Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 43
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 2009 39 neyslu á vímuefnum sem fara yfir blóð­ heila þröskuldinn og hafa þannig áhrif á taugalífeðlisfræðilega svörun og byggingu taugafrumna í heila (McCrady og Epstein, 1999). Sjúkdómsflokkunarkerfi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, ICD­10, inniheldur þannig einungis fíknisjúkdómsgreiningar fyrir vímugjafa sem uppfylla þessi skilyrði, svo sem áfengi, ópíöt, kannabis, slævilyf eða svefnlyf, kókaín, önnur örvandi efni, þar með talin koffín, ofskynjunarefni, tóbak, rokgjörn leysiefni og önnur geðvirk efni (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, 1992). Fíknigreiningar í ICD-10 Fíknigreiningar í sjúkdómsflokkunarkerfinu ICD­10 hafa sex greiningarviðmið og verður einstaklingur að uppfylla að minnsta kosti þrjú þeirra á sömu stundu einhvern tíma á einu ári til að fá fíknigreiningu. Greiningarviðmið ICD­10 fyrir vímuefnasjúkdóma eru líkamlegs, sálræns og félagslegs eðlis. Viðmið samfélagsins Í ríkjandi orðræðu samfélagsins er hugtakið fíkn hins vegar notað til að lýsa flestri hegðun sem einkennist af vaxandi stjórnleysi, áráttu og þráhyggju. Slík hegðun heltekur hugsanir og atferli þess sem fíkinn er og dregur athyglina frá öllu öðru í lífi einstaklingsins. Samkvæmt viðmiðum samfélagsins geta því einstaklingar glímt við t.d. klámfíkn, vinnufíkn, matarfíkn, netfíkn, tölvuleikjafíkn, verslunarfíkn, trúarfíkn, súkkulaðifíkn og svo framvegis. Einstaklingar, sem glíma við þessar fíknir, hafa misst stjórnina. Þeir finna fyrir óviðráðanlegri þörf til að svala löngun sinni og verða fyrir sálrænni vanlíðan ef þeir stunda ekki tiltekna hegðun. Þeir halda hegðuninni áfram þrátt fyrir slæm áhrif á líkamlega og andlega heilsu, samskipti og getu til að taka þátt í samfélaginu með eðlilegum hætti. Þannig uppfylla þessir einstaklingar einungis sálræn og félagsleg greiningarviðmið fíknisjúkdóma samkvæmt ICD­10 og telja margir lærðir sem ólærðir að útvíkka eigi fíknisjúkdómshugtakið með tilliti til þessa. Enn sem komið hefur þessi breyting á flokkunar­ og greiningarkerfum ekki átt sér stað. Ljóst er að fíkn er flókið og margslungið fyrirbæri en undanfarna tvo til þrjá áratugi hafa rannsóknir á sviði taugalífeðlisfræði varpað ljósi á líffræðilega þætti tengda áfengis­ og vímuefnaneyslu og hvernig neysla efna á borð við áfengi, tóbak og annarra vímugjafa getur leitt til fíkni­ sjúkdóma. Vímuefnafíkn Innan geðlæknisfræði er litið svo á að áfengis­ og vímuefnafíkn hafi tvær hliðar sem eru náskyldar öðrum geðsjúkdómum. Hér er átt við ýmiss konar hvatastjórnunarröskun og árátturöskun. Þannig er litið á fíkn sem sjúkdóm er þróast frá hvatvísi vegna neyslu vímuefna yfir í áráttukennda fíknihegðun. Í byrjun finnur einstaklingurinn fyrir aukinni spennu eða örvun sem einungis er svalað með því að neyta vímugjafans. Við neysluna finnur einstaklingurinn nautn, ánægju og fróun en strax í kjölfarið fylgir eftirsjá, sjálfsásökun og sektarkennd. Áráttukennd fíknihegðun einkennist hins vegar af því að kvíði og önnur andleg vanlíðan er til staðar áður en áráttuhegðun er framkvæmd en neysla vímugjafans veitir fróun og lausn frá vanlíðan um stundarsakir. Þannig hefur jákvæð styrking áhrif á neyslu í upphafi þróunar vímuefnafíknar en síðar er það neikvæð styrking sem viðheldur vímuefnaneyslu einstaklingsins (Koob, 2005). Í ljósi þessa hefur vímuefnafíkn verið skilgreind sem Greiningarviðmið fíknisjúkdóma í ICD-10 Þrjú eða fleiri af eftirfarandi atriðum verða að vera til staðar á sama tíma á einhverri stundu á liðnu ári: 1. Sterk löngun eða fíkn í að neyta vímuefna. 2. Skert geta til að stjórna neyslu vímuefna með tilliti til upphafs, endis og neytts magns. 3. Líkamleg fráhvarfseinkenni þegar neysla vímuefna er minnkuð eða henni alveg hætt eða vímuefna neytt til að létta eða koma í veg fyrir fráhvarfseinkenni. 4. Aukið þol þannig að meira magn vímuefna þarf til að fá fram sömu áhrif og áður fengust með minna magni. 5. Vaxandi vanræksla mikilvægra þátta tilverunnar vegna neyslu vímuefna og aukins tíma sem fer í að afla, neyta eða ná sér eftir vímuefnaneyslu. 6. Vímuefnaneyslu haldið áfram þrátt fyrir meðvitund um að neyslan sé farin að vera neytandanum skaðleg. Heimild: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (2004). langvarandi sjúkdómur er einkennist af (1) áráttukenndri notkun vímuefna, (2) stjórnleysi við að takmarka magn neyttra vímuefna og (3) neikvæðum tilfinningum (þ.e. vanlíðan, kvíða og pirringi) þegar vímuefnin eru ekki til staðar (Koob, 2005). Taugalífeðlisfræðilegar rannsóknir Eins og áður sagði hafa vísindamenn innan taugalífeðlisfræði gert mikilvægar rannsóknir á undanförnum áratugum sem aukið hafa skilning á því hvers vegna einstaklingar sækjast eftir neyslu vímuefna sem og hvernig langvarandi vímuefnaneysla leiðir til lífeðlisfræðilegra breytinga á upp­ byggingu og starfsemi heilans (Alþjóða­ heilbrigðismálastofnunin, 2004). Skilningur á eðlilegri starfsemi hvatakerfa mannsheilans er nauðsynlegur til að skilja breytingar í heila af völdum vímuefnaneyslu. Verðlaunabraut heilans (mesolimbic reward system) tengir undirslæðuna (ventral tegmental area) í miðheila við verðlaunakjarnann (nucleus accumbens) í randkerfi heilans og áfram til framheila (sjá mynd). Í verðlaunabrautinni er mikið af boðefninu dópamíni og þegar maður virkjar þessa braut, til dæmis með því að borða góðan mat, örvast undirslæðan og dópamínboð berast til verðlaunakjarnans. Þannig eykur til dæmis góður matur losun dópamíns í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.