem eru við störf og minnka líkur á að þeir hjúkrunarfræðingar, sem brautskrást vorið 2010, fái vinnu. Það eykur líkur á land flótta. Ákveðin þjónusta á LSH verður dregin saman, sólarhringsrúmum fækkað, hjartaþræðingum og fleiri að gerðum fækkar og biðlistar munu lengjast. Þeim mikla árangri, sem náðst hefur í heilbrigðisþjónustu hér á landi á síðustu árum, er stefnt í voða. Leiðarljós stjórnenda LSH í niðurskurðinum er fyrst og fremst öryggi sjúklinga. Það ætti einnig að vera leiðarljós hjúkrunarfæðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Það ætti ekki síður að vera leiðarljós þeirra sem nú taka ákvarðanir um skiptingu takmarkaðra fjármuna í ríkis­ kassanum. Það er full ástæða til að hvetja hjúkrunarfræðinga, stjórnendur og stjórnmálamenn til að leggja sig alla fram um að vernda heilbrigðiskerfið á leið okkar út úr efnahagskreppunni. Reynsla annarra þjóða færir okkur heim sanninn um alvarlegar afleiðingar þess ef gengið er of nærri heilbrigðisþjónustunni. Desemberuppbót 2009 Hjúkrunarfræðingur, sem starfar í fyrstu viku nóvembermánaðar, skal fá greidda desemberuppbót 1. desember ár hvert miðað við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október. Hafi hjúkrunarfræðingur gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári skal hann fá greitt miðað við starfhlutfall á framangreindu tímabili. Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til þess að fara vel yfir launaseðilinn og hafa samband við launadeild vinnuveitandans ef ekki hefur verið greidd desemberuppbót. Desemberuppbót á árinu 2009 samkvæmt kjarasamningum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við ríkissjóð, sjálfseignarstofnanir og Reykjavíkurborg er 44.100 kr. Hjúkrunarfræðingur, sem látið hefur af starfi, verður þó að hafa skilað minnst þriggja mánaða starfi á árinu til að fá greidda desemberuppbót. Samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Launanefndar sveitarfélaga er desemberuppbót á árinu 2009 61.509 kr. Hjúkrunarfræðingur, sem látið hefur af starfi, verður þó að hafa skilað minnst sex mánaða starfi til að fá greidda desemberuppbót. Dæmi um desemberuppbót hjá tímavinnufólki: Til að fá fulla desemberuppbót hefði hjúkrunarfræðingur þurft að vera búinn að skila 1504 vinnustundum. Hjúkrunarfræðingur í tímavinnu, sem unnið hefur samtals 555 stundir á árinu, fær þá hlutfall af desemberuppbótinni 555 / 1504 = 36,9%. Það þýðir að hjúkrunarfræðingur starfandi samkvæmt kjarasamningi ríkis, sjálfseignarstofnana eða Reykjavíkurborgar fær 16.272 kr. og hjúkrunarfræðingur starfandi samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga fær 22.696 kr. Fr ét ta pu nk tu r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.