Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 47
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 2009 43 það til áfengisvanda og kallar á frekari greiningu (Landlæknisembættið, 2007c). Vert er að benda á að þó þessi skim­ unartæki lúti sérstaklega að áfengisneyslu hafa þau sums staðar verið löguð að vímuefnaneyslu og tækin notuð til að skima eftir vímuefnavanda. Ef einstaklingur skimast með vímuefna­ vanda skal hjúkrunarfræðingur veita stutta íhlutun. Þar er átt við að hjúkrunar­ fræðingur og skjólstæðingur eigi stutt sam tal eða nokkur lengri samtöl þar sem skoðað er hvort einstaklingurinn hefur áhuga á að breyta vímuefnaneyslu sinni (Landlæknisembættið, 2007b). Árangursríkt er að beita áhugahvetjandi samtali (motivational interviewing) í stuttri íhlutun en þá er lögð áhersla á að upplýsa einstaklinginn um áhættu/skaða vímuefnaneyslunnar, ábyrgð hans á breytingu, ráð til að breyta neysluvenjum, upplýsa um leiðir til breytinga, sýna einstaklingnum skilning og samhygð sem og reyna að auka trú einstaklingsins á eigin getu til breytinga (Rollnick, Miller og Butler, 2007). Afeitrun Ef einstaklingur hefur áhuga á að hætta vímuefnaneyslu þarf að meta þörf hans fyrir fráhvarfslyfjameðferð. Eins og áður hefur komið fram veldur langvarandi vímuefnaneysla næmingu í heila og breytingum á byggingu frumna verðlaunakjarnans en þetta þarf að hafa í huga þegar fráhvörf vímuefnafíkla eru meðhöndluð. Þannig er líklegt að vímuefnafíklar þurfi stærri skammta lyfja en almennt gengur og gerist. Meta þarf hvort afeitrun getur farið fram í heilsugæslu eða hvort innlögn á sjúkrastofnun er nauðsynleg. Hjúkrunarfræðingar sem annast einstaklinga í afeitrun þurfa að þekkja fráhvarfseinkenni allra vímuefna og öðlast færni í að meta áhrif ýmiss konar fráhvarfsmeðferðar sem beitt er við mismunandi vímuefnaafeitrun. Áður hefur komið fram að vanlíðan, kvíði, pirringur, léleg tilfinningastjórnun og streita eru allt fráhvarfseinkenni sem koma fram er neyslu vel flestra vímuefna er hætt. Því er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar geti veitt viðeigandi hjúkrunarmeðferð er lýtur að andlegu ástandi einstaklings í fráhvörfum. Lokaorð Ljóst er að hvar sem hjúkrunarfræðingar starfa í heilbrigðisgeiranum er líklegt að hluti skjólstæðinga þeirra eigi við vímuefnafíkn að stríða. Því er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar þekki áhrif langvarandi vímuefnaneyslu á lífsálfélagslega heilsu einstaklinga og nýti hvert tækifæri sem gefst til skimunar og samtals við einstaklinginn um áhrif neyslunnar á líf hans, fjölskyldunnar og samfélagsins í heild. Heimildaskrá Allen, K.M. (1996). Nursing care of the addicted client. Philadelphia: Lippincott. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (1992). International statistical classification of disease and related health problems.Genf: World Health Organization. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (2004). Neuroscience of psychoactive substance use and dependence. Genf: World Health Organization. Dimeff, L.A., Baer, J.S., Kivlahan, D.R., og Marlatt, G.A. (1998). Brief alcohol screen­ ing and intervention for college students (BASICS). New York: Guildford Press. Heilbrigðisráðuneytið (2005). Skýrsla heilbrigðis­ ráðherra um þjónustu fyrir áfengis­ og vímu­ efnaneytendur á Íslandi. Sótt 30. október 2009 á http://www.heilbrigðisraduneyti.is/media/ Skyrslur/S131.08­vimuefna­skyr.pdf. Koob, G.F. (2005). The neurocircuitry of addic­ tion: Implications for treatment. Clinical Neuroscience Research, 5, 89­101. Landlæknisembættið (2007a). Birtingarmynd áfengisvanda. Sótt 30. október 2009 á http://www.landlaeknir.is/lisalib/getfile. aspx?itemid=3365. Landlæknisembættið (2007b). Klínískar leiðbein­ ingar: Áfengismeðferð í heilsugæslu. Sótt 30. október 2009 á http://www.landlaeknir.is/ PageID=1210. Landlæknisembættið (2007c). Skimunartæki (sjálfs­ próf). Sótt 30. október 2009 á http://www.land­ laeknir.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=3366. Malliarakis, K.D., og Lucey, P. (2007). Social determinates of health: Focus on substance use and abuse. Nursing Economics, 25, 368­ 375. McCrady, B.S., og Epstein, E.E. (1999). Addiction: A comprehensive guidebook. New York: Oxford University Press. Rollnick, S., Miller, W.R., og Butler, C.C. (2007). Motivational interviewing in health care: Helping patients change behavior. New York: Guilford Press. SÁÁ (2006). Ársrit SÁÁ 2005­2006. Reykjavík: SÁÁ. SÁÁ (2007). Ársrit SÁÁ 2006­2007. Reykjavík: SÁÁ. Hjúkrunarfræðingar á Hornströndum Ferðalög Íslendinga á heimaslóðum nutu mikilla vinsælda á liðnu sumri, þá ekki síst vegna aðstæðna í efnahagsmálum. Sýnu ódýrara er að ferðast innanlands en handan við höfin og því vörðu margir sumarleyfi sínu í gönguferðir um fjöll og firnindi. Í Látravík á Hornströndum náðust saman á einni mynd hjúkrunarfræðingar sem voru hvorir úr sínum hópnum en leiðir þeirra sköruðust við Hornbjargsvita. Í öðrum hópum var starfsfólk frá Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga en í hinum fólk frá Ferðafélagi Íslands en ferðir þess nutu mikilla vinsælda þetta árið og mátti þá einu gilda um hvaða slóðir farið var. SBS Hjúkrunarfræðingarnir á þessari mynd eru frá vinstri: Sigurbjörg Geirsdóttir, Sesselja Kristín Eggertsdóttir og Guðrún Benónýsdóttir, sem allar eru frá Hvammstanga, Bryndís Ólafsdóttir, Reykjavík, Helga Hreiðarsdóttir, Hvammstanga, Sigrún Sunna Skúladóttir og Sigríður Jóhannsdóttir, báðar frá Selfossi, og lengst til hægri er Helga Sif Friðjónsdóttir úr Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.