Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 24
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 200920 Í þessum pistli mun ég velta fyrir mér ýmsum atriðum sem komu upp í hugann við lestur greinar sem birtist í 4. tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga árið 2009. Greinin fjallar um mat hjúkrunarfræðinga á slysa­ og bráðamóttöku á minniháttar ökkla­ og fótaáverkum með aðstoð Ottawa­gátlistans og er eftir Hrafnhildi Lilju Jónsdóttur og Herdísi Sveinsdóttur. Við þessar vangaveltur horfi ég til reynslu minnar í hjúkrun á slysa­ og bráðadeild Landspítalans í Fossvogi og ígrunda þá verkferla sem unnið er eftir á deildinni með það í huga, hvort tækifæri felist í því að taka upp þennan gátlista við móttöku og mat hjúkrunarfræðinga á ökkla­ og fótaáverkum á slysa­ og bráðamóttöku. Ottawa­gátlistinn er klínískur gátlisti sem var saminn til að nota við skoðun á ökkla­ og fótaáverkum í þeim tilgangi að meta þörf á myndgreiningu. Gátlistinn gefur leiðbeiningar um hvernig á að standa að klínískri skoðun á ökkla og við hvaða einkenni á að senda sjúkling í myndgreiningu á ökkla ( Stiell o.fl., 1994). Í rannsókn Hrafnhildar Lilju (2008) á slysa­ og bráðamóttöku FSA var borið saman sjálfstætt mat hjúkrunarfræðinga og unglækna á þörf fyrir myndgreiningu hjá sjúklingum sem komu á bráðamóttöku með áverka á ökkla og fæti. Við matið studdust hjúkrunarfræðingar við Ottawa­ gátlistann en unglæknar við hefðbundið mat. Helstu niðurstöðurnar í rannsókn hennar voru að í 89% tilvika voru hjúkrunarfræðingar og unglæknar sam­ mála í mati sínu á áverka á ökkla og í 74% tilfella á fæti. Hjúkrunarfræðingar pöntuðu ekki fleiri óþarfa röntgenmyndir og misstu ekki af neinu broti. Rann­ sóknar niðurstöðurnar sýna að mat hjúkrunar fræðinga og unglækna er sam­ bæri legt þar sem ekki tókst að hrekja þær á tölfræðilegan hátt. Í starfi mínu á slysa­ og bráðadeild Landspítalans í mörg ár hef ég tekið á móti og metið fjölda sjúklinga með ökkla­ og fótaáverka og því öðlast þekkingu og Lilja H. Hannesdóttir, liljahh@landspitali.is ÞJÁLFUN HJÚKRUNAR­ FRÆÐINGA TIL SÉRHÆFÐRA VERKA Í nýlegri fræðigrein var sagt frá rannsókn um hvernig hægt sé að nýta Ottawa­ gátlistann við móttöku og mat hjúkrunarfræðinga á minniháttar ökkla­ og fóta­ áverkum á slysa­ og bráða­ móttökum. færni í að skoða og greina á milli vægra og alvarlega meiðsla. Umtalsverðar breytingar hafa orðið á störfum hjúkrunarfræðinga á deildinni og þeir gangast undir fjölbreytta þjálfun til að ná tökum á þeirri hæfni er starfið krefst. Hjúkrunarfræðingar deildarinnar hafa nýverið fengið þjálfun í forgangsflokkun sjúklinga, en í dag eru allir skjólstæðingar, sem koma inn á slysa­ og bráðadeildina, flokkaðir eftir fimm flokka forgangsröðun af sérþjálfuðum móttökuhjúkrunarfræðingi. Í flokkuninni er horft til aðgerða og rannsókna er skjólstæðingur þarf við komu og hraði þjónustu tekur mið af mati hjúkrunarfræðingsins. Meginmarkmið Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir og Herdís Sveinsdóttir (2009). Þjálfun hjúkrunarfræðinga til sérhæfðra verka: Mat hjúkrunarfræðinga á slysa­ og bráðamóttöku á minniháttar ökkla­ og fótaáverkum með aðstoð Ottawa­ gátlistans. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 85 (4), 37-43. PRAXÍS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.